Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Qupperneq 80

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Qupperneq 80
78 Af tilrauninni verður ekki ráðið, að mikill munur hafi verið á hafra- tegundunum, en þar sem sömu tegundir hafa ekki verið reyndar öll árin, eru þær ekki fyllilega sambærilegar. Einkum er fyrsta árið óeðlilegt, því að þá er áburðarmagnið, sem notað er, svo lítið. Það er ekki heldur tekið með í meðaltalið og hlutfallsreikninginn. Tvær tegundir hafa aðeins verið sitt árið hvor í tilrauninni. Samanburður á höfrum til grænfóðurs hefur einnig verið gerður í Gróðrarstöðinni í Reykjavík og á Akureyri. Þó aðeins eitt ár á Akureyri með nokkrar þeirra tegunda, sem voru í Eiðatilrauninni, og líka nokkrar aðrar. Ekki mun niðurstöðum bera saman. Á Eiðum virðast Sigurhafrarnir hafa gefið beztan árangur, og líklega hafa þeir einnig reynzt vel í Reykja- vík, að minnsta kosti voru þeir lengi notaðir mest til grænfóðurræktar. Nú er hætt að nota þá og hafrar teknir án undangenginnar reynslu til þessara nota. Enginn vafi er þó á því, að hafrar eru mjög misjafnlega not- hæfir til grænfóðurs, blaðvöxtur misjafn, þeir fara misfljótt í ax o. s. frv. Þetta minnir á, að ennþá er aðkallandi að gera samanburð á höfrum til grænfóðurræktar. 15. Samanburður á fóðurrófum 1932—1936. Árið 1932 hefst samanburður á fóðurrófum, og er hann gerður í nokkur ár. Sá galli er á tilraun þessari eða öllu heldur á bókuninni um hana, að sumt af því, sem æskilegt væri að vita, er ekki nefnt á nafn, svo sem áburður. Þetta skiptir þó ekki mestu máli, þar sem áburður hefur vafalaust verið eins fyrir alla tilraunina, en engu síður er fróðlegt að vita, hvaða áburður var notaður, búfjáráburður eða tilbúinn, hve mikið og í hvaða hlutföllum. Lakara er það, að hvergi verður séð beinlínis, hve stórir reitir hafa verið notaðir, en af rófnafjölda í reit og með hliðsjón af venjulegu vaxtarrými má ætla, að reitastærð hafi verið 10 m2, og er reikn- að með því hér. Rófnafjöldi úr reit er alltaf talinn fram. Svo sem eðlilegt er, verður hann nokkuð misjafn, en þar sem samreitir eru 4—6 (ekki eins margir öll árin), jafnast þetta nokkuð út, og þótt einhverju skeiki til þess að jafnt verði, getur aukið vaxtarrými, þar sem rófurnar eru eitthvað færri, jafnað mismuninn að verulegu leyti. í töflu XXI er færður rófna- fjöldi á 100 m2, til þess að gefa hugmynd um þetta. Liðafjöldinn er ekki alltaf eins, veltur á 5—7. Fimm tegundir eru öll árin, ein í þrjú ár og ein aðeins eitt ár. Engar skýrslur eru um árið 1933 og engin skýring á því gefin. Sáning og upptaka fór fram sem hér segir: Árið 1932 var sáð 6. júní, en ekki er vitað, hvenær upp var tekið. Árið 1934 var sáð 29. maí og tekið upp 9. október.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.