Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Síða 61
59
árin hefur haugurinn á Akureyri reynzt lakari heldur en mykjan á Eið-
um, en betur þrjú síðustu árin.
Aftur verður vikið að þessari tilraun í sambandi við næstu tilraun,
og þá rætt í einu lagi um það, hvaða reynslu má af þeim draga.
9. Búfjáráburður einn sér og með tilbúnum áburði í 12 ár.
Þessi tilraun er í raun og veru framhald af tilrauninni hér á undan.
Hún er líka í þremur liðum, en endurtekningar fimm í jafnmörgum
röðum eða flokkum. Stærð áburðar- og sláttureita er 10 x 10 = 100 m2
og svo metrabreið varðbelti. Tilraunin er hafin árið 1928 og er haldið
áfram til 1939, eða í tólf ár. Eftir fyrstu fjögur árin er áburðurinn auk-
inn um þiðjung, og svo búfjáráburðurinn aukinn aftur eftir eitt ár, 1933,
um þriðjung, alveg eins og í tilrauninni hér á undan.
Áburðarmagn á liðina var þannig, miðað við ha:
a. 20 tonn kúamykja 1928—31, 30 tonn 1932, 45.0 tonn 1933—39
b. 10 tonn kúamykja 1928—31, 15 tonn 1932, 22.5 tonn 1933—39
150 kg Chilesaltpétur 15%, 125 kg superfosfat 20%, 100 kg kalí 1928—31
225 kg Chilesaltpétur 15%, 187.5 kg superfosfat 20%, 150 kg kalí 1933—39
c. Sami áburður og á b, nema ekkert kalí.
Þetta er með öðrum orðum þannig, miðað við tilraun 8, að liður a
fær fullan skammt af búfjáráburði, liður b /2 búfjáráburð og i/2 tilbúinn
áburð, og liður c /> búfjáráburð og /> tilbúinn áburð -p- kalí.
Áburður og uppskerutímar féllu þannig:
Áburðartimar:
Búfjáráburður
1928 .............. 30. apríl
1929 .............. 11. -
1930 ............... 7. maí
1931 .............. 18. -
1932 .............. 18. -
1933 .............. 30. apríl
1934 .............. 4. maí
1935 .............. 9. -
1936 .............. 6. -
1937 ............. 18. apríl
1938 ............. 17. -
1939 ............. 25. -
Kalí Superfosfat Saltpétur
Haustbreitt Breitt í apríl
— 15. marz 17. júní
— 8. apríl 4. -
— 28. - 23. -
— 17. marz 8. júlí
28. marz 11. april 9. júní
Haustbreitt 3. - 4. -
— 23. maí 7. -
— 5. - 8. -
10. apríl 2. júní 3. -
12. - 9. - 9. -
24. - 24. - 5. -