Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 54

Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 54
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is Söngkonan Svala Björgvins og sjómaðurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson eru eitt fegursta par landsins. Þau trúlofuðust á aðventunni í fyrra og segja jólin róman- tískan tíma þar sem þau eru sáttust í faðmi hvors annars og ástvina. Hér svara þau því líka hvernig sívinsælt jóla- lag Svölu, Þú og ég um jól, snertir jólastrengi í hjörtum þeirra. Svona var það heima, við sögðum bæði Hvernig voru æskujólin ykkar heima, eins og segir í laginu? Svala: Mín æskujól voru yndisleg og ég á frá þeim undur- fallegar minningar. Mamma og pabbi voru og eru mikið jólafólk, það var alltaf mikið skreytt heima og stórt jólatré. Þau spiluðu mikið af æðislegri, amerískri jólatónlist með Nat King Cole, Dean Martin og fleirum, en það var aldrei nokkurn tímann spiluð jólatónlist með pabba heima. Jólatréð var sett upp á Þorláksmessu og ég man að þau pökkuðu inn gjöfunum okkar seint sama kvöld. Við Krummi áttum þá að vera farin að sofa en stundum læddumst við fram til að njósna um hvað yrði í pökkunum. Pabbi og mamma voru auðvitað fljót að fatta að við værum að læðupokast. Við höfum alltaf átt kisur og þær voru duglegar að rústa jólaskrautinu, hoppa upp í tréð og henda því niður. Það var bara orðin hefð að það gerðist. Á aðfangadag byrjaði pabbi svo snemma að elda jólamatinn og búa til sósuna, en rétt eftir hádegið þeystum við pabbi af stað eins og jólasveininn um allan bæ með jóla- pakka til fjölskyldunnar. Kristján: Ég átti frábær jól í æsku. Annað hvort vorum við bara fjölskyldan, ég, foreldrar mínir og tvær systur heima á aðfangadag, eða á Ófeigsstöðum hjá ömmu Svönu með tuttugu öðrum ættingjum. Á Þorláks- messu fórum við alltaf í graut til ömmu Helgu að Lækjarhvammi. Við systkinin erum öll mjög ofvirk og því var ein hefðin að leyfa okkur að velja einn pakka fyrir matinn til að róa okkur aðeins niður. Önnur hefð var á þann veg að sá yngsti var látinn lesa á jólapakkana en það var gegn mínum vilja því ég vildi það alls ekki. Ég var eins og fyrr segir frekar ofvirkt barn og átti það til að opna pakkana fyrir alla hina og hélt ég væri að hjálpa. Svo fékk ég auðvitað í skóinn og ef ég fékk kartöflu læddist ég með hana inn í herbergi Helgu systur um nóttina, skipti á skógjöfum jólasveinsins og lét Helgu fá kartöfluna. Svona vil ég hafa í ró og næði Snúast jólin um frið og rólega daga, eða viljið þið hafa líf og fjör, spil og boð? Svala: Undanfarin fimmtán ár hefur verið mikil keyrsla hjá mér í aðdraganda jóla og mikið af giggum. Því hefur aðfangadagur og jólahátíðin snúist um að borða góðan mat, slappa af, sofa og hafa það kósí. Ég elska að geta verið í náttfötunum þrjá daga í röð, borða mikið og kúra. Kristján: Hjá mér er það eigin- lega bæði. Stundum eru jólin voða keyrsla og mig langar í jólaboð og hitta fólk, en svo er ég stundum til í afslöppun og tjill. Ofvirknin í mér gerir það að verkum að ég á erfitt með að gera ekki neitt. Það þarf helst alltaf að vera að gera eitthvað. Við fundum okkar jól og út- koman er að þetta er komið frá þér og þetta kannski frá mér Hvernig eru ykkar jól? Gat ekki beðið með bónorðið á aðventunni í fyrra Kristján, sem stundum er kallaður Kleini, því hann borð- aði svo margar kleinur þegar amma hans stóð í kleinu- bakstri, segist hafa dottið á hnéð fyrir jólin í fyrra því hann gat ekki beðið eftir að biðja um hönd Svölu sinnar. frétta- blaðið/eyþór Svala: Jólin hjá okkur eru voða afslöppuð. Bara að vera með fjöl- skyldunni, borða góðan mat, spila og verja tíma saman. Okkur finnst báðum mjög gaman að gefa gjafir þannig að við leggjum okkur fram í þeim efnum. Mér finnst ekkert endilega skipta máli að fá gjafir sjálf en þeim mun betra að vera sú sem gefur. Kristján: Ég fer brátt á sjóinn en verð kominn í land nokkrum dögum fyrir jól. Þá ætla ég bara að njóta þess að vera með konunni minni og fjölskyldunni hennar yfir jólin. Fjölskyldan mín verður úti hjá Kristjönu systur minni, manni hennar og dóttur, sem búa í Plymouth á Englandi. Þú og ég um jól, ein í alfyrsta sinn Ykkar alfyrstu jól; voru þau eftir- minnileg? Svala: Fyrstu jólin sem ég man eftir var þegar ég var sex ára. Pabbi var rosa duglegur að taka allt upp á vídeó þegar ég var að alast upp. Ég man að ég var í blómóttu pilsi, peysu við og hvítum skóm með pinkulitlum hæl, og fannst ég svo fín og mikil skvísa. Ég elskaði Barbie og fékk eiginlega bara Bar- bie-dót í jólagjöf. Krummi bróðir, sem þá var fjögurra ára, var á þessu tímabili að leika sér með matinn sinn og þegar eftirrétturinn kom fannst honum voða gaman að vera með beinið úr lambakjötinu ofan í ísnum til að láta það vera eins og skrímsli ofan í ísskálinni! Þetta aðfangadagskvöld voru hjá okkur hjón og nánir vinir foreldra minna frá London og í bakgrunni ómuðu yndislegir jólatónar frá Bing Crosby og Dean Martin. Kristján: Fyrsta jólaminningin mín er frá því ég var þriggja ára og fékk bláa krakkadráttarvél með tengivagni frá mömmu og pabba. Ég dýrkaði þennan traktor og var alltaf á honum úti um allt. Jólin sem ég fékk dráttarvélina vorum við á Ófeigsstöðum hjá ömmu Svönu og var traktorinn alltaf geymdur hjá ömmu svo ég gæti verið á honum í sveitinni. Ég held meira að segja að hann sé þar enn. Orðin svona stór en í hjarta mér finn, að stelpa lítil er sem langar heim til sín Finnið þið löngun til að vera í faðmi stórfjölskyldunnar á aðfangadags- kvöld eða viljið þið eiga ykkar eigin jól, bara tvö? Svala: Ég bjó í áratug í Los Angeles og fannst æðislegt að eiga sum jólin þar. Auðvitað kom yfir mig mikill söknuður og þess vegna var öll fjölskyldan hjá mér á Skype yfir jólin. Eftir því sem ég eldist langar mig miklu meira að 19. nóvember 2021 jól 2021 34 fréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.