Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2021, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 19.11.2021, Qupperneq 34
Hjá Margréti Erlu Maack hefur skapast óvenjuleg hefð á aðfangadagskvöld. thordisg@frettabladid.is „Fjölskylduhefðin er sú að það er aldrei það sama í matinn á aðfanga- dagskvöld. Einn til tveir sjá um að elda jólamatinn á meðan aðrir fjölskyldumeðlimir mega ekkert vita fyrr en sest er til borðs,“ ljóstrar Margrét Erla Maack, sjónvarpskona með meiru, upp um jólahaldið með stórfjölskyldunni. Hún segir hefðina hafa skapast nokkuð óvænt og alveg óvart. „Þetta gerðist af sjálfu sér og átti sér fleiri en einn aðdraganda. Fyrst þegar mamma vann á tímabili í barnafataversluninni Bangsa í Bankastræti og var lítið heima í desember. Þegar aðfangadagur rann upp var hún búin á því. Á öðru tímabili var pabbi oftar en ekki að messa á aðfangadagskvöld og kom að loknum aftansöng beint heim í mat. Í seinni tíð er ég sjálf oft og iðulega að veislustýra við manna- mót á aðventunni og komin með yfrið nóg af jólamat þegar jólin loks koma,“ greinir Margrét Erla frá um ástæður óvenjulegrar jólahefðar fjölskyldunnar á aðfangadagskvöld. „Hefðin er ótrúlega skemmtileg og það er engin regla á því hver fær að sjá um matseldina. Ég er frekust og fæ nú að elda í þriðja sinn í röð. Við systurnar sáum fyrst um þetta aleinar þegar ég var sautján ára og hún átta ára. Þá vorum við með innbakaða kengúrulund með mole. Önnur eftirminnileg jól vorum við með indverskt tvist á jólamatnum, tandoori-humar og vindaloo-mar- inerað hreindýr. Þetta hefur alltaf heppnast vel og við höfum aldrei þurft að grípa til frosinnar pitsu af því jólamaturinn misheppnaðist. Ein jólin bauð pabbi upp á reyktan hana en gleymdi því að mér þætti reykt kjöt ekkert spes. Það slapp fyrir horn því haninn var aðeins einn aðalréttur af þremur og auð- vitað var nóg af gómsætu meðlæti.“ Besta hrósið sem Margrét Erla hefur uppskorið fyrir jólamatseld- ina á aðfangadagskvöld fékk hún frá systur sinni. „Eftir að hafa borðað tvo fulla diska með öllu og annan með bara meðlætinu lagðist hún fyrir með fullt staup af jólasósunni sem hún dreypti á yfir pökkunum,“ rifjar Margrét Erla upp og hlær að minn- ingunni. Kalkúnn með saltkringlum Í fyrra voru fyrstu jólin sem systurnar voru báðar með lítil börn. „Þá var ekki alveg hægt að vera með margrétta jólakvöldverð sem tæki of langan tíma að elda, borða og njóta. Það þurfti að vera matur sem „stæði vel“. Ég eldaði því kalkún með alls konar meðlæti og Enginn veit jólamatinn fyrr en sest er til borðs Margrét Erla sá fyrst um jólamatinn á að- fangadagskvöld þegar hún var sautján ára og naut þá liðsinnis átta ára systur sínnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Hugmyndaflug ræður ríkjum í jólamatseldinni hjá Margréti Erlu Maack. MYND/AÐSEND gef hér uppskrift að mjög skemmti- legri kalkúnafyllingu og góðu salati,“ segir Margrét Erla sem mælir með að þíða kalkún í skemmti- legum vökva. „Í fyrra bjó ég til lög úr saltvatni, hátíðarblöndu, anís, rósmarín, mandarínum og fennelfræjum. Ég notaði kalkúnabringur því mér finnst auðveldara að elda þær en heilan kalkún, og svo mæli ég með að skreyta þær á skemmtilegan hátt, til dæmis með saltkringlum, rósmaríni og granateplafræjum.“ n Piparkökuhnappastöffing Margrétar Erlu Hér gildir að setja mikið af því sem þú fílar, minna af öðru eða sleppa því. Piparkökuhnappar Beikon Valhnetur Sellerí Grænt epli Skalottlaukur Fullt af smjöri Má líka setja sveppi og döðlur Steikið beikonið í litlum bitum. Það má einnig nota beikonkurl. Þegar beikonið er orðið stökkt má setja smjörið út í. Þegar smjörið bráðnar skal setja skalotlauk, valhnetur og piparkökuhnappa saman við og merja hnappana aðeins. Í lokin fer epli og sellerí út í og er fyllingunni haldið heitri í ofninum þar til hún er borin fram. Mandarínusalat stórfjölskyldunnar Þetta salat er rosalega gott með kalkún, önd og hnetusteik. 3 mandarínur, skerið hvern bát í þrjá bita 1 fennel 30 myntulauf (sirka) ½ granatepli (best er að taka það í sundur í skál fullri af vatni) Smávegis salt og pipar Gjafabréf Icelandair er ávísun á eitthvað alveg einstakt. Hvert sem förinni er heitið, vestur eða austur, geturðu gefið draumaferð einhvers sem þér þykir vænt um byr undir báða vængi. icelandair.is 19. nóvember 2021 jól 2021 14 fréttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.