Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 2
Hér eru svæði sem er mjög erfitt að ná til. Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðu- maður íslenska sendiráðsins í Lilongwe Fangabúðir við Hallgrímskirkju Sendiráð Íslands í Lilongwe í Malaví gaf á mánudag heilbrigðisstarfsfólki reið­ hjól til að sinna vitjunum í dreifbýlinu. Mæðradauði og niðurgangspestir eru stærstu heilbrigðisvandamálin sem landsmenn standa frammi fyrir. kristinnhaukur@frettabladid.is ÞRÓUNARMÁL Á mánudag barst sending af 570 reiðhjólum til Mang­ ochi­héraðs í Malaví, gjöf frá sendi­ ráði Íslands í Lilongwe. Hjólin eru aðeins lítill hluti stuðnings Íslands í héraðinu en munu nýtast heilbrigð­ isstarfsfólki vel til þess að komast á afskekkta staði til vitjana. „Hér eru svæði sem er mjög erfitt að ná til. Vegirnir eru rosalega léleg­ ir og engin þjónusta utan helstu bæjanna. Fólk á þessum stöðum á erfitt með að komast til heilsugæslu og þess vegna er svo mikilvægt að starfsfólkið komist á staðinn,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðu­ maður sendiráðsins. „Nú munu það eiga auðveldara með að komast yfir og vera sneggra á staðinn.“ Ísland hefur verið með þróun­ araðstoð á staðnum síðan 1989 og unnið markvisst með héraðsyfir­ völdum síðan 2012. Meðal annars hafa verið byggðir 16 heilsubústaðir og 9 fæðingardeildir í dreifbýlinu. Í Mangochi búa 1,2 milljónir manna og héraðið er víðfeðmt. Utan stærstu bæjanna er ekkert renn­ andi vatn og ekki rafmagn. Hingað til hafa heilbrigðisstarfsmennirnir farið gangandi með stóra böggla með tækjum, bóluefnum og lyfjum. Hjólin eru því kærkomin. Hjólin voru pöntuð frá Suður­ Afríku og kostuðu 12 milljónir íslenskra króna. Héraðsyfirvöld vildu ekki fjallahjól heldur harð­ gerðari hjól sem hafa litla bilana­ tíðni. Vegirnir eru úr mold og erfitt að viðhalda hjólum. Allir heilbrigð­ isstarfsmenn sem sinna dreifbýlinu sóttu hjólin sín á mánudag. Stærstu vandamálin í Malaví eru niðurgangspestir og lélegar aðstæð­ ur fyrir barnshafandi konur. „Við höfum séð miklar framfarir síðan 2012 en það er enn mikið rými til úrbóta,“ segir Inga Dóra. „Fæð­ ingardeildin sem við byggðum hér í bænum Mangochi er sú besta í öllu landinu. Mæðradauði hefur dregist saman um 40 prósent.“ Ísland hefur meðal annars tekið þátt í að grafa vatnsbrunna og koma fyrir viðunandi salernisaðstöðu. Það skiptir miklu máli upp á niður­ gangspestirnar sem herja hvað verst á ung börn. „Kólera hefur ekki sést síðan við fórum í það átak,“ segir Inga Dóra og segir einnig að niður­ gangspestir barna undir fimm ára aldri hafi minnkað. Bólusetningar, ekki gegn Covid heldur ýmsum öðrum sjúkdómum, eru stór hluti af heilsugæslunni í Mangochi og stuðningi Íslands við hana. Árið 2012 voru 69 prósent barna bólusett en 91 prósent í dag. Sendiráðið stendur að ýmsum verkefnum og nú eru fulltrúar Þroskahjálpar í vettvangsferð. „Þau eru að tala við krakka sem búa við fötlun og komast að því hvernig þeirra líf er,“ segir Inga Dóra. Verið er að athuga hvernig Íslendingar geta bætt líf fatlaðra barna í Mang­ ochi. n Gáfu heilbrigðisstarfsfólki í Malaví hundruð reiðhjóla Hjólin munu nýtast heilbrigðisstarfsfólki sem sinnir dreifbýlinu. MYND/AÐSEND VIÐ VESTURLANDSVEG Renndu við í lúguna BÍLAAPÓTEK 9-22 OPIÐ ALLA DAGA kristinnhaukur@frettabladid.is AUSTURLAND Íslandspóstur ákvað nýlega að breyta skilgreiningu Bakkagerðis, þorpsins í Borgarfirði eystra, úr þéttbýli yfir í dreif býli. Hefur þetta í för með sér að verð þjónustu fyrirtækisins hækkar um meira en 60 prósent. Bæði heimastjórn Borgarfjarðar og byggðarráð sveitarfélagsins Múlaþings hafa mótmælt þessari breytingu enda sé hún ekki í sam­ ræmi við aðrar skilgreiningar. Til dæmis skilgreini Byggðastofnun Bakkagerði sem þéttbýli, sem og Póst­ og fjarskiptastofnun. Sam­ kvæmt heimastjórn hafi hin síðar­ nefnda stofnun reyndar notað skil­ greininguna til þess að komast hjá því að ljósleiðaravæða Bakkagerði en þar búa 80 manns. „Heimastjórn harmar að ítrekað sé skilgreining Borgarfjarðar sem dreifbýlis eða þéttbýlis á þann veg að veita þurfi sem minnsta þjónustu eða rukka sem mest fyrir hana.“ n Illa við að vera sett í dreifbýli Heimastjórn Borgarfjarðar harmar breytinguna. MYND/ÍSLANDSPÓSTUR kristinnpall@frettabladid.is FJÖLMIÐLAR Með okkar augum, sjónvarpsþáttaröðin sem hófst sem samstarfsverkefni Landssamtaka Þroskahjálpar og RÚV og hefur verið sýnd í ellefu ár í ríkissjónvarpinu, er á leiðinni í útrás á ný en þættir úr nýjustu þáttaröðinni verða sýndir í sænska sjónvarpinu. Þetta staðfestir Elín Sveinsdóttir, framleiðandi þátt­ anna hjá RÚV. „Það er ákveðinn samstarfs­ samningur á milli norrænu ríkis­ sjónvarpsstöðvanna sem RÚV er aðili að. Á hverju ári kemur hver og ein stöð með val um efni sem hinar stöðvarnar geta valið að sýna og sænska ríkissjónvarpið sýndi elleftu þáttaröð Með okkar augum áhuga. Þetta verður sýnt á stöðinni UR sem er undir sænska ríkissjónvarpinu en þar er lögð áhersla á á fræðsluefni frekar en fréttir eða spennuþætti.“ Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi og hlutu árið 2017 bæði Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar og verðlaun sem menningarþáttur ársins í sjónvarpi á Eddunni. „Finnska ríkissjónvarpið sýndi frá þáttunum fyrir nokkrum árum þar sem þeir vöktu mikla athygli. Ég man að við fengum bréf frá aðdá­ endum sem sýndi að þeir vöktu athygli sem undirstrikaði mikil­ vægi þáttanna fyrir okkur og fyrir málstað fatlaðs fólks. Mér vitandi er form þáttanna einsdæmi á Norður­ löndunum og í Evrópu.“ n Með okkar augum sýnt í sænsku sjónvarpi Íslandsdeild Amnesty International kom fyrir fangelsisgámum fyrir utan Hallgrímskirkju í gærkvöldi. Gjörningurinn er hluti af átaki sem einkennist af gulum lit sem er ætlað að vekja athygli á máli Ciham Ali, bandarísks ríkisborgara sem hefur verið í haldi í Erítreu síðustu níu ár. Frásagnir herma að fangar í gámum neðan- jarðar í Erítreu hafi margir látið lífið af völdum pyndinga, hungurs eða í kjölfar annarrar hrottalegrar meðferðar í þessum fangelsum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 Fréttir 19. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.