Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 60

Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 60
Neyðarpakkinn tekur mið af sér- tækum þörfum kvenna og inniheldur ýmsar hreinlætisvörur. Táknrænar jólagjafir UN Women njóta sívaxandi vinsælda fyrir hver jól. Þetta eru gjafir sem veita von og hjálpa konum að viðhalda reisn sinni í erfiðum aðstæðum. Hægt er að fá send eða sótt gjafabréf úr pappír eða fá þau send á rafrænu formi. Jólagjöf UN Women í ár er Neyð- arpakki fyrir konu í Afganistan. Konur og stúlkur í Afganistan þurfa á okkar stuðningi að halda, meira en nokkru sinni áður. UN Women er á staðnum og stendur þétt við bak kvenna og stúlkna þar í landi, en þær eiga erfitt með að nálgast helstu nauðsynjar á borð við tíða- og hreinlætisvörur. Neyðarpakkinn tekur mið af sértækum þörfum kvenna og inniheldur nauð- synjar á borð við tíðavörur, tannbursta og tannkrem, sápu, þvottaefni, nærfatnað og handklæði. Þessi pakki auðveldar konum að viðhalda persónulegu hrein- læti við erfiðar aðstæður og minnkar um leið líkur á veik- indum og takmarkar sýkingarhættu. Gjöfin kostar 1.900 krónur og fæst á unwomen.is. n Neyðarpakki fyrir konur í Afganistan Neyðarpakkinn inniheldur nauðsynlegar hreinlætisvörur fyrir konur. Systurnar Jóhanna María og Kristín Sigmundsdætur hafa safnað saman litlum gjöfum allt árið í dagatal handa hvorri annarri. sandragudrun@frettabladid.is Um mánaðamótin skiptast þær á 24 litlum pökkum til að opna fram að jólum. Jóhanna María segir að þær systur séu mikil jólabörn sem elski allt sem tengist jólunum, en Kristín systir hennar átti hugmyndina að jóladagatalinu. „Það var þannig að fyrir tveimur til þremur árum bað ég systur mína að kaupa jóladagatal fyrir mig úti. En af því það tók svo mikið pláss í ferðatöskunni hennar ákvað hún að opna það til að spara plássið. Hún endurpakkaði því svo öllu fyrir mig þegar hún kom heim, í sæta poka og efnisbúta. Það gerði dagatalið miklu fallegra og sér- stakara fyrir mig,“ segir Jóhanna María. Um síðustu jól stakk Kristín upp á því að þær keyptu eitthvað lítið og sætt eða föndruðu eitthvað fyrir hvor aðra þessi jól og gæfu hvor annarri heimatilbúið dagatal. „Mér fannst það bara svo tilvalið að ég ákvað að slá til. Þetta eru bara 24 litlir pakkar og það eru 12 mán- uðir á ári svo þetta er ekki mikið í hverjum mánuði,“ segir Jóhanna María sem er búin að safna í daga- talið fyrir systur sína síðan í janúar. „Í pökkunum er bæði eitthvað  Safna í jóladagatal allt árið Systurnar Jóhanna María og Kristín eru mikil jólabörn. MYNDIR/AÐSENDAR Jóladagatalið samanstendur af númeruðum pökkum, einn fyrir hvern dag fram að jólum. Jóhanna endurnýtir pappír og gjafapoka undir pakkana. heimagert en líka keypt. Stundum sé ég eitthvað lítið og sætt, kannski jólaskraut, og hugsa til Kristínar, og þá kaupi ég það. En svo bý ég til eitthvað fallegt á móti.“ Skemmtilegt verkefni Þegar Jóhanna María og Kristín byrjuðu að búa til dagatölin þá leist mömmu þeirra og mágkonu svo vel á hugmyndina að þær ákváðu að gera líka dagatöl hvor fyrir aðra. „Við hugsuðum þá að ef við viljum slá til og halda þessu áfram á næsta ári þá gætum við kannski skipt, svo við séum ekki alltaf að gera dagatal fyrir þau sömu. Þetta gæti orðið skemmtilegt verkefni. Það hjálpar manni að hressa upp á venjulega daga að búa til daga- talið,“ segir Jóhanna María. „Ég útfæri dagatalið þannig að ég pakka gjöfunum ýmist inn í tau- búta, endurnýttan pappír eða dag- blöð sem ég skreyti síðan. Ég reyni að gera þetta svolítið sætt svo hún fái sætan pakka á hverjum degi.“ Jóhanna María kemur úr stórri fjölskyldu sem elskar allt sem tengist jólunum og reynir að vera eins mikið saman og hægt er yfir hátíðirnar. „Við höfum það líka alltaf fyrir hefð að fara í jólakaupstað,“ segir Jóhanna María, en hún starfar sem verkefnastjóri hjá Dalabyggð og heldur jólin á Hólmavík. „En í ár verður brugðið út af vananum og farið til útlanda. Við ætlum í jólaferð til Dublin í lok nóvember og versla jólagjafir. Þegar við komum heim aftur þá ætlum við að skiptast á dagatöl- unum,“ segir hún og bætir við að dagatalið sem hún er að gera sé næstum tilbúið. „Ég á eftir síðustu gjöfina, það eru sérstakar pælingar í kringum hana sem ég er aðeins að velta fyrir mér, svo það er bara einn pakki eftir mín megin.“ n Sígrænu jólatrén eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Við bjóðum nú upp á 5 mismunandi gerðir af jólatrjám í mörgum stærðum, með og án LED ljósa. Einföld samsetning og aldrei meira úrval. Skoðaðu kostina • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Fáanlegt með ljósaseríu • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • Stálfótur fylgir Fallegjólatré Verið velkomin í jólaskóg skátanna í Hraunbæ 123 eða verslaðu beint á sigraena.is - sem endast ár eftir ár! Hraunbær 123 | s. 550 9800 | www.sigraena.is Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Helgar kl. 12-18 19. nóvember 2021 jól 2021 40 fréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.