Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 55

Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 55
Svala fékk sjokk á jólunum í fyrra vegna margra og flottra gjafa frá Kristjáni.Þegar jólin koma eru þakklæti og ást efst í huga Svölu og Kristjáns. Kristján verður 30 daga á sjó áður en hann kemst í jólafrí. Svala elskar að kúra og hafa það sem mest kósí um jólin. vera með fjölskyldunni minni yfir hátíðirnar. Mér finnst mikilvægt að eiga sem oftast samverustundir með þeim. Við Kristján höfum ekki alveg ákveðið hvar við verðum um þessi jól. Við ætlum bara að sjá til. Fyrstu jólin okkar Kristjáns voru yndisleg. Við vorum hjá foreldrum mínum og Krummi bróðir og konan hans Linnea voru þar líka. Geggjaður matur og bara ótrúlega ljúft. Jól hjá foreldrum mínum eru í dag voða afslöppuð og við erum öll komin í kósífötin eftir matinn. Kristján: Svo lengi sem ég er með þeim sem ég elska um jólin, þá er ég sáttur. En hér erum við og jólin okkar. Hvað eru jólin fyrir ykkur? Hafið þið komið ykkur upp ykkar eigin jólahefð? Svala: Fyrir mér eru jólin fjöl- skyldan, góður matur og samveru- stundir. Þakklæti og ást. Ég er ekki með neinar hefðir. Ég meika ekki stressið sem stundum er í kringum jólin og er yfirleitt búin að kaupa jólagjafirnar í byrjun desember. Ég vil ekki eyða of miklum tíma í búðum rétt fyrir jól. Það finnst mér ekkert gaman. Kristján: Jólin eru fjölskyldan, góður matur og að verja tíma með fólkinu sínu. Og jólapakkar; ég elska að gefa öðrum pakka. Okkar fyrstu jólum við aldrei gleymum, eins og dýran fjársjóð þær myndir geymum Á það við um ykkur? Þið trúlofuð- ust á aðventunni í fyrra. Er kannski jólabrúðkaup í vændum? Svala: Já, fyrstu jólin okkar voru æðisleg og fullkomin í alla staði. Og jú, við erum trúlofuð en við erum ekkert að flýta okkur að giftast. Við erum bara að taka okkar tíma og svo gerist það þegar tíminn er réttur. Kristján: Fyrstu jólin okkar Svölu voru mín fyrstu með ann- arri fjölskyldu en minni eigin. Mér fannst það æðislegt. Ótrúlega góður matur og góður félagsskap- ur. Jú, ég datt á hnéð á aðventunni í fyrra og það var bara vegna þess að ég gat ekki beðið. Við tvö og allt er nýtt, og annað en var, í okkar heimi orðin svona stór. Hvernig hafa jólin breyst eftir að ástin bankaði upp á; er allt orðið nýtt og annað en var? Svala: Þegar maður er ástfang- inn þá verða jólin mjög róman- tísk og krúttleg. Það að fá að eyða jólum með sínum sálufélaga er dýrmætt og fallegt. Kristján: Með Svölu breyttust jólin frá því að vera falleg í það verða enn fallegri og dýrmætari. Svo verður einhver seinna til að segja frá, hvað allt var hljótt þetta kvöld. Við horfðum hvort í annars augu, áttum veröld nýja, bara undrandi börn, ástin er blíð um jól. Eru jólin í ykkar huga rómantískur tími? Skerpast tilfinningar á milli fólks um jól og eru minningar jólanna hjartfólgnari en ella? Svala: Já, jólin eru tíminn til að styrkja fjölskyldu- og vinabönd. Fyrir mér eru þau tími til að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og ég verð alltaf smá væmin á þessum árstíma. Samt er ég í dag ekkert mesta jólabarnið, þó svo að ég hafi verið það sem krakki. Ég vil umfram allt vera með fólkinu sem er mér kærast og knúsa það mikið. Öll jól eru mikilvæg þó svo að þau séu aldrei eins. Þeim fylgja jú öllum minningar sem fylgja manni út lífið og gera líf manns ríkara. Kristján: Jólin hafa þannig áhrif á mig að ég verð væminn og smá dramadrottning. Ég var alltaf yngstur í krakkahópnum, og fékk þá mestu athyglina, þannig að Svala þarf að díla við það að sýna mér mikla athygli og ást yfir jólin. Mér finnst jólin vera rómantískur tími og það hefur þau áhrif á mig að ég verð svaka rómó á þessum árstíma. Hvað er efst á óskalistanum fyrir þessi jól? Svala: Ég er svo skrýtin með gjafir. Ég vil aldrei fá neinar gjafir því mér finnst mig aldrei skorta neitt. Mér finnst sælla að gefa en að þiggja. Kristján gaf mér ótrú- lega fallegar gjafir í fyrra og ég hef bara aldrei fengið svona mikið af jólagjöfum frá kærasta áður. Ég var í smá sjokki því þetta var svo mikið og flott. Ég hefði verið svaka sátt með fallegt ilmkerti. Ég elska ilmkerti og þeir sem þekkja mig vita að það er alltaf fullkomin gjöf fyrir mig. Kristján: Mér finnst óþægilegt að taka við gjöfum frá öðrum en er þeim mun meira í því að gefa öðrum pakka. Til hvers hlakkið þið mest á jólunum? Svala: Ég er voða mikil kósí- stemningstýpa og elska að horfa á bíómyndir í náttfötunum, lesa góða bók, kveikja á kertum og vera heima hjá mér. Kristján fer á sjóinn eftir nokkra daga og verður í heilan mánuð úti á sjó, en hann kemur í land fáeinum dögum fyrir jól og ég er strax orðin spennt að fá hann heim og vera með honum yfir hátíðirnar. Kristján: Elf bíómyndin! Ég hlakka til að geta horft á Elf nokkrum sinnum án þess að skammast mín. Hvað kemur ykkur í jólaskap? Svala: Jólaskapið kemur þegar byrjar að snjóa. Sérstaklega þegar snjó kyngir niður, allt verður svo undurhljótt úti og maður finnur frið við það eitt að horfa á snjó- korn falla. Svo er eitt lag sem kemur mér alltaf í jólaskap, það er Driving home for Christmas með Chris Rea. Ég upplifi alltaf mikla nostalgíu við að heyra það og það minnir mig á jólin þegar ég var lítil stelpa. Jólin eru svo mikið fyrir börnin og ef maður fær bara smá krakkafíling og nostalgíu er ég dottin í jólagírinn. Kristján: Það kemur mér í jóla- skap að sjá fólk í jólasveinabúning- um gefa krökkum manda rínur. Bakið þið til jólanna og eruð skreytiglöð? Svala: Nei, ég baka ekki fyrir jólin, en ég elska að borða jólasmá- kökur, tertur og góðgæti sem aðrir baka. Ég er alls ekki skreytiglöð og hef aldrei verið það. Ég á samt alveg nokkra jólahluti sem ég set alltaf upp en það er allt voða minimal- ískt í skreytingum hjá mér. Kristján: Hart nei. Hvað er fram undan í aðdrag- anda jólanna? Svala: Ég verð að gigga eins og vanalega. Ég var rosa mikið bókuð í nóvember og desember en svo voru reglur hertar á ný og mikið af þeim giggum hefur verið aflýst. Sem er alveg ótrúlega leiðinlegt. Við í bransanum höfum nánast verið atvinnulaus í að verða tvö ár og það tekur mikið á að geta ekki unnið við það sem maður hefur starfað við í tvo áratugi. Ég verð á Jólagestum Björgvins þann 18. desember í Laugardagshöllinni og líka á mjög krúttlegum tónleikum sem heita Litlu jólin í Bæjarbíói á Þorláksmessu. Í desember verða fleiri minni gigg og maður vonar bara að það haldi sér og einhverjar afléttingar verði. Á sama tíma skil ég hundrað prósent að þetta er nauðsynlegt inngrip þegar svona mikið álag er á spítölunum og virði það. En ég hef líka þá trú að það sé mjög mikilvægt fyrir fólk að kom- ast á tónleika og vera innan um annað fólk. Það hreinlega bjargar geðheilsunni að geta farið í leikhús og á tónleika, listsýningar og slíkt. Ég er sem betur fer mjög góð í því að vera æðrulaus og líta á björtu hliðarnar og það hjálpar mér þegar ástandið er svona. Á nýárinu er svo ný tónlist á leiðinni frá mér, í kjöl- far nýja lagsins, Birtunnar brú, og myndbandsins við það sem ég gaf út í september. Kristján: Hjá mér eru það 30 dagar umkringdur sveittum hásetum úti á sjó, að telja niður dagana þangað til ég kem heim til Svölu minnar. Verður þú óvæntur gestur og tekur lagið með Svölu á Jólagestum Björgvins, Kristján? Kristján: Ég hef allavega ekki verið bókaður, en ég bíð við símann. n Fylgist með Svölu og Kristjáni á In- stagram: @svalakali og @k.l.e.i.n.i 19. nóvember 2021 jól 2021 fréttablaðið 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.