Fréttablaðið - 19.11.2021, Síða 18

Fréttablaðið - 19.11.2021, Síða 18
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Nýi miðbærinn á Selfossi hefur vakið mikla athygli frá opnun hans í sumar og þykir hafa heppnast sérlega vel. „Gömlu“ nýju miðbæjarhúsin falla mjög vel að umhverfinu og mörgum finnst eins og þau hafi staðið þarna um langa hríð. Það má sannarlega segja að miðbærinn hafi breytt ásýnd Selfoss og mikil aukning hefur verið á gestakomum í bænum. „Landsmenn hafa notið þess að ganga um stræti og torg og kíkja á veitingastaði og í þær versl- anir sem þar eru,“ segir Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags sem stýrir uppbyggingu nýja miðbæjarins. Nýi miðbærinn eykur þjónustu- framboðið sem fyrir var, en Sel- foss er stærri bær en f lesta grunar, með um tíu þúsund íbúa og þeim fer hratt fjölgandi. Auk þess þjónustar Selfoss nágrannabæi sína og mjög mikinn fjölda sumar- húsagesta á Suðurlandi. Þægileg jólastemning Á aðventunni sem er fram undan verður mikið lagt upp úr því að skapa huggulega og þægilega jólastemningu í miðbænum, segir Vignir. „Jólaskreytingar í mið- bænum eru mjög metnaðarfullar og við viljum að það sé upplifun að koma í miðbæinn á aðvent- unni. Þá er skjólsælt þar og mikið lagt upp úr fallegum skreytingum, innan húss og utan. Sjón er sögu ríkari.“ Selfyssingar eiga ýmsar skemmtilegar jólahefðir og þar ber hæst koma jólasveinanna úr Ingólfsfjalli, yfir Ölfusárbrú og inn í bæinn, til að heilsa upp á börn og fullorðna með söng og tralli. „Á aðventunni í ár verður einnig boðið upp á ýmsa viðburði og uppákomur á Brúartorgi allar aðventuhelgarnar til að auka á stemninguna og jólablæinn, en auðvitað með fyrirvara um að samkomutakmarkanir og sótt- varnir gefi okkur grænt ljós.“ Losnum við erilinn Það er tilvalið fyrir íbúa höfuð- borgarsvæðisins að losna við eril borgarinnar og gera góð kaup fyrir austan fjall, bætir Vignir við. Nokkrar mjög skemmtilegar verslanir eru í nýja miðbænum, auk þeirra sem fyrir eru á Sel- fossi. „Stærst þeirra er verslunin Motivo, þar sem mæðgurnar Erla Gísladóttir og Ásta Björg Kristins- dóttir bjóða upp á fjölbreyttan tískufatnað fyrir konur, karla og börn auk fallegra hönnunarvara. Þessi verslun, sem áður var rekin á Austurvegi, er orðin eins konar áfangastaður meðal gesta og nýtur mikilla vinsælda, enda fara þær nýjar leiðir til að taka á móti viðskiptavinum. Þar ber hæst búbblubarinn svokallaða, sem er inni í búðinni. Þar er boðið upp á freyðivín á krana, auk annarra léttra veitinga, til dæmis kaffi- bolla eða ölglas.“ Viðburðir, gleði og góður matur alla aðventuna Það er svo sannarlega hægt að njóta lífsins í mat og drykk á aðventunni á Selfossi. Þar er nú fjölbreytt f lóra veitingastaða og þar ber hæst Mjólkurbúið, sem er sannkallað matarmenningarhús. „Þar eru átta veitingastaðir, tveir barir og sýningin Skyrland, í 1.500 fermetra rými með sæti fyrir yfir 300 manns. Húsið er frábærlega hannað af Hálfdáni Pedersen og félögum og er innblástur sóttur víða, meðal annars í verk Guðjóns Samúelssonar, sem var arkitekt upprunalega hússins. Í mathöll- inni í þessu glæsilega endurreista húsi Mjólkurbús Flóamanna eru veitingastaðir að matreiða frá- bæran mat á grillum, ofnum og pottum og pönnum. Það ættu allir gestir svo sannarlega að finna eitt- hvað við sitt hæfi.“ Réttir sem allir þekkja Rétt við Mathöllina, á horni Brúarstrætis, er Bæjarís, ísbúðin skemmtilega sem rekin er af Kjörís. Úrvalið er mikið og fjöl- breytt, og á aðventunni verður nóg af heitu kakói og rjóma. Nýjasti veitingastaðurinn í mið- bænum er síðan Joe and the Juice, við Austurveg og blasir við þeim sem koma yfir Ölfusárbrúna. Þar er boðið upp á það sama og þjóðin þekkir orðið vel: frábæra og holla safa, gott kaffi og samlokurnar einstöku. Mögnuð saga í Skyrlandi Fjölmargir viðburðir verða í mið- bænum á Selfossi um aðventuna að sögn Vignis, auk þess sem það er kjörið að heimsækja hina frábæru nýju sýningu um íslenska skyrið, þar sem þjóðarrétturinn gamli er sýndur í alveg nýju ljósi. „Skyrland er lifandi og skemmtileg upplifunar- sýning um skyr og matarmenningu Íslands sem reynir á öll skilningar- vit. Þú horfir, snertir, þefar, hlustar og síðast en ekki síst: smakkar! Ólíkt öðrum gömlum þjóðarréttum okkar Íslendinga þá hefur skyrið öðlast nýtt líf í nútímanum og er nú í boði á milljónamörkuðum víða um heim. Þetta er merkileg saga.“ Í Skyrlandi kynnast gestir ævintýri skyrsins í stuttu mál og lifandi myndum. „ Skyr á sér langa sögu þar til það varð heimsfræg ofurfæða á 21. öld. Mæður kenndu dætrum sínum listina sem síðan kenndu sínum dætrum. Frá land- námi fram á okkar daga hefur skyrið nært okkur og styrkt okkur í gegnum súrt og sætt.“ Nánari upplýsingar má finna á skyrland.is. Jólin eru komin í jólabúðina Mistiltein. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nýi miðbærinn er glæsileg viðbót við Selfoss. MYND/AÐSEND Nýi miðbærinn breytir mjög miklu fyrir ásýnd Selfoss. MYND/AÐSEND Mjólkurbúið er sannkallað matarmenn- ingarhús. MYND/AÐSEND Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, rekstrarstjóri Skyrlands og Ísey Skyr Bar, með nýju jóla- skálina. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Þessir veitingastaðir bjóða upp á frábæran mat í Mjólkurbúinu á Selfossi: n Samúelsson matbar Flottur alhliða veitingastaður í bistro stíl sem býður meðal annars upp á steikur, fisk, samlokur og spjót. n Flatey Pizza Fjórði staður Flateyjar Pizzu sem býður upp á frábærar Napolí-pítsur sem landsmenn þekkja og elska. n Smiðjan brugghús Gríðarlegt úrval góðra sunnlenskra bjóra og framúrskarandi hamborgar og kjúklingar. Verður varla betra. n Menam Austurlenskur staður sem allir Selfyssingar þráðu að sjá í mathöllinni og hefur ekki valdið vonbrigðum. n Romano Pasta Street Food Ferskt heimagert pasta og ferskar heimagerðar sósur. Þetta er pasta eins og það verður best. n El Gordito Taco Fjölbreytt taco með kjöti, fiski eða grænmeti. Fjöl- breytt meðlæti, sósur og salöt sem njóta mikillar vinsælda. n Dragon Dim Sum Spennandi réttir sem eru bornir fram með óvenjulegum og ótrúlega spennandi hætti. n Ísey skyrbar Hinir frábæru skyrréttir sem þjóðin þekkir og börn og fullorðnir elska. Ljúffengt, ferskt og hollt. Á efstu hæð hússins er síðan Risið vínbar, nýr og notalegur vín- og kokteilbar. Þar er tilvalið að stoppa og njóta góðra vína og kokteila í afslöppuðu og þægilegu umhverfi. Nánar á mjolkurbu.is. Þessar verslanir eru í nýja miðbænum: n Penninn/Eymundsson Jólabækurnar eru ómissandi og allt sem þarf til að pakka inn jólagjöfum auk ritfanga og hönnunarvara. n Tiger Mikið úrval skemmtilegra jólagjafa og nytjavöru fyrir alla aldurshópa. Verslun sem kemur á óvart. n 1905 Blómahús Fjölbreytt úrval blóma, skreytinga og gjafavöru. Fyrir utan er blómasjálfsali sem vakið hefur mikla lukku. n Listasel Gallerí Falleg og fjölbreytt íslensk myndlist og handverk sem hefur algjörlega slegið í gegn. Nýir listamenn kynntir mánaðar- lega. n Mistilteinn Jólabúð allt árið sem að sjálfsögðu er stútfull af skemmtilegum jólavörum á aðventunni. Ómissandi viðkomu- staður í desember – og allt árið! n Motivo Fjölbreytt og vönduð tísku- og hönnunarvara sem vakið hefur mikla athygli. Einnig boðið upp á huggulegan freyðivínsbar. n Shay Glæsileg snyrtivörubúð sem býður upp á öll vinsælustu vöru- merkin og mikið úrval jólagjafapakka. n Hlaðan Barnafatabúðin sem margir þekkja sem öfluga netverslun á hladan.is er að opna snotra verslun í miðbænum þar sem boðið er upp á fjölbreytt og falleg umhverfisvottuð barnaföt. n Norza Living Stórskemmtileg pop-up búð með einstaka hönnunar- og heimilisvöru sem kemur frá Afríku. Erla Gísladóttir (t.v.) og Ásta Björg Kristinsdóttir eru eigendur Motivo sem er staðsett í nýja miðbænum á Selfossi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vignir Guð- jónsson, framkvæmda- stjóri Sigtúns þróunarfélags 2 kynningarblað A L LT 19. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.