Fréttablaðið - 19.11.2021, Síða 93

Fréttablaðið - 19.11.2021, Síða 93
Margar fjölskyldur spila borðspil í jólaboðum. sandragudrun@frettabladid.is Hjá mörgum er það ómissandi hluti jólanna að hittast og spila einhvern tímann yfir hátíðirnar. Stórfjölskyldan spilar oft í jóla- boðum eða vinahópar hittast og spila borðspil og borða piparkökur og drekka malt og appelsín eða jafnvel jólabjór. Sumar fjölskyldur spila sama spilið ár eftir ár til að halda í hefðina. En þegar Trivial Pursuit útgáfan frá árinu 1985 er spiluð í hundraðasta skiptið og allir vita að svarið við íþróttaspurningunum er nær alltaf Sovétríkin og svarið við dægurmálaspurningunum er til skiptis Frankie goes to Hollywood og Eurythmics þá er kominn tími til að breyta til. Þá væri kannski ráð að gefa nýtt borðspil í möndlugjöf. Þar sem Íslendingar eru mjög spilaglöð þjóð er til mjög fjölbreytt úrval af spilum á íslensku, bæði spurningaspil, orðaleikir, partíspil og herkænskuspil. Það er til eitt- hvað sem hentar öllum hópum fólks á öllum aldri. ■ Spilajól Kaffið um hátíðarnar má gjarnan vera vel kryddað með kanil og fleiri hlýjum kryddum. Fréttablaðið/Getty johannamaria@torg.is Jólin eru strembinn tími fyrir marga og desember er, ásamt janúar, dimmasti mánuður ársins. Þá er gott að geta sötrað á ljúffengu kaffi til að víkka út skilningar- vitin og kveikja aðeins á orkunni í skammdeginu. Svo er síður en svo verra ef kaffið minnir okkur hressilega á jólin með dökkum kryddilmi og sætu bragði. Til eru margar útfærslur af kaffi- drykkjum, en þessi kryddblanda klikkar ekki í desember. Innihaldsefni Tvöfaldur espressó 1 msk. hlynsíróp eða púðursykur ½ tsk. kanill, mulinn ½ tsk. allrahanda, mulið ¼ tsk. engiferduft ¼ tsk. múskatduft Hrærið saman uns sykurinn er uppleystur. Heitri og freyddri mjólk er hellt yfir. Tegund og magn eftir smekk. Ekki er verra að toppa drykkinn með léttþeyttri rjómaslettu og rífa smá múskathnetu yfir. ■ Hlýr og kryddaður kaffidrykkur Þurr jólatré skapa mikla eldhættu. Fréttablaðið/Getty oddurfreyr@frettabladid.is Það er mikilvægt að vökva jólatrén sín, því þurr jólatré geta skapað mikla eldhættu og þau brenna hraðar en dagblöð. Þetta kom fram í nýlegri viðvörun frá stofnun sem sinnir öryggismálum fyrir neyt- endur í Bandaríkjunum. Stofnunin birti viðvörunina á Twitter-síðu sinni ásamt mynd af brennandi beinagrind að stíga út úr jólatré í jólalegri stofu. Joe Galbo, samfélagsmiðlasérfræðing- ur hjá stofnuninni, segir að logandi jólatré geti kveikt í heilu herbergi á örfáum sekúndum, þannig að þó að þetta sé dramatísk viðvörun sýni hún hættuna á viðeigandi hátt. Eldsvoðar eru algengir á jólun- um, þegar ótal ný ljós og kerti loga á heimilum fólks og fólk er að elda alls konar mat. Því er mikilvægt að passa vel upp á að jólaskreytingar með ljósum skapi ekki hættu og að skilja kertaljós aldrei eftir eftirlits- laus, auk þess sem kerti eiga alltaf að geta brunnið út hættulaust. Það er líka mikilvægt að huga vel að jólaseríum og athuga hvort þær séu í heilu lagi og ganga þannig frá að þær skapi ekki hættu. Svo er líka mikilvægt að setja upp reykskynjara á heimilum og passa að þeir virki örugglega, auk þess sem slökkvitæki eiga að vera á öllum heimilum. ■ Vökvið jólatrén fréttablaðið 7319. nóvember 2021 jól 2021
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.