Fréttablaðið - 19.11.2021, Page 78

Fréttablaðið - 19.11.2021, Page 78
 Ef börn finna að þú elskar þennan tíma og nýtur þess að undir- búa hann, verður hann töfrandi fyrir þau líka. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is Kennaraneminn Unnur Gígja Ingimundardóttir er Sveinka í hjáverkum. „Þegar ég hugsa um barnæskuna sé ég mömmu fyrir mér í eldhúsinu, svona eins og í jólalögunum; eitt- hvað að baka og undirbúa. Ég gat ekki sofnað eða vaknaði aftur og mamma tók á móti mér með bros á vör í eldhúsinu og leyfði mér að narta í smákökur á meðan við spjölluðum og hlustuðum á jóla- lögin í útvarpinu.“ Þetta segir Unnur Gígja, móðir þriggja ára tvíbura og níu ára snáða í Hafnarfirði, um dýrmæta minningu frá jólum fortíðar. Fyrir henni er aðdragandi jólanna hátíð. „Kærleikurinn sem umlykur alla á þessum árstíma, samveran með fjölskyldunni og töfrarnir sem maður leyfir sér að trúa á aftur, eins og lítið barn. Ég er enn þannig að ég á erfitt með að sofna á Þor- láksmessukvöld vegna spennings fyrir jólunum, orðin þrítug konan,“ segir Unnur hlæjandi og strax farin að undirbúa jólin. „Ég reyni að halda aftur af mér fram í nóvember, en um leið og haustar er ég oft byrjuð að huga að jólum. Jólasveinninn byrjar að safna í pokann sinn í október, skrautið læðist upp í byrjun nóv- ember og svo bætist smám saman við það.“ Gefur töfra í skóinn Unnur heldur úti blogginu gigi.is þar sem hún skrifar niður hug- myndir að gjöfum og samveru undir viðurnefninu Sveinka. „Sveinka lýsir mér vel. Ég er mikið jólabarn og fékk löngun til að fanga þennan árstíma og sam- eina hann áhugamálum mínum, ásamt því að fá útrás fyrir jólagleð- ina,“ segir Unnur um hugmyndina að Sveinku, sem var upphaflega að safna þrettán gjöfum í einn kassa. „Það átti að hjálpa jólasvein- unum við stressið fyrir jól. Við þurfum að passa að jólasveina- gjafir séu litlir töfrar sem birtast í skóm barna á meðan þau sofa og oft eru það töfrarnir sem skipta máli en ekki hvað leynist í skónum. Frumburðinn minn, orðinn níu ára, trúir ekki lengur á jólasveinana en ég tala samt við hann um töfra og að allt þetta sé til á meðan hann trúir,“ segir Unnur. Þá þurfi að hugsa um pyngjuna í dýrtíð sem oft fylgir jólum. „Jólasveinar þurfa að gefa mörgum börnum og hafa ekki efni á að gefa stórar gjafir. Látum jólin ekki snúast um gjafir heldur kennum börnum okkar að vera þakklát og nægjusöm. Mínar eftir- minnilegustu gjafir, og þær sem mér þykir vænst um, eru handa- vinna frá ömmum mínum og gjafir frá börnunum mínum sem þau gerðu af ást og umhyggju,“ segir Unnur. Hún byrjar snemma að horfa í kringum sig eftir litlum gjöfum á haustin og kaupir smátt og smátt fram að desember, enda þarf hún að finna 39 skógjafir handa börn- unum sínum þremur. „Ég skrifa líka niður hugmyndir fyrir lesendur því margir eru hug- myndasnauðir. Þar tel ég upp hluti Á enn erfitt með að sofna á Þorláksmessu Föndurleir fyrir jólaskraut Þessi leir er snilld til að útbúa skraut á jólatré eða skreyta jólapakkana. 2 dl vatn 100 g kartöflumjöl 300 g matarsódi Öll hráefni sett í pott og hitað yfir vægum hita. Fyrst er blandan blaut en eftir smá tíma þéttist hún í leir. Passið að hræra stöðugt og vel í svo ekkert brenni við. Látið kólna og hnoðið deigið líkt og brauð- deig í smá stund. Fletjið út eins og piparkökudeig og mótið með formum. Stingið gat efst í hverja fígúru og látið þorna í sólarhring hið minnsta. Þræðið þurrar fígúrur á band. sem gætu vantað og ef fólk er fyrir föndur eða handavinnu má búa til gjafirnar sjálfur því hver segir að jólasveinar kaupi allt? Eru þeir ekki í hellinum sínum allt sumarið að búa til gjafirnar?“ Börn skynja gleði fullorðinna Unnur leggur stund á kennaranám með áherslu á textílmennt. Þar hefur hún unnið að verkefnum fyrir börn á grunnskólaaldri. „Mér finnst mikilvægt að leyfa börnum taka þátt í undirbúningi jólanna og upplifa með þeim og í Unnur Gígja Ingimundar- dóttir með stásslegan jólasvein sem hún vann sem föndurverkefni fyrir grunn- skólabörn í kennaranáminu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Mestu dýrgripir jólanna eru föndur barna handa ástvinum sínum. Þessi fallegi Múmín-órói er verk Unnar og barnanna. Upp- skrift af leir til slíks sköpunar- verks er hér á síðunni. gegnum þau. Ekki hugsa of mikið um að þurfa að gera allt fyrir jól heldur meira hvað okkur langar að gera og hvað gerir jólin dýrmæt fyrir okkur. Ég hef tengt stress við að fólk er á síðustu stundu með allt en þá er um að gera að byrja undir- búning fyrr. Ef börnin finna að þú elskar þennan tíma og nýtur þess að undirbúa hann, verður hann töfrandi fyrir þau líka.“ Hún segir jólaföndur barna gjarnan dýrmætasta jólaskraut margra. „Sjálf held ég mikið upp á það sem börnin hafa gert. Það er líka gaman að taka það upp. Börnin muna eftir að hafa búið það til og koma með sögur um liðna tíma sem tengjast skrautinu. Ég hef sjálf skapað ýmislegt í gegnum tíðina og gefið fólki í kringum mig og það gleður mig alltaf að sjá það njóta sín á heimilum þeirra. Þegar amma mín dó fékk ég til baka dót sem ég hafði skapað handa ömmu, gömul kort og myndir sem ég hafði teiknað í heimsóknum og hún geymdi.“ n Fylgist með Unni Gígju á Instag- ram @Sveinka um jólaboðskap, föndur og samveru og @Gigi.is um textíl og kennsluefni. verkfaeralausnir.is Borvélar | Bora- og verkfærasett | Verkfæratöskur og margt fleira Jólagjöfina færðu hjá okkur vefsala@vv.is | Skútuvogi 1c verkfaeralausnir.is frettabladid_jolablad_vv.indd 1 11/16/2021 9:32:45 AM 19. nóvember 2021 jól 2021 58 fréttablaðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.