Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Side 8

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Side 8
6 vega, og eru því allar tölulegar niðurstöður frá tilraunastarfinu á Eiðum mjög í molum fyrst framan af. Fyrstu árin voru skýrslur um starfsemina birtar í Búnaðarritinu, eða fram um 1910 (sjá Búnaðarrit XXI, bls. 74; XXII, bls. 205; XXIII, bls. 327, og XXVI, bls. 69), og er ekki meira um hana að fá úr tilraunabók- unum. Það litla, sem fundið verður af samstæðum, tölulegum niðurstöð- um frá þessum tíma, er tekið upp í skýrslu þessa. Verulegur þáttur í starfi tilraunastöðvarinnar á Eiðum fyrst framan af eru athuganir varðandi ræktun margs konar nytjajurta, trjáa, runna og jafnvel blómplantna, en sá ljóður er þó á þessum athugunum, að mjög sjaldan er getið um, livaða afbrigði voru notuð, og verða því litlar álykt- anir af þeim dregnar, og því varla ómaksins vert að rekja árangurinn. I stórum dráttum má þó segja, að jarðepli misheppnuðust oftast, gáfu litla eða enga uppskeru. Gulrófur spruttu oft nokkuð, en trénuðu stund- um mikið. Káltegundir spruttu illa, nema grænkál. Blómkál gaf þó stund- um nokkur höfuð, en hvítkál og rauðkál misheppnaðist jafnan. Gulrætur spruttu sjaldan vel og var ýmsu um að kenna. Hreðkur, salat, spínat, rauðrófur og næpur lánuðust oftast vel eða sæmilega, en hvaða afbrigði voru notuð er ekki kunnugt. Þegar kemur fram um 1914 virðist draga mjög úr starfsemi stöðvar- innar, að minnsta kosti virðist þá hætt að skrá skýrslur um hana, en veð- urathugunum er þó haldið þar áfram til ársloka 1918. Hafi einhverjar tilraunir verið gerðar þar á tímabilinu 1914—1918, þá virðast skýrslur um þær vera glataðar. Eiginlega má telja, að tilraunastarfið leggist niður með árinu 1914 og sé ekki aftur hafið fyrr en 1926. Það ár eru þó fáar tilraunir gerðar, og svo mun einnig hafa verið 1927, en skýrslur þess árs vantar í tilraunabækurnar, en frá og með árinu 1928 og til 1942 er óslitið tilraunastarf framkvæmt í stöðinni og furðu margar tilraunir gerðar, þegar þess er gætt, að fjárráðin voru alltaf mjög þröng. Það er um þetta tímabil og þessar tilraunir, sem rit þetta aðallega fjallar. Allan þennan tíma, frá 1925—1942, er Erlendur Þorsteinsson, búfræð- ingur frá Egilsstöðum, forstöðumaður stöðvarinnar. Erlendur var ágætur starfsmaður og mjög samvizkusamur og njóta tilraunirnar þess, Þó er því ekki að neita, að stundum verða nokkrar misfellur á þeim, en ekki verður Erlendi nema að litlu leyti um þær kennt. Aðrir bjuggu verkefnin í hend- ur honum og áttu að leggja til áburð og annað efni, er tilraunimar kröfð- ust. Stundum voru áætlanir, er farið skyldi eftir, gallaðar, og oft vildi við brenna, að það, sem nota átti, kom í ótíma eða alls ekki. Margar tilraunir, sem gerðar voru á þessu tímabili, eru þó mjög at- hyglisverðar, mega jafnvel teljast stórmerkar, og samræmið er venjulega gott. Hygg ég, að árangur þeirra flestra sé enn að meira eða minna leyti >
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.