Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 86

Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 86
Ég er með þá reglu að ég má kaupa eitt stórt og dýrt skraut á hverju ári og svo leyfi ég mér að kaupa lítið skraut í IKEA og Costco til að fylla upp í. Guðfinnur Ýmir Harðarson Aðfanga- dagur var því alltaf besti dagur ársins fyrir mér. Þá var allt fullt af gjöfum, góðum mat, fólki og skrauti. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr @frettabladid.is Guðfinnur Ýmir Harðarson ólst upp við að fara til ömmu sinnar á jólunum í mikið skreytt hús og þó að hann sé ekki kristinn heldur hann hefðinni við og skreytir íbúðina sína af miklu kappi um hver jól. Guðfinnur Ýmir Harðarson jóla- skreytingahetja er mjög mikið jólabarn og skreytir heimilið af miklum krafti fyrir hver einustu jól, þrátt fyrir að geta bara skreytt innandyra því hann býr í fjölbýlis- húsi. „Þegar ég var lítill bjó ég með mömmu minni í Noregi en kom svo alltaf til Íslands til að vera með fjölskyldunni um jólin. Þá fór ég til ömmu minnar og hitti alla fjölskylduna. Amma hélt alltaf rosalega stór jól og hún átti börn, barnabörn og barnabarnabörn, svo húsið var alltaf troðfullt af fólki,“ segir Guðfinnur. „Aðfanga- dagur var því alltaf besti dagur ársins fyrir mér. Þá var allt fullt af gjöfum, góðum mat, fólki og Jesús er uppáhaldsofurhetjan mín Guðfinnur Ýmir Harðarson skreytir íbúðina hátt og lágt með alls konar fallegu jólaskrauti fyrir hver jól og hefur gert það árum saman. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Allar hillur og laus pláss stútfyllt af alls konar skrauti og lít. Þessi klukka var keypt í Costco fyrir þessi jól. Guðfinnur á fjölbreytt úrval af fal- legu skrauti sem hann hefur safnað. Það er afskaplega jólaleg stemmn- ing heima hjá Guðfinni. Guðfinnur er með kirkju sem skraut þó að hann sé ekki kristinn. Hann þarf að hemja sig í innkaupum á jólaskauti. skrauti. Allir voru glaðir og það var alltaf rosalega gaman hjá okkur.“ Guðfinnur segist ekki vera krist- inn, en að hann hafi miklar mætur á Jesú. „Mér líkar rosa vel við Jesú og dæmisögurnar um hann. Hann var frábær gaur,“ segir hann. „Hann er uppáhaldsofurhetjan mín og mér finnst gaman að halda upp á afmælið hans á jólunum.“ Eitt stórt skraut á ári „Þegar ég var lítill leið mér alltaf eins og það væri allt skreytt frá gólfi til lofts hjá ömmu. Fyrir um sjö árum síðan fór ég svo að taka þessa hefð upp,“ segir Guðfinnur. „Ég bjó í mjög litlu rými en ég átti eitthvert skraut, meðal annars frá ömmu, en miðað við hvað rýmið var lítið var ég með ótrúlega mikið skraut. Svo þegar ég flutti í stærra rými bætti ég við skrauti til að halda hlutföllunum svipuðum. Svo færðist meiri alvara í skreyt- ingarnar eftirt að Costco kom til landsins. Þá varð mögulegt að fá stórt skraut fyrir eðlilegt verð,“ segir Guðfinnur. „Ég er með þá reglu að ég má kaupa eitt stórt og dýrt skraut á hverju ári og svo leyfi ég mér að kaupa lítið skraut í IKEA og Costco til að fylla upp í eins og mér finnst þörf á. Það er bókhaldið sem setur reglurnar, ég myndi fara á hausinn ef ég sleppti mér alveg. Ég kaupi jólaskraut líka bara alls staðar þar sem ég finn það yfir árið. Ég finn til dæmis oft skraut í Kolaportinu, Jólabúðinni, Góða hirðinum og stundum í útlöndum,“ segir Guðfinnur. „Ég hef líka gert mjög góð kaup á tom- bólu þar sem krakkar eru að selja eitthvað úr geymslunni á sumrin. Þannig finn ég oft mjög gott skraut, foreldrarnir vita ekki af hverju þau eru að missa.“ Vill helst byrja í október „Venjulega byrja ég að skreyta í október. Þá fer ég að tína þetta upp eitt og eitt og vil vera búinn að skreyta snemma í nóvember. En núna er hrekkjavakan orðin svo stór viðburður að ég þurfti að gefa börnunum leyfi til að halda hana án þess að blanda jólunum í það,“ segir Guðfinnur. „Þannig að núna byrja ég strax eftir hrekkjavöku. Ef ég mætti ráða væri þetta samt uppi allt árið og ekki tekið niður. En fólk finnst það víst ekki smart, ég veit ekki með það,“ segir Guð- finnur léttur. „Alla jafna er ég með fjölbreytt skraut hér og þar í íbúðinni en ég tek það allt niður til að setja upp jólaskrautið og svo fylli ég alla glugga og svalirnar með ljósum. Ég reyni samt að gera það sem seinast, til að gefa nágrönnunum frið. En ljósin er mikilvæg út af myrkrinu, þetta er líka hátíð ljóssins,“ segir Guðfinnur. „Ég stútfylli bara allar hillur og öll pláss sem eru til af körlum, húsum, klukkum, jólasveinum, jólaseríum og öllu öðru sem ég finn. Það er heil hilla í geymslunni sem fer undir jóla- skraut og það eru bara tvær hillur í geymslunni, þannig að þetta fyllir helminginn af henni.“ Vill skreyta eins og Griswold Guðfinnur segir að skrautið sem hann fékk hjá ömmu sinni sé í mestu uppáhaldi en að hann sé líka alltaf spenntur fyrir stóra skrautinu sem hann kaupir fyrir hver jól. „Núna var ég að kaupa mér hrossagauksklukku í Costco sem ég er spenntur að setja í gang,“ segir hann. Guðfinnur segir að þessari jólaskreytingagleði sé tekið vel af sambýliskonunni. „Svo lengi sem ég fylgi reglunni um að taka þetta niður fljótlega eftir þrettándann. Ég væri samt til að hafa skrautið uppi út febrúar. Ég leyfi ljósunum að vera lengur, en skrautið sjálft fer aftur í geymslu,“ segir hann. „Ég hef aldrei fengið neina gagnrýni fyrir að skreyta svona mikið eða byrja snemma, en besta vinkona mín hatar reyndar jólin og hún hneykslast pínu á þessu, þannig að ég forðast að ræða þetta við hana. En stóra mark- miðið er samt að eignast hús og skreyta það eins og Griswold-fjöl- skyldan í Christmas Vacation og gera allt vitlaust.“ Aðstoðar annan við skreytingar Guðfinnur er samt ekki bara að huga að sínum eigin skreytingum í ár, heldur er hann líka að aðstoða mann á Stokkseyri við að skreyta hús. „Hann var að kaupa sér hús þarna og nágrannar hans eru búnir að setja ljósin upp svo hann þarf að gera það líka. En hann ratar ekki í Costco og hefur ekki mikið vit á þessu þannig að ég fer með honum og ætla að skreyta húsið hans,“ segir Guðfinnur kíminn. „Þetta er svona gæluverkefni hjá mér og smá undirbúningur fyrir það þegar ég eignast mitt eigið hús. Ég ætla að hjálpa honum að kaupa það rétta, réttu lengdir af ljósum og svona hitt og þetta. Það er auðvelt að klúðra þessu með því að kaupa of stuttar snúrar eða vanta framlengingar. Þá getur þetta orðið ljótt eða bara algjört vesen,“ segir Guðfinnur. „Svo þarf líka að passa að vera með nóg, til að klæða ekki bara helminginn af húsinu, það er asnalegt. Ég held að það sé hins vegar aldrei hægt að gera of mikið, það þarf bara að taka þetta alla leið. Þetta er fyrsta „námskeiðið“ sem ég held, en hver veit nema þeim fjölgi eftir þessa umfjöllun,“ segir Guðfinnur að lokum og hlær. ■ Vorhús Hafnars t ræt i 71 Akureyr i www.vorhus . i s . . . ÞÚ FINNUR GJÖFINA Í VEFVERSLUN VORHÚS VIÐ PÖKKUM INN, SKRIFUM ÞÍNA KVEÐJU Á KORTIÐ OG SENDUM BEINT TIL VIÐTAKANDA. 19. nóvember 2021 jól 2021 66 fréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.