Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2021, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 19.11.2021, Qupperneq 14
Þetta var fyrsta skrefið en nú þarf að stofna til frekara samtals við almenning um það hvernig kolefnishlut- laust Ísland við viljum. Við upphaf COP fóru þjóðarleiðtog- ar upp í pontu hver á eftir öðrum og ræddu um hversu alvarlegt vanda- mál loftslagsbreytingar væru og að við þyrftum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við þeim. Eftir slíkar yfirlýsingar skaut því skökku við þegar þeir tilkynntu markmið sín, sem voru í engu sam- ræmi við það neyðarástand sem þeir höfðu lokið við að lýsa. Þjóðarleiðtogar brugðust því núverandi og komandi kynslóðum, með því að skorta pólitískan vilja til að tryggja það að við takmörkum hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu, sem er eini valkosturinn í stöðunni ef við viljum eiga mögu- leika á farsælli framtíð fyrir okkur og þær lífverur sem deila með okkur plánetunni. Það er þó lán í óláni að aðildarríki samningsins skildu að núverandi markmið sem stefna okkur í 2,4 gráða hlýnun eru óásættanleg, og var því ein niðurstaða ráðstefnunn- ar að hvetja aðildarríki til að upp- færa markmið sín strax á næsta ári. Eins og forseti COP26, Alok Sharma, og aðalritari SÞ, António Guterres, höfðu orð á, tókst okkur í Glasgow að halda markmiðinu um 1,5 gráður á lífi, en það er því miður í öndunarvél í bili, og lífslíkur þess ráðast alfarið af því hvort ríki upp- færi markmið sín að ári liðnu og breyti yfirlýsingum í aðgerðir, og það strax. Ísland er þar alls ekki undan- skilið, en það er alveg ljóst að við höfum fulla burði til að gera miklu betur. Ísland er, og hefur verið, hluti af sameiginlegu landsframlagi með ríkjum Evrópusambandsins og Nor- egi til Parísarsáttmálans, en upp- færða markmiðið hljóðar nú upp á 55% samdrátt í losun fyrir svæðið sem heild fyrir 2030. Útfærsla á þessu markmiði stendur enn yfir svo við vitum ekki hver hlutur Íslands verður, þ.e.a.s. hvað Íslandi verður úthlutað miklum samdrætti. Við vitum þó að ríki sem eru einnig hluti af þessu sameiginlega framlagi hafa sett sér, og lögfest, sjálfstæð markmið um samdrátt í losun fyrir 2030 sem ganga lengra en sá hlutur sem þeim verður úthlutað, og þarf Ísland að gera slíkt hið sama. Ísland sendi svo inn, í fyrsta skipti fyrir þessa ráðstefnu, langtíma- áætlun um litla losun gróðurhúsa- lofttegunda. Þar var stillt upp sviðs- myndum sem sýna mismunandi leiðir til að ná kolefnishlutleysi á Íslandi fyrir 2040. Þetta var fyrsta skrefið en nú þarf að stofna til frek- ara samtals við almenning um það hvernig kolefnishlutlaust Ísland við viljum, ákvarða það, uppfæra lang- tímaáætlunina okkar og senda inn. Þannig getum við mætt á næstu loftslagsráðstefnu með framlag sem sýnir að Ísland ætlar að gera sig gildandi í loftslagsmálum og sýnt í verki að við viljum svo sannarlega stuðla að því að markmiðið um 1,5 gráður raungerist, líkt og stjórnvöld hafa margsinnis lýst yfir. Ég enda því á ákalli til komandi ríkisstjórnar, og allra sem á þingi eða í valdastöðu sitja: Sýnið í verki að ykkur er annt um framtíð okkar allra. Augu núverandi og komandi kynslóða hvíla á ykkur, og valið er einfalt: Að vera minnst fyrir aðgerðaleysi, eða hugrekki og metn- aðarfullar aðgerðir sem tryggðu far- sælt líf fyrir komandi kynslóðir. n Í kjölfar COP26 Tinna Hallgrímsdóttir formaður Ungra umhverfissinna Samkvæmt lögum um heilbrigðis- þjónustu (nr. 40/2007), lögum um réttindi sjúklinga (nr. 74/1997) og lögum um sjúkratryggingar (nr. 112/2008) er kveðið á um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og annarri stöðu þess sem fær þjónustuna. Nú er það svo að landfræðilegar ástæður geta ein- mitt skekkt stöðu fólks efnahags- lega og á annan hátt. Það á t.d. við gagnvart heilbrigðisþjónustu. En undanfarin ár hefur hluta af þess- um hindrunum verið rutt úr vegi og svokölluð fjarþjónusta hefur rutt sér til rúms og náð að jafna aðstöðu fólks sem á einhvern hátt getur ekki nýtt sér staðþjónustu sem í boði er yfirleitt eingöngu í Reykjavík og í örfáum tilfellum á stærri þéttbýlisstöðum landsins. Þannig hefur SÁÁ þróað fjarþjón- ustu fyrir fólk með fíknisjúkdóm og aðstandendur þess. SÁÁ hefur notið góðrar samvinnu við Kara Connect sem býður upp á tækni- lausnir, sem uppfylla allar kröfur og öryggisstaðla Landlæknisemb- ættisins. Þessi þjónusta gagnast fólki með fíknisjúkdóma sem býr ekki í eða við Reykjavík eða á eða við Akureyri þar sem SÁÁ rekur göngudeildir með staðþjónustu. Aðstandendur þessa fólks geta einnig fengið fjarþjónustu sam- bærilega þeirri sem veitt er í stað- þjónustu. Það er því í meira lagi undar- legt að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) neita beinlínis að greiða fyrir þessa þjónustu. Undarlegt þegar ofangreind lög eru lesin, því með afstöðu sinni brýtur SÍ þvert gegn markmiðum þessara laga og þar með er SÍ orðið lögbrjótur sem heil- brigðisráðherra ætti að minnsta kosti að kalla á beinið ef ekki stefna þeim fyrir dómstóla. Með afstöðu sinni vinna SÍ gegn vernd á and- legu, líkamlegu og félagslegu heil- brigði landsmanna, vinna gegn almennum mannréttindum og mannhelgi og veikja réttarstöðu sjúklinga á Íslandi. Með afstöðu sinni vinnur SÍ gegn því að tryggja sjúkratryggðum aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heil- brigðisþjónustu óháð efnahag. Sjúkratryggingar Íslands gera sér ekki grein fyrir þeim fordómum og tortryggni sem þær ala á, gera sér ekki grein fyrir þeim þjáningum sem þær valda beint og óbeint og virða ekki hlutverk sitt að gæta hagsmuna þeirra sem þjónustuna eiga að fá. SÍ leikur þann leik að mismuna því fólki sem á sér fáa málsvara og getur illa beitt sér til að viðhalda réttindum sínum. Nú getur yfirstjórn SÍ auðvitað slegið þann fyrirvara að hún greiði ekkert nema samkvæmt samning- um við þá sem veita þjónustuna. Þó það nú væri. En sá fyrirsláttur missir marks þegar sama yfirstjórn SÍ hefur dregið það í yfir 20 mánuði að ganga til samninga við SÁÁ um þjónustuna. Allan tímann hefur SÁÁ ítrekað, reglubundið, nauðsyn þess að ljúka þessu ferli. Það verður auðvitað að taka með í reikninginn að samningaferli um þetta atriði er ekki mjög flókið, vegna þess að til er samningur milli aðila sem kveður á um sams konar þjónustu í stað- þjónustu. Eina sem þarf að gera er að bæta inn í samninginn orðunum „og fjarþjónusta sem veitt er sam- kvæmt stöðlum Landlæknisemb- ættisins“. Er til of mikils mælst að yfirstjórn Sjúkratrygginga Íslands gangist við ábyrgð sinni? n Listin að mismuna Hörður J. Oddfríðarson dagskrárstjóri SÁÁ á Akureyri MÁL OG MENNING BÓKABÚÐ HEFUR OPNAÐ AFTUR! Mikið úrval og gott verð. Kíktu við á Laugavegi 18. MÁL OG MENNING BÓK ABÚÐ Laugavegi 18 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | www.forlagid.is 14 Skoðun 19. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.