Fréttablaðið - 19.11.2021, Síða 88

Fréttablaðið - 19.11.2021, Síða 88
Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Jólakúla með mynd af Donald Trump var fyrsta jólakúlan í safni Guðríðar Haraldsdóttur sem inni- heldur margar skrýtnar og skemmtilegar jólakúlur. Það var fyrir hálfgerða tilviljun sem Guðríður Haraldsdóttir, sem alltaf er kölluð Gurrí, hóf að safna öðruvísi jólakúlum. Upphaflegt plan var að safna ljótum jóla- kúlum en það breyttist fljótlega að hennar sögn. „Ég var stödd í Flórída rétt fyrir jólin 2018 þegar ég rambaði inn í jólabúð. Þar sá ég jólakúlu með mynd af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjafor- seta, og á því andartaki ákvað ég að byrja að safna ljótum jóla- kúlum. Ég setti mynd af henni inn á Facebook þar sem fólk lýsti yfir hryllingi sínum, nema einn frændinn: „Taktu aðra handa mér,“ sem ég gerði auðvitað.“ Tilefni Flórídaferðarinnar var sextugsafmæli hennar og hélt hún jólin á skemmtiferðaskipi í Karíbahafinu í boði ástkærra vina og vandamanna. „Það var afar gott að gera eitthvað algjörlega öðruvísi fyrstu jólin án sonar míns sem lést í bílslysi í janúar sama ár.“ Trump-kúlan í uppáhaldi Ljótukúlusöfnunin gekk hins vegar einstaklega illa og þróaðist yfir í söfnun á öðruvísi jólakúlum eftir að Gurrí sá verk Tinnu Royal sem er búsett á Akranesi eins og Gurrý. „Tinna býr til litlar jólakúluútgáfur, meðal annars af ýmsu þjóðlegu eins og dós af Ora-grænum, Royal- búðingspakka og bláum Ópal. Af öllum kúlunum mínum er þó Trump-jólakúlan í uppáhaldi, þá Áhugamál sem krefst áskorunar  Guðríður Haraldsdóttir safnar skemmtilegum jólakúlum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hér má sjá hluta safns Guðríðar Haraldsdóttur. Svona leit jólatréð út á síðasta ári. Sannarlega óvenjuleg og skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnu jólaskrauti.Fyrirmyndin að jólakúlunum eru landsþekktar vörur. Tvær kunnuglegar kvikmyndastjörnur sem flestir þekkja og tengja við jólin. Kókosbollujólakúlan er með þeim óvenjulegri sem Guðríður á. Fyrsta jólakúlan sem kom öllu af stað er með mynd af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. helst fyrir að vera fyndin og vera sú fyrsta í safninu, auk þess sem allar kúlurnar eftir Tinnu veita mér mikla gleði.“ Hún segir fólk almennt hafa sýnt þessu nýja áhugamáli hennar skilning en hún hafi hins vegar ekki beðið neinn um að kaupa handa sér ljóta jólakúlu. „Það er af því að smekkur fólks er misjafn. Það yrði hræðilegt að sitja kannski uppi með flottar jólakúlur. Planið er að safna áfram jólakúlum eftir Tinnu sem nú er loks hægt að kaupa á net- inu gegnum tinna royal.store. Svo bæti ég bara í ljótukúlusafnið ef ég rekst á eitthvað. Ég fer samt sjaldan til útlanda og það finnast vart ljótar jólakúlur á Íslandi sem gerir þetta áhugamál að gífurlegri áskorun. Ég gefst samt ekki upp!“ n VERSLAÐU HEIMA Í STOFU Á forlagid.is er auðvelt að kaupa jólabækurnar í rólegheitum, þú getur valið innpökkun, fengið sent heim eða sótt. Þægilegra verður það ekki. LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | www.forlagid.is 19. nóvember 2021 jól 2021 68 fréttablaðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.