Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 98

Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 98
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is Lára Margrét Traustadóttir er með einstaklega fagurt auga þegar kemur að jóla- skreytingum, en þar er íslensk vetrardýrð oft í hávegum. „Íslenskur skógur og náttúra varð mér að yrkisefni þegar ég sótti hugmyndir að borðskreytingu jólanna í þetta sinn. Fegurð nátt- úrulegra skreytinga hrífur mig alltaf og ég ákvað að hafa rauða litinn með því hann er svo jóla- legur,“ segir Lára Margrét Trausta- dóttir innanhússkreytir. Lára lagði á borð fyrir lesendur jólablaðsins, svo þeir mættu fá inn- blástur að skreytingu. „Allir geta skreytt veisluborð jólanna með þessum hætti því tilkostnaðurinn er lítill. Það eina sem þarf til eru könglar og greinar. Í borðskreytinguna notaði ég tvær tegundir af greni, mikið af könglum og falleg Eucalyptus populus-ber.“ Mamma gaf tóninn Lára Margrét hefur frá barnæsku haft mikinn áhuga á skreytingum og segist erfa það frá móður sinni. „Ég er alin upp á fallegu heimili og mamma mín heitin hafði mikinn áhuga á að hafa fallegt í kringum okkur heima. Á æsku- árunum var heimilið alltaf mikið skreytt fyrir jólin og áhugi minn á skreytingum jókst enn meira þegar ég fór að búa sjálf, en ég bý svo vel að fá að ráða flest öllu sem er inni á heimilinu,“ segir Lára og hlær, komin í jólaskap. „Mér finnst alltaf jafn gaman að nostra við jólin, sama hvort það er jólaborðið eða annað sem tengist jólahaldinu á heimilinu. Margir myndu eflaust telja mig pínu klikkaða í þessu en ég tek niður flesta hluti sem ég er vanalega með uppi við yfir árið og set jólaskraut í staðinn. Þá fer ég ófáar ferðir út í skóg til að sækja mér greinar og fleira fallegt til skreytinga, en ég nota alltaf mikið af náttúrulegum efniviði í jólaskreytingar.“ Heimilislegt jólahald Heimili Láru Margrétar ber þess merki að hún hefur gott auga. „Ég legg mikið upp úr því að hafa fallegt í kringum okkur heima, en þó vil ég að það sjáist vel að hér býr fólk með öllu sem því fylgir. Stelpurnar mínar eru duglegar að koma með ýmislegt fram sem ætti kannski frekar heima inni hjá þeim, en mér er alveg sama þar sem þetta er þeirra heimili líka.“ Lára er eigandi Skreytinga- Hrífandi fögur skógarferð við hátíðarborðið Lára Margrét Traustadóttir sækir sér oft innblástur í náttúruna, ekki síst þegar hún fer í vetrarbún- ing og verður jólaleg. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR Það þarf ekki að fara lengra en í stutta skógarferð til að finna jólaskraut náttúrunnar, svo sem sígrænt greni, köngla og ber. Útkoman er hlýleg, falleg, vistvæn og hagstæð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Rautt og grænt eru sígildir litir jólanna og tóna sérstaklega vel saman í nátt- úrulegu greni með jólarauðum borða. Yfir jólaborði Láru grúfir rökkur skammdegisins, en kerta- og jólaljós veita yl. Lára fléttar greni og köngla fallega utan um sérvéttur jólaveislunnar. Dásamlega lekkert og jólalegt. Könglar eru íðilfagurt sköpunarverk náttúrunnar og sóma sér alltaf vel. þjónustunnar og tekur að sér að skreyta fyrir veisluhöld af öllu tagi árið um kring. „Skreytingaþjónustunni fylgir oft mikið umstang og dót sem lendir oft á hinum ýmsu stöðum heima en það er bara í góðu lagi, eðlilegt og heimilislegt. Það á öllum að líða vel heima hjá sér og andrúmsloftið á að vera afslappað. Eins finnst mér mikilvægt að þeim, sem koma í heimsókn til okkar, líði vel hjá okkur og upplifi sig ekki eins og í líflausri húsgagnaverslun. Ég fylgist svo vitaskuld vel með því sem er í tísku hverju sinni, en oftar en ekki fer ég mínar eigin leiðir í skreytingum og vel frekar það sem mér finnst fallegt og passa hverju tilefni, í stað þess sem er kannski hæstmóðins akkúrat þá.“ ■ SMIÐJUVEGI 44-46 sími 414-2700 sala@idnvelar.is www.idnvelar.is allt fyrir iðnaðinn.... 19. nóvember 2021 jól 2021 78 fréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.