Þjóðmál - 01.03.2018, Page 98

Þjóðmál - 01.03.2018, Page 98
96 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Að lokum Þessi áhugaverða frétt birtist á vefmiðlinum Eyjan.is í lok febrúar sl. Eins og fram kemur í fréttinni byggja tölurnar í henni á upplýsingum frá þingmönnum Pírata, sem ekki aðeins eru duglegir við að leggja fram mál heldur hafa þeir einnig fundið tímann til að hanna forrit sem heldur utan um stöðu málanna. Það er í sjálfu sér hið besta mál. Hér verður þó að segjast að magn og gæði fara ekki alltaf saman, og reyndar alls ekki í þessu tilviki. Þau skipti sem þingmenn Pírata hafa setið hjá í atkvæðagreiðslum telja þúsundum frá því að þeir settust á þing. Meginþorri þeirra mála sem nú liggja fyrir þinginu frá Pírötum er fyrirspurnir frá Birni Leví Gunnarssyni. Embættismenn ráðuneytanna munu verja næstu misserum í að safna saman þeim upplýsingum sem þar er óskað, í sumum tilvikum rúman áratug aftur í tímann. Það skal enginn halda að fjármagni og tíma opinberra starfsmanna sé ekki vel varið. Þegar magn og gæði fara ekki saman

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.