Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 82

Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 82
Í neyðarskýlunum eru sett upp jólatré og jólaskraut, það er boðið upp á jólamat og það er mikið lagt upp úr því að allir fái að lág- marki einn pakka. Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir Jólin eru oft erfiður tími fyrir heimilislausa ein- staklinga, en þeir geta haldið upp á jólin í gistiskýlum á höfuðborgarsvæðinu og þar er mikið lagt upp úr því að skapa gleðileg jól. Þar sem jólin í ár lenda á helgi verður minni samdráttur í þjónustu en oft áður, sem hentar þessum hóp vel. Geðhjúkr un ar fræðing urinn Hrafn hild ur Ólöf Ólafs dótt ir er deildarstjóri málaflokks heim- ilislausra á velferðarsviði Reykja- víkurborgar. Hún segir að jólin séu erfiður tími hjá mörgum heimilis- lausum einstaklingum en að það hafi orðið jákvæð þróun í þjón- ustunni sem þeim er boðið upp á eftir að ný stefna tók við málefnum hópsins. „Mitt hlutverk er að fylgja eftir nýrri stefnu um málaflokkinn sem var sett fyrir tveimur árum. Þessi stefna er bara biblían okkar og henni fylgdu ýmsar áherslu- breytingar,“ segir Hrafnhildur. „Ég er líka yfirmaður forstöðumanna í öllum úrræðunum. Úrræðin sem eru í boði eru tvö gistiskýli fyrir yngri og eldri heimilislausa karl- menn, Konukot, sem er rekið af Rótinni, þar sem ég er ráðgefandi, og svo líka Vettvangs- og ráð- gjafarteymið, eða VoR-teymið, sem tengir heimilislausa við þjónustu í samfélaginu. Einnig er boðið upp á langtímabúsetuúrræði, smáhýsi og stakar íbúðir.“ Nýr hugsunarháttur í málaflokknum „Þetta er orðinn stór málaflokkur sem hefur stækkað mjög hratt. Síð- astliðin þrjú ár hefur verið fjölgun á úrræðum út frá nýju stefnunni,“ segir Hrafnhildur. „Hún gildir milli 2019-2025 og það hefur verið sett fjármagn í ákveðna aðgerðaþætti sem eiga að framfylgja frumatrið- um stefnunnar, til dæmis með því að setja upp neyðarskýli á Granda, bjóða upp á húsnæðisúrræði fyrir konur með tvígreiningu, ásamt því að efla VoR-teymið og útvíkka skil- greiningar á heimilisleysi. Við fórum til dæmis í mikla baráttu fyrir konur því þær voru ekki á þjónustulista nema í undantekningum. Þær voru oft með umsóknir um búsetu en voru ekki skilgreindar heimilislausar vegna þess að þær voru á heimilum annarra. En þar voru þær oft í ofbeldissamböndum og eftir að við innleiddum erlendar skil- greiningar er nú ekki mikill munur milli kynjanna á fjölda í ótryggum aðstæðum,“ segir Hrafnhildur. „Þetta er til marks um hvernig hugsunarhátturinn er öðruvísi eftir að nýja stefnan tók við.“ Góð jól fyrir heimilislausa Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir segir að það henti heimilislausu fólki vel að jólin lendi á helgi í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sérnámslæknar í geðlækningum og starfsfólk bráðamóttöku gáfu skjólstæð- ingum VoR- teymisins og neyðarskýlanna jólagjafir í fyrra. MYND/AÐSEND Minningar- sjóður Einars Darra – Eitt líf, ásamt fleiri hópum, gáfu heimilislausum ullarpeysur um síðustu jól. MYND/AÐSEND Stendur vel á um þessi jól Neyðarskýlin sem er boðið upp á eru opin alla daga frá klukkan 17 til klukkan 10 næsta dag en þau hafa ólíkar áherslur sem henta ólíkum þörfum. „Gistiskýlið á Lindargötu hefur lagt áherslu á þjónustuþunga hópinn, einstaklinga sem eru með hjúkrunarþarfir, auknar stuðn- ingsþarfir eða mikinn geðvanda og fá kannski ekki viðeigandi þjónustu annars staðar,“ segir Hrafnhildur. „Þar eru líka undan- þágupláss svo fólk geti fengið að vera þar yfir daginn. Það byrjaði árið 2019 en við jukum við þessa þjónustu í faraldrinum og þá fóru plássin tímabundið úr þremur, sem dugar almennt, í tólf. Hjálpar- stofnun kirkjunnar opnaði líka Skjólið, þar sem konur geta verið yfir daginn á virkum dögum. Ungu karlmennirnir, sem dvelja í neyðarskýlinu við Grandagarð, hafa ekki haft þörf á dagopnun. Ef það er ekki mjög slæmt veður úti eru þessir einstaklingar ekki að nýta það að fá að vera inni,“ segir Hrafnhildur. „Yngri hópurinn er líka mjög fjölbreyttur og margir eru í vinnu og með rútínu og virkni. Um jólin hafa allir þessir staðir svigrúm til að mæta þörfum hópsins með opnunartíma. Þó að jólin í ár séu svolítið óheppileg fyrir dagvinnufólk eru þetta góð jól fyrir heimilislausa upp á opnunartímann hjá öllum þessum úrræðum. Jólin lenda akkúrat á dögum þar sem við höfum svig- rúm til að hafa sólarhringsopnun og ég veit að Skjólið er líka að skoða aukinn opnunartíma hjá sér,“ segir Hrafnhildur. „Við stöndum sérstaklega vel þessi jól, en þetta hefur verið sérlega erfitt þegar jólin eru á heppilegum tíma fyrir dagvinnufólk. Áður var VoR-teymið líka ekki á helgar- og kvöldvöktum, en það breyttist í faraldrinum því þjónustan var að svo mörgu leyti takmörkuð annars staðar vegna lokana,“ útskýrir Hrafnhildur. „Við höfum haldið vöktunum og ætlum ekki að breyta því.“ Erfiður tími fyrir marga heimilislausa „Jólin eru oft mjög erfiður tími fyrir þennan hóp og við breytum því ekki þó að við leggjum sér- staklega mikið upp úr því að skapa góða stemningu. Þetta er tími minninga og tengsla og við það opnast mörg sár. Við finnum líka að fólk er mjög viðkvæmt fyrir miklum breytingum í desember- mánuði,“ segir Hrafnhildur. „En það er alltaf mikil stemning í skýl- unum og búsetunni og starfsfólk er mjög duglegt við að undirbúa jólin, spila jólatónlist, setja upp jóla- ljós, baka smákökur og halda öllu huggulegu. Í neyðarskýlunum eru sett upp jólatré og jólaskraut, það er boðið upp á jólamat og það er mikið lagt upp úr því að allir fái að lágmarki einn pakka. Við fáum oft gefins pakka frá samtökum eins og Sam- hjálp og minningarsjóðum og VoR-teymið gefur líka pakka, svo oft fá einstaklingar marga pakka,“ segir Hrafnhildur. „Við erum líka í miklum tengslum við Mæðra- styrksnefnd og VoR-teymið hefur keyrt út jólamat til fólks sem er í ótryggum aðstæðum eða sjálf- stæðri búsetu. Svo hafa líka verið jólatónleikar. Fólk hefur samband og biður um að fá að koma að spila. Svavar Knútur kom og spilaði hér á Þor- láksmessu í fyrra og þá kom líka kór. Siðmennt kom svo líka með tónleika til okkar,“ segir Hrafn- hildur. „Svo býður hópur ein- staklinga úr SÁÁ líka mönnunum í gistiskýlinu á Lindargötu alltaf í aðventuferð og þau sem eru á Granda og í Konukoti geta komið með. Á jólatímanum sjálfum er svo virðing og heilög stemning ráðandi. Sumir taka þátt í jóla- haldinu en við leggjum áherslu á að gefa þeim sem finnst þetta ekki gleðilegur tími rými og virðingu og vera ekki að troða jólagleðinni upp á þau,“ segir Hrafnhildur. „Það er misjafnt hve margir nýta úrræði okkar yfir jólin, en ef eitt- hvað er hefur þeim kannski heldur fækkað. Þetta er tími þar sem ákveðnir aðilar komast inn annars staðar af ýmsum ástæðum, en það koma líka stundum álagstoppar, til dæmis þegar þjónusta er skert milli jóla og nýárs,“ segir Hrafn- hildur. „Þó að það hittist vel á núna um þessi jól er samt yfirleitt ein- hver samdráttur í þjónustu á þeim tíma, fólk er að taka frí og svona og það hefur áhrif á okkar hóp.“ Jákvæð þróun en það þarf meira „Fyrir utan úrræðin okkar geta heimilislausir leitað til Skjólsins og í kaffistofu Samhjálpar, en kaffistofan lokaði matsalnum reyndar tímabundið í faraldrinum. Við erum líka í góðu samstarfi við Vog, sem er mjög sveigjanlegur gagnvart þessum hópi um jólin og sumir eru alltaf velkomnir þangað yfir hátíðirnar. Svo er Hjálpræðis- herinn líka kominn með glæsilegt nýtt húsnæði þar sem heimilis- lausir eru velkomnir, en það er svolítið úr vegi og fólk þarf að læra að nýta aðstöðuna,“ segir Hrafn- hildur. „En ég geri ráð fyrir að þar verði mikið lagt upp úr jólunum. En það er ekki næg þjónusta í boði fyrir heimilislausa um jólin og það myndi auðvelda þessum einstaklingum lífið og draga úr snertipunktum þeirra við heil- brigðiskerfi og lögreglu ef geðheil- brigðisþjónusta væri til dæmis aðgengilegri utan spítala óháð greiningum,“ segir Hrafnhildur. „Þeir sem tilheyra ekki ákveðnum markhópum fá hana ekki og sú þjónusta sem er í boði hentar oft ekki, en ég veit að geðsvið Land- spítalans er að vinna í að bæta þennan þátt til muna. Það er líka oft snúið fyrir okkur að sækja um matarúthlutanir því heimilislausir eru ekki endilega markhópurinn og standast ekki alltaf inntökuskilyrðin. Við þurf- um að hafa mikið fyrir því að vera málsvarar þessa hóps og tryggja honum þjónustu, en við finnum mikla tillitssemi og sveigjanleika um hátíðirnar,“ segir Hrafnhildur. „Þróunin er samt búin að vera mjög jákvæð. Það hefur verið boðið upp á aukna þjónustu til að bregðast við faraldrinum og við sjáum ekki fram á að þurfa að hafa áhyggjur af þessum jólum.“ n Mozart við kertaljós Camerarctica Hafnarfjarðarkirkja 19. des Kópavogskirkja 20. des Garðakirkja 21. des Dómkirkjan 22. des Tónleikatími kl. 21.00 Miðaverð 3500/2500 Nánar á tix.is 19. nóvember 2021 jól 2021 62 fréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.