Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 26
Jóladagaspil
Aðventan er sá tími sem við viljum
njóta sem mest og best. Kærleikurinn
fellur aldrei úr gildi, eða gjafmildi, jóla-
söngur og ljúfar samverustundir.
1.
Jólalögin byrja í
útvarpinu. Þú syngur
hástöfum með þangað
til nágrannarnir minna
þig á að það er hánótt.
Ferð fimm falala áfram.
2.
Þú gerir óska-, köku-,
jólagjafa- og jóla-
kortalista. Gerir svo
lista yfir listana. Situr
hjá eina umferð.
3.
Þú vinnur opna
innanhússmótið í
síðbúnum aðventu-
krönsum. Ferð þrjár
grenigreinar áfram.
4.
Þú finnur flottustu
jólaföt í heimi á
alla fjölskylduna á
Rauðakrossmarkað-
inum í Konukoti.
Færð fimm rokkstig.
5.
Þú stappar niður
fótunum, ruggar
þér í lendunum
og snýrð þér í
hring.
6.
Malt, appelsín og ...Col-
lab? Heitt kakó? Baileys?
Þú gerir tilraunir sem þér
finnst ganga ágætlega þar til
slökkviliðið kemur á staðinn.
Situr hjá eina umferð.
7.
Nú er kominn tími
á skattaframtalið.
Djók! Kakó og kerta-
ljós. Hjúfrar þig eina
umferð.
8.
Nú skal skreyta!
Þú setur jóla-
seríu á þvotta-
fjallið í stofunni
og dáist að
fegurðinni. Þrjár
perur áfram.
9.
Þú endurvekur hinn
þjóðlega sið, jólaglögg-
ið. Orðar brúsínurnar
og ert rúmliggjandi í
fjórar umferðir.
10.
Þú kaupir tíu kíló af makkintossi og
situr heilt kvöld við að flokka í góða
og vonda. Selur vondu á bland og
kemur út í svimandi gróða. Farðu
beint á Þorláksmessu.
11.
Þú setur skóinn út
í glugga en gleymir
að fara úr honum
fyrst. Tapar einum
degi.
12.
Þú ferð í Góða
hirðinn og finnur
fullkomnar jóla-
gjafir handa öllum!
Græðir eitt kolefnis-
fótspor.
13.
Þú kaupir rautt og grænt hár-
sprey fyrir gæludýrin. Þau eru
mjög hress og hylla þig sem?
Eða ekki. Situr hjá í eina umferð
meðan stífkrampasprautan er
að virka. 14.
Þú skiptir um raf-
hlöður í öllum reyk-
skynjurunum enda
eru jólin eldvarnar-
hátíðin mesta. Ferð
beint á aðfanga-
dagskvöld.
15.
Þú skerð kerti og jóla-
kúlur í laufabrauðið. Sigga
frænka sér eitthvað allt
annað. Situr í skammar-
króknum eina umferð.
16.
Tjáningarríki
jóladansinn
þinn inni á Tik-
Tok. Þú slærð
öll fyrri met.
Farðu beint á
sólstöður.
17.
Jólatréð í stofu
stendur! Líður greini-
lega mun betur þar en
úti í kuldanum í næsta
garði. Fimm stig fyrir
útsjónarsemi.
24.
Þú vannst! Verðlaunin eru jólatré,
jólamatur, jólagjafir, jólaljós og
jólafriður. Gleðilega hátíð!
18. Bakar smákökur eftir
uppskrift sem þú
hefur aldrei prófað
áður. Var það ekki
örugglega teskeið?
Græðir þrjá hnerra.
20.
Ferð í heimabankann
og borgar alla jóla-
happdrættismiðana
og gíróseðlana. Glæðir
jólagleði í þínu hjarta.
21.
Þú setur spritt og sér-
sniðna grímu út í glugga
handa Gáttaþef og færð
í staðinn gjafabréf fyrir
tvo í skötu. Farðu tvo reiti
áfram.
19.
Þú sérð við jóla-
stressinu og ferð í
nudd, fótsnyrtingu og
andlitsbað. Situr hjá
eina umferð en það er
svoooo þess virði.
23.
Þú snæðir skötu
í hádeginu og
seinnipartinn er
þér vísað út úr
Bónus. Kemst
heim rétt í tæka
tíð til að skreyta
jólatréð.
22.
Vetrarsólstöður í dag. Blótar
öllum og ömmu þeirra hressi-
lega í biðröðinni á pósthúsinu.
Græðir hækkandi sól.
19. nóvember 2021 jól 2021 6 fréttablaðið