Fréttablaðið - 19.11.2021, Síða 76

Fréttablaðið - 19.11.2021, Síða 76
ingarnar fyrir viðskiptavini sína. „Aðventan undanfarin ár snýst mestmegnis um vinnu og bakstur enda mikill álagstími í bakaríinu. Þar af leiðandi er tíminn á jóladag ómissandi fyrir mig þegar maður nær að slaka vel á eftir jólakeyrsl- una. Það er algjör hefð á jóladag að gera ekki neitt heldur nýta tímann í að hlaða batteríin og njóta dagsins. Að sjálfsögðu er einnig ómissandi milli jóla og nýárs að hitta vini eða fjölskyldu og eyða góðu kvöldi saman yfir spilum eða öðru þess háttar,“ segir Gulli Arnar sem nýtur þess að baka á aðventunni og kitla bragðlauka viðskiptavina sinna. Góðgæti daginn eftir Gulli Arnar nýtur þess að borða með fjölskyldunni um hátíðirnar. Honum finnst ekki síður gott að njóta kræsinganna daginn eftir. „Uppáhaldsjólamaturinn minn er afgangar á jóladag ásamt öðru góðgæti eins og ristuðu súrdeigs- brauði með graflaxi, ostum og öðru áleggi. Hádegismaturinn á jóladag stendur ávallt upp úr. Ég er mjög hrifinn af hamborgarhrygg en algjört lykilatriði að góðum jólamat er meðlætið, það stendur oftast upp úr.“ Þegar kemur að matarhefðum um hátíðirnar segir Gulli Arnar að villibráðin skori þar hátt. „Matarhefðirnar á mínu heimili í kringum jólin tengjast yfirleitt rjúpum. Þær hafa verið á boð- stólum síðan ég man eftir mér, ásamt hamborgarhryggnum góða. Hefð er fyrir því á mínu heimili í hádeginu á aðfangadag að taka forskot á sæluna og smjörsteikja hluta rjúpunnar ásamt því að möndlugrauturinn er ávallt í kringum hádegið þar sem fjöl- skyldan borðar grautinn góða sem endar með möndlugjöf,“ segir Gulli Arnar og bætir við að alltaf ríki ákveðin spenna yfir hver fái möndlugjöfina frægu. Sjávarréttir í forgrunni Aðfangadagskvöld er fjölbreytt þegar kemur að hátíðarmatnum og allir fá eitthvað við sitt hæfi. „Það er yfirleitt margréttað hjá okkur um jólin. Rjúpur upp á gömlu hefðirnar og seinna meir hefur hamborgar- hryggurinn verið á boðstólum. Nýverið gerðist systir mín græn- metisæta og því höfum við einnig grænmetis-wellingtonsteik. Með- lætið er auðvitað aðalatriðið en þar eru sykurbrúnaðar kartöflur, rósa- kál og fleira lostæti aðalmálið. Það er því alltaf nóg af mat á aðfanga- dagskvöld sem dugar okkur yfirleitt sem afgangar yfir vikuna milli jóla og nýárs.“ Sjávarréttirnir taka við þegar líður að áramótum og Gulla þykir það kærkomin hvíld frá reyktu steikunum. „Á gamlárskvöld erum við oftast með sjávarrétti í forrétt eins og humar, rækjur, hörpuskel og annað slíkt. Aðalrétturinn er breytilegur og engin hefð á bak við hann en við höfum oft verið með önd eða nautasteik. Gamlárskvöld hjá okkur er ekki jafn heilagt og aðfangadagur en stemningin er yfirleitt afslöppuð og maturinn er yfirleitt seint, borðað lengi og mikið.“ Þegar Gulli er beðinn um að segja frá sínum uppáhaldssmá- kökum er hann með það á hreinu. „sörurnar standa upp úr. Þær eru vinsælastar og ég finn það einnig hjá mínum viðskiptavinum að sörurnar vekja alltaf mikla lukku. Góðar súkkulaðibitakökur eða lakkrístoppar eru auðvitað í miklu uppáhaldi,“ segir hann. Minnkaði heimabaksturinn „Jólin snúast auðvitað mikið um bakstur og matargerð, en þó aðallega mat heima fyrir. Alveg frá því að ég hóf störf sem bakari minnkaði heimabaksturinn til muna.“ Breytast áherslurnar í bakstr- inum í bakaríinu í aðventunni? „Já, áherslurnar verða örlítið jólalegri. Það er gaman að nota þetta tímabil og brjóta aðeins upp hversdagsleikann og í ár erum við meðal annars með æðislega góða sérstaka jólaeftirrétti, sörur, jólatertur og jólamakkarónur þar sem hátíðlegt bragð eins og af manda rínum, hunangsköku- kryddi, kirsuberjum, piparkökum og súkkulaði skipar stóran sess.“ Gulli Arnar deilir hér með les- endum einni klassískri aðventu- sunnudagsköku sem gleður bæði auga og munn. Klassísk aðventu- sunnudagskaka 400 g sykur 300 g smjör 200 g egg 700 g hveiti 20 g lyftiduft 200 g litlir dökkir súkkulaðibitar Börkur af einni appelsínu 2 g hunangskökukrydd 350 g mjólk Hrærið saman sykur og smjör létt og ljóst. Bætið eggjunum rólega saman og því næst hveiti, lyfti- dufti, appelsínuberki, súkku- laði og hunangskökukryddi og vinnið saman. Bætið mjólkinni rólega saman við í lokin. Ég skipti þessu degi niður í 20 sentimetra hringform sem er 6 cm á hæð. Fitið formið létt og bakið við 170 gráður í um það bil 35-40 mínút- ur. Stingið prjóni í kökuna til að athuga hvort hún sé tilbúin, ofnar geta verið mismunandi. Appelsínusúkkulaðihjúpur börkur af einni appelsínu 250 g rjómi 500 g dökkt súkkulaði Hitið rjóma og appelsínubörk að suðu. Sigtið rjómann yfir súkku- laðið og hrærið það saman. Hellið yfir kökuna og látið leka niður með hliðunum. Skreytið ef vill með ferskum berjum. n Aðventan undan- farin ár snýst mest megnis um vinnu og bakstur enda mikill álagstími í bakaríinu. Jólasnjókorn Gulla Fullt nafn: Gunnlaugur Arnar Ingason. Maki: Kristel Þórðardóttir. Börn: líklegast komin fyrir næstu jól. Áhugamál: Fyrir utan bakstur verð ég að segja golf. Uppáhaldsjólamyndin: Elf. Upphaldsjólalagið: Ef ég nenni, Helgi Björns. Jólamaturinn: Afgangar á jóladag. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Gunnlaugur Arnar Inga- son, bakari og „pastrychef“, hefur unnið hug og hjörtu sælkera landsins með sínum guðdómlegu og fallegu eftirréttum, ljúf- fengu bakkelsi og súrdeigs- brauðum síðan hann opnaði bakaríið sitt og veisluþjón- ustu Gulla Arnars í Hafnar- firðinum, við Flatahraun 31, á síðasta ári. Gulli hefur verið iðinn við að bjóða upp á alls konar „pop up“ eftirrétti og sælkerabita sem ekki nokkur sælkeri getur staðist enda er ósjaldan röð út úr dyrum til að ná í kræsingarnar sem eru í boði hverju sinni. Senn líður að aðventunni og ilmurinn af jólabakstrinum er farinn að berast um götur Hafnar- fjarðar. Það er spurning hvort Gulli Arnar nái að njóta aðvent- unnar og jólanna á sama tíma og hann sér um að baka jólakræs- Afgangarnir á jóladag langbestir Gulli Arnar segir að það sé algjör hefð á jóladag að gera ekki neitt heldur nýta tímann í að hlaða batt- eríin og njóta dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Klassísk að- ventu-sunnu- dagskaka í jólabúningi úr smiðju Gulla. Verður blandari í jólapakkanum þínum? Rauðagerði 25 108 Reykjavík Sími 440 1800 www.kaelitaekni.is 19. nóvember 2021 jól 2021 56 fréttablaðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.