Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Síða 10

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Síða 10
8 fastri reglu. Áburður og uppskera er miðað við ha, og er uppskeran venju- lega talin í hkg eða 100 kg heyhestum. Af grastilraunum er uppskera reikn- uð út fyrir 1. og 2. slátt, sitt í hvoru lagi og svo samtals. Þá er reiknað út heyprósent fyrir báða slætti og háarprósent og uppskeruhlutföll. Upp- skeran er talin bæði sem gras og hey. Skekkja er reiknuð út að meira eða minna leyti fyrir flestar tilraun- irnar. Hún er reiknuð út fyrir heildarniðurstöðuna og gefur til kynna, hve örugg hún er. Fyrir þá, sem ekkert þekkja til skekkjureiknings, eru stærðir þær, sem notaðar eru til að tákna skekkjuna eða öryggi uppskeru- talnanna hrein hebreska. Þær eru líka fyrst og fremst ætlaðar þeim, er kunna með að fara og um að dæma. Á bak við tölur þessar liggja miklir útreikningar, sem ekki er unnt að taka hér með eða gera nánari grein fyrir, en þeim, sem ekki þekkja til skekkjureiknings, má þó gefa nokkra hugmynd um nothæfni og nytsemi hans. Meginhluti tilraunastarfsins er vigtanir eða mælingar á uppskeru eða afrakstri hinna einstöku tilraunareita. Vigtanir þessar gefa harla breyti- legar stærðir og er margt, sem veldur, meðal annars þær breytilegu að- ferðir, sem bornar eru saman í tilrauninni, en líka margt fleira, svo sem mismunandi frjósemi tilraunalandsins, ólíkt árferði og alls konar óná- kvæmni í tilraunastarfinu. Orsakir sumra þessara frávika þekkjum við og getum því reiknað þau út og dregið þau frá, svo að þau trufla 'ekki árangur tilraunanna, og æskilegt væri, að unnt væri að einangra og fjar- lægja öll áhrif á vigtanirnar, sem eigi orsakast af mismuni þeirra aðferða, sem bornar eru saman. Þetta er þó aldrei hægt. Eftir verður jafnan nokk- uð af frávikum, sem við vitum lítil deili á og orsakast af margháttaðri ónákvæmni. Þessi frávik köllum við skekkju. Æskilegast er, að skekkjan sé sem minnst í hlutfalli við mismun tilraunaliðanna, og þegar skekkju- frávikunum er deilt í frávik tilraunaliðanna fæst tala, sem nefnd er F-tala. Stærð þessarar tölu gefur til kynna öryggi tilraunaárangursins, en þar sem fleira hefur áhrif á hann heldur en nú hefur verið nefnt, verður að meta F-töluna í hvert sinn, og eru notaðar til þess töflur. Gildi F-tölunnar er svo gefið til kynna með stjörnumerki,' #. Engin stjarna segir að tilrauna- árangurinn sé vafasamur, ein stjarna gefur til kynna að hann sé öruggur í 95 tilfellum af 100, tvær stjörnur í 99 tilfellum og þrjár stjörnur að ör- yggið sé 99.9% eða meira. Þá eru það stærðirnar, meðalskekkjan m og meðalmunurinn m/m. Þessar stærðir eru einkenndar með merkjunum ±. Meðalskekkjan gefur til kynna, hve mikið hinar einstöku vigtanir eða mælingar, sem liggja til grundvallar uppskeru eins tilraunaliðs, sveiflast frá meðaltalinu, og með- almunurinn gefur á sama hátt til kynna, hve mikið mismunur tveggja tilraunaliða geti vikið frá því, sem fundið er. Sé fundinn mismunur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.