Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2021, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 19.11.2021, Qupperneq 90
Við gerum okkar besta að gera alla glaða, svo það er oft ansi marg­ réttað hjá okkur. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Solla Eiríks, heilsu- og lífs- stílsgúrú og matgæðingur með meiru, er þekkt fyrir sína ljúffengu og frumlegu grænmetisrétti og ekki síst fyrir að hafa auðgað matar- flóruna þegar kemur að því að nýta grænmeti í mat- reiðsluna. Solla heldur líka í ákveðnar matar- hefðir sem tengjast jólunum í bland við nýjungar. Þegar Solla er spurð hver sé hennar uppáhalds- jólamatur er því fljótsvarað. „Gott Ris á l’amande með kirsuberjasósu er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Ég bý það bara til um jólin og þá verður það hátíðlegt og gleður bragðlauk- ana. Það er auðvelt að taka gömlu uppskriftina hennar mömmu og skipta út mjólkinni og rjómanum fyrir jurtamjólk og jurtarjóma. Ég er með soldið sérkennilega matarhefð. Ég bý alltaf til sérstakt kartöflusalat og kaupi litlar grænar baunir. Uppskriftin að kartöflu- salatinu er komin frá Gunnlaugi Þórðarsyni heitnum, sem lét fylgja sögunni að það tæki því ekki að gera minna magn en eitt baðkar, og í það minnsta einn bala. Amma mín byrjaði að gera sallatið, svo tók mamma við og núna geri ég það. Margréttað á aðfangadag Við höfum verið með alla fjöl- skylduna, foreldra, tengdaforeldra, börn, tengdabörn og barnabörn, í mat og þar er samankominn hópur sem hefur alist upp við ólíkar hefðir. Við gerum okkar besta til að gera alla glaða, svo það er oft ansi margréttað hjá okkur. Það hefur fækkað í hópnum svo í ár verðum við með réttina sem ég ætla að gefa ykkur uppskrift að ásamt kartöflu- salatinu og baununum forláta. Svo á ég eftir að heyra hvort það séu sérstakar óskir, sem ég reyni að uppfylla eftir bestu getu. Ég er ekki með neinar hefðir varðandi gamlárskvöld, þá fær fjöl- skyldan að ráða og ég elda sjaldan það sama tvö ár í röð.“ Gamla perukakan breyttist Uppskriftirnar að perunum og sveppabökunni sem Solla deilir með lesendum eiga sér smá sögu. „Perurnar eru í rauninni gamla perukakan sem mamma bakaði nema það er enginn botn, heldur nota ég bara perurnar og kremið til að búa til desert. Sveppabakan er uppskrift sem ég Jólamatseðill Sollu Eiríks Solla Eiríks fullkomnar hér mat- seðilinn fyrir aðfangadagskvöld á listrænan og fagmannlegan hátt. Sveppabakan fræga sem á ættir sínar að rekja til sveppa- hleifs. Jólalegt gulróta- salat með kínóa að hætti Sollu. Gómsætar bakaðar perur með súkkulaðirjóma með jólaívafi. 1 msk. ferskt rósmarín, saxað 1 tsk. sjávarsaltflögur ½ tsk. svartur pipar ¼ tsk. chipotle eða reykt paprika 1 rauðlaukur, skorinn í hringi 10 kirsuberjatómatar, helmingaðir 5-6 stk. timiangreinar 50 g vegan fetaostur Sósa 1 msk. vegan smjör 200 g sveppir; þunnar sneiðar 2 hvítlauksrif 1 tsk. timian ¾ tsk. sjávarsalt 1 vegan sveppateningur 150 ml jurtarjómi Setjið smjörið á pönnu og steikið sveppina þar til þeir verða gylltir, kryddið með hvítlauk, timian og sjávarsalti og látið malla í 3-4 mínútur. Leysið teninginn upp í jurtarjómanum og setjið út á sveppina og látið malla við vægan hita í 6-8 mínútur. Látið aðeins kólna og setjið síðan í blandara. Hitið ofninn í 200°C. Skerið sveppina í fernt, graskerið og tófúið í ca 2x2 cm bita, setjið í eld- fast mót, skvettið smá olíu yfir og kryddið með balsamediki, salvíu, rósmaríni, sjávarsalti, pipar og chi- potle/reyktri papriku. Notið hend- urnar og blandið öllu vel saman svo olían og kryddið blandist við og húði hráefnið. Bakið í um 25-30 mínútur eða þar til allt er orðið gyllt og vel bakað. Takið út úr ofn- inum og látið kólna. Setjið bökunarpappír í böku- form (27 cm í þvermál) og látið deigið þar í. Forbakið við 180°C í 6-8 mínútur. Setjið fyllinguna í bökuskelina, hellið sósunni yfir, setjið laukhringi, kirsuberjatóm- ata, timiangreinar og fetaost yfir og bakið í 20–25 mínútur eða þar til þetta er orðið gegnumeldað. Bakaðar perur með súkkulaðirjóma 4 perur ½ dl hlynsíróp 1 msk. engiferskot 1 msk. rifið mandarínuhýði Safi úr 1 mandarínu 1 tsk. vanilludropar ¼ tsk. sjávarsaltflögur Smá biti ferskur chili Ristaðar pístasíuhnetur, gróft saxaðar Hitið ofninn í 180°c. Skerið perurnar í tvennt, kjarnhreinsið og setjið í eldfast mót. Hrærið saman hlynsírópi, engiferskoti, mandar- ínuhýði og mandarínusafa, sjávar- salti og smá chili og hellið yfir perurnar. Bakið í 25 mín., takið formið út og snúið perunum svo sárið snúi niður og klárið að baka í 10 mín. Raðið perunum á disk, setjið súkkulaðirjómann ofan á og stráið ristuðum hnetunum yfir. Súkkulaðirjómi 140 ml jurtarjómi sem þeytist 150 g dökkt súkkulaði Þeytið rjómann og bræðið súkku- laðið í skál yfir vatnsbaði. Blandið varlega saman. Notið ískúluskeið til að setja rjómann á perurnar. n gerði á sínum tíma og ætlaði að búa til innbakaðan sveppahleif, mjög flottan með alls konar tímafrekum krúsídúllum utan á deiginu. Það vildi ekki betur til en að hleifurinn datt á gólfið korter í jólaklukku- hringingu. Ég átti nóg af fyllingunni og mjög góða sósu, svo ég reddaði mér með því að henda í bökudeig og úr varð þessi sveppabaka. “ Vegan sörur í uppáhaldi Þegar að jólasmákökum og sætindum kemur segist Solla halda mest upp á vegan sörurnar. „Við mæðgurnar höfum hist og bakað vegan sörur fyrir undanfarin jól og ég held að þær séu mest uppáhalds núna. Mér finnst skemmtilegt að gera konfekt með barnabörnunum og það sem við gerum hverju sinni er uppáhalds.“ Hér ljóstrar Solla upp matseðl- inum á aðfangadagskvöld. Sætkartöflugratín 2 sætar kartöflur í þunnum skífum, gott að nota mandolín 200 ml kókosmjólk + 3 msk. 2 msk. fínt malað spelt 50 g rifinn vegan parmesan 125 g rifinn vegan ostur Safi og hýði af 1 límónu 1 tsk. engifer, malað 1 tsk. múskat, malað 1 tsk. rósmarín, þurrkað 1 tsk. sjávarsaltflögur 1 tsk. malaður svartur pipar Byrjið á að skera sætu kartöflurnar í mjög þunnar skífur, mér finnst best að nota mandolín. Setjið 200 ml af kókosmjólk í skál, bætið rifnum parmesan og rifnum vegan osti út í ásamt límónusafa, límónu- hýði, spelti og kryddi, hrærið saman. Smyrjið eldfast mót, setjið 3 msk. af kókosmjólk í botninn og setjið síðan 1 lag af sætum kart- öflum, 3 msk. af osta/kryddblönd- unni – setjið til skiptis og endið á 3 msk. af osta/kryddblöndunni. Bakið við 180°C, fyrst í 40 mínútur með loki/álpappír yfir og síðan í 30 mínútur án loks. Látið standa í 10-15 mínútur áður en borið fram. Jólalegt gulrótasalat með kínóa 10 litlar gulrætur, skornar í tvennt ef smælki, annars skornar í strimla 1 rauðlaukur, skorinn í báta 5 hvítlauksrif, skorin í tvennt 1 tsk. cuminfræ 1 tsk. kóríanderfræ 1 tsk. fennelfræ 2 msk. ólífuolía 75 g spínat 10 ólífur 100 g vegan fetaostur 50 g ristaðar pístasíuhnetur Granateplakjarnar úr ½ granatepli Hýði og safi úr 1 sítrónu Fersk minta Hitið ofninn í 200°C. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu, látið gulræturnar og laukinn þar á, kryddið með cumin-, kóríander- og fennelfræjum og skvettið ólífu- olíu yfir. Bakið í 10 mín., hrærið í eftir 5 mín. Setjið spínat á fat/skál, og raðið hráefninu fallega á fatið, notið líka fræin sem bökuðust með grænmetinu. Endið á að kreista sítrónusafa yfir ásamt sítrónuhýði og ferskri mintu. Sveppabaka 1 pakki tilbúið vegan smjördeig 500 g blandaðir sveppir 200 g grasker 120 g tófú 100 g ristaðar heslihnetur, gróft saxaðar 2 msk. balsamedik 1 msk. avókadóolía 1 msk. fersk salvía, smátt söxuð PREN TU N .IS mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is PREN TU N .IS TARTALETTUR Íslenskar hátíðar ................................................ 19. nóvember 2021 jól 2021 70 fréttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.