Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Qupperneq 11

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Qupperneq 11
9 tveggja tilraunaliða 100 og meðalmunurinn 10, er þetta skrifað 100 ± 10, sem þýðir, að um 66% af athugununum séu innan takmarkanna 90—110. Þetta gefur þó ekki fullt öryggi, og þá kemur T-talan til skjalanna, en hún fæst á þann hátt, að m/m er deilt í mismun liðanna. Raunhæfni mis- munarins verður því betri, sem T-talan verður stærri, og er í þessum til- raunum í flestum tilfellum sæmileg, þegar T-talan er 2—3 eða meira. Þetta ætti að nægja öllum athugulum mönnum til þess, að stærðir þær, er gefa til kynna öryggi tilraunanna, verða þeim ekki með öllu óskiljan- legar, en þeir, sem engan áhuga hafa á því að hnýsast í þessa útreikninga eða að gera sér grein fyrir gildi þeirra, geta slegið striki yfir alla skekkju- reikninga og tekið niðurstöður tilraunanna eins og þær koma fyrir, án þess að velta vöngum yfir -j- og —, F og T. Það vill líka svo vel til, að í flestum þessum tilraunum er skekkjan lítil og hefur því ekki mikil áhrif á árangurinn. Þetta ber vott um að tilraunastarfið hefur verið unnið af vandvirkni og samvizkusemi, en orsakast að nokkru af því, að margar þessar tilraunir hafa verið gerðar í mörg ár, en það jafnar misfellurnar og minnkar skekkjuna. Að lokum má geta þess, að reynt er í riti þessu að gera nokkum sam- anburð á tilraunumlm á Eiðum og tilraunum gerðum annars staðar á landinu, eftir því sem efni standa til, og ennfremur undirstrikað hvaða árangur tilraunirnar hafa gefið og hvað helzt megi af honum læra. Veðráttan. Jafnan er æskilegt að veðurathuganir séu framkvæmdar á tilrauna- stöðvum eða í nágrenni þeirra. Veðurfarið hefur oftast mikil áhrif á til- raunirnar og árangur þeirra, og við útfærslu árangursins kemur veður- farslegur samanburður einnig mjög til greina. Nokkrar veðurathuganir vom gerðar á Eiðum í sambandi við tilrauna- stöðina, en varla svo nákvæmar og samfelldar, að glögg mynd fáist af veðurfarinu þar. Veldur þessu einkum tvennt. Engar veðurathuganir eru gerðar á Eiðum frá árinu 1919 til ársins 1923, og veðurathuganir hætta þar alveg frá og með árinu 1933. Hinsvegar eru veðurathuganir á Nef- bjarnarstöðum í Hróarstungu, sem sem 20 km norðar á Héraðinu, frá 1920 og fram yfir 1940. Ætla mætti, að munurinn á þessum tveimur stöð- um sé ekki mikill, en samanburður þau níu ár, 1924—1932, sem veðurat- huganir eru á báðum stöðunum, sýnir, að hann er þó nokkur, og er hit- inn meiri á Eiðum. Nemur þetta að meðaltali 0.7° C fyrir apríl og sept- ember, 0.5° fyrir maí, júní og ágúst og 0.3° fyrir júlí. Þau árin, sem engar veðurathuganir voru gerðar á Eiðum, eru því notaðar hitamælingarnar 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.