Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 52

Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 52
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Eðalrein Magdalena Sæmundsdóttir, eða Ella Magga eins og hún er kölluð, er alltaf með eitthvað á prjónunum og þá sérstak- lega fyrir jólin. Frá árinu 2018 hefur hún búið til jólahúfu-uppskrift sem hún gefur fylgjendum sínum á Instagram- síðunni Amma Loppa. Ella Magga f lutti til Noregs árið 2016 og smitaðist þá almennilega af prjónabakteríunni þó að hún hafi fram að því alltaf verið með eitthvað á prjónunum. „Það fór einhvern veginn þann- ig að í þessu frábæra prjónasam- félagi sem er á Norðurlöndunum þá settist prjónabakterían heldur betur að. Ég fór að gera eigin upp- skriftir árið 2018 og selja og það hefur bara vaxið og dafnað,“ segir Ella Magga, sem steig stórt skref í haust, sagði upp starfi sínu til 16 ára og fór að búa til prjónaupp- skriftir af fullum krafti. „Það er voða mikið trend að selja jólauppskriftir hér á Norður- löndum. Eitthvað sem mér fannst frekar skrítið því jú, þetta eru f líkur notaðar í stuttan tíma. Að selja uppskrift að jólahúfu var aldrei eitthvað sem ég ætlaði að gera. Ég vildi gefa þær með því hugarfari að þakka fyrir við- skiptin á árinu. Mín jólagjöf til minna kúnna,“ segir hún. Jólahúfurnar eru ólíkar á milli ára og Ella Magga segir að það sé misjafnt hvernig hugmyndirnar þróast og hversu langan tíma það tekur að búa til uppskriftirnar. „Þetta er auðvitað alltaf vinna, því ég prjóna sjálf húfu, geri síðan uppskrift sem tekur mislangan tíma eftir því hvernig húfan er. Ég prjóna í f lestum tilfellum sjálf 2 til 3 húfur og læt síðan prufu prjóna þær áður en ég set uppskrift á síðuna mína. Ég er svo heppin að hafa kynnst henni Silju í Maro og er búin að eiga gott samstarf við hana í gegnum árin vegna vals á garni. Ég hef notað Pernilla frá Filcolana í seinustu þrjár húfur, garn sem ég nota mjög mikið,“ segir hún. Það besta frá báðum löndum Ella Magga segist líka hafa búið til prjónauppskriftir af jólaspariföt- um og þar sem það taki svo langan tíma fyrir hana að prjóna kjólana á ömmustelpurnar og vesti á ömmustrákinn sé ekki mikill tími afgangs í að prjóna jólagjafir eða eitthvað handa sjálfri sér. Jólin í Noregi eru ólík íslenskum jólum á margan hátt, að sögn Ellu Möggu. Hún segir að þar sé minna stress og Norðmenn leggi mikla áherslu á hefðir í mat og samveru. „Maturinn er ekkert hopp og hí samt, pinnakjöt, síld og alls konar gamaldags matur sem við erum ekki vön. Aðventan snýst ekki um að versla, það er oft bara búið í desember eða að fólk pantar á netinu og klárar þetta frá og er svo í því að njóta og vera saman,“ segir hún og bætir við að hún og hennar fjölskylda úti haldi eins íslensk jól og þau geta. „Hér er hægt að kaupa malt og appelsín um jólin í norskri verslun, við reynum að fá konfekt og hangikjöt frá Íslandi og þá eru jólin fullkomin. Eldum ham- borgarhrygg eða lambalæri, sem er bara gott hérna. Það má því segja að við fjölskyldan tökum allt það besta frá báðum löndum, rólegheitin frá Noregi og matinn frá Íslandi, en leggjum okkur mest fram um að vera saman og njóta.“ Ef lesendur vilja fylgjast með Ellu Möggu má fylgja henni á Instagram og Facebook þar sem hún er undir nafninu Amma Loppa eða á vefsíðunni amma- loppa.is. n Jólahúfan er gjöf til fylgjendanna Ella Magga segir jólin í Noregi að mörgu leyti ólík þeim íslensku. Hún og hennar fjölskylda taka það besta frá báðum löndum. MYNDIR/AÐSENDAR Jólahúfa Ömmu Loppu 2021 Húfan er prjónuð í hring, með fallegu munstri fyrir ofan kant- inn. Hún er nokkuð löng, það er langt á milli þess sem er tekið úr og auðvelt að breyta því, ef hugurinn stendur þannig. n Stærð: 6 til 18 mán., 2 til 4 ára, 4 til 6 ára, 6 til 10 ára. n Ummál í cm: 43, 45, 50, 55. n Tillögur að garni: Pernilla frá Filcolana, garnið fæst hjá Maro á Hverfisgötu eða í netverslun www.maro.is. n Magn í g: 100 g af aðallit í allar stærðir, 50 g af munsturlit. Húfan er frá 60 til 80 g. n Prjónafesta: 22/10 á prjóna nr. 4. Það þarf að nota hringprjón númer 3,5 og 4 og einnig sokka prjóna númer 4, dúsk eða skúf. Kaffi og konfekt á kantinum, ásamt jólalögum. n Skammstafanir: Ella Magga forðast skammstafanir en ef þess þarf notar hún : PM fyrir prjónamerki, KL fyrir kant- lykkju og CM fyrir sentimetra. Húfan 1. Fitjaðu upp 90, 100, 110, 120 lykkjur á lítinn hringprjón númer 3,5. Notaðu laust uppfit eins og silfurfit eða álíka. 2. Stroffið er prjónað, ein slétt og ein brugðin þar til það er orðið 9, 9, 10, 10 cm. Eða lengra/ styttra ef þú vilt. Ella Magga miðar við að það sé brett upp. 3. Þá skaltu skipta á prjón númer 4 og prjóna 2 umferðir sléttar áður en þú prjónar munstrið. 4. Í fyrstu umferð eftir að munstri lýkur er aukið út í 96, 104, 112 lykkjur, en þú þarft ekki að auka út í stærð 6 til 10 ára. Prjónar þar til stykkið mælist 10, 12, 13 , 16 cm, mælt frá stroffi. Úrtaka 1. Prjónaðu 10, 11, 12, 13 lykkjur, prjónaðu tvær sléttar saman, endurtekur út umferðina, prjónar 9 umferðir án úrtöku. 2. Prjónaðu 9, 10, 11,12 lykkjur, prjónar tvær sléttar saman, endurtekur út umferð. Prjónar 9 umferðir án úrtöku. 3. Úrtakan er gerð með 9 umferða millibili og fækkar lykkjunum um eina í hvert sinn sem þú tekur úr þar til það eru 2 lykkjur á milli úrtöku. Þá skaltu prjóna tvær og tvær saman hringinn og draga síðan endann í gegn og herða vel. Skúfur Margir vilja hafa loðinn dúsk á endanum á húfunni. Ellu Möggu finnst það mjög smart. „Ég er einhvern veginn samt alltaf mest skotin í þessum gamaldags skúf. Á YouTube er ágætt vídeó sem sýnir hvernig á að gera skúf. Í leitarskilyrðin er sett Yarn tassel. Það er líka mikið af góðum vídeóum á Pinterest.“ Vandaðir krossar á leiði Íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar Leiðiskrossar 12 volt, 24 volt og 32 volt. Vönduð íslensk framleiðsla. Skemmuvegi 34 - 200 Kóp. Símar: 554 0661 - 699 2502 - 897 4996 19. nóvember 2021 jól 2021 32 fréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.