Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 100

Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 100
Jól og áramót eru líka tilvalin til að prófa sig áfram í glimm- erinu, fyrir þá sem eiga það eftir. Anna Þorleifsdóttir Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria @frettabladid.is Vinkonurnar Anna Dögg Rúnarsdóttir og Anna Þorleifsdóttir kynntust í gegnum sönginn. Báðar hafa haft áhuga á förðun og snyrtifræði frá unglingsaldri og sýna hér fallega og hátíð- lega jólaförðun á tveimur fyrirsætum. Anna Þorleifsdóttir er 37 ára og útskrifaðist sem förðunarfræðing- ur frá Reykjavík Makeup School í apríl. „Ég hef haft áhuga á förðun frá unglingsaldri og ákvað loksins að drífa mig í nám og ná mér í diploma og sé ekki eftir því,“ segir Anna. Hægt er að skoða farðanir Önnu á Instagram-síðu hennar, @ annath_makeup. Anna Þorleifs segir rauðar varir og glimmer vera klassískt um jólin. Þá segir hún að brons og gylltir tónar séu einnig mjög vinsælir. En hvað er heitast í ár? „Í rauninni er allt í tísku og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Áherslan hefur þó verið mikil á fallega húð og þetta „no makeup makeup“ þar sem andlitið lítur náttúrulega út þó að það sé farðað.“ Góður farði segir Anna að sé afar mikilvægur. „Það er gott að nota endingarmeiri farða ef hann á að haldast á í lengri tíma. Primer getur einnig haft mikið að segja og þar er hægt að velja farða sem hentar ákveðnum húðgerðum. Einnig er hægt að velja primer sem annað hvort mattar húðina eða gefur ljóma. Í lokin nota ég yfirleitt alltaf bæði rakasprey og setting sprey en gott setting sprey getur gert gæfumuninn hvað varðar endingartíma förðunar.“ Hátíðarleg jólaförðun Anna Þorleifs bjó til fallega jóla- förðun fyrir þær Birnu Pálsdóttur og Liv Sunnevu Einarsdóttur. „Ég legg mikla áherslu á að húðin sé falleg en í förðun eins og þessum tveimur þar sem er ýmist notast við glimmer/pigment eða dekkri liti á augu er best að byrja á aug- unum og eiga möguleika á að þrífa undir augum það sem fellur niður. Hátíðirnar eru til að prófa sig áfram Anna Þorleifsdóttir, til vinstri, og Anna Dögg Rúnarsdóttir kynntust í kórastarfi. Þær hafa báðar lengi haft áhuga á förðun og snyrtifræði. Liv Sunneva Einarsdóttir er glæsileg með rauðar og hátíðlegar varir og seiðandi augnförðun. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Gull, glimmer og rauðar varir eru alger klassík á jólunum. Bronsið er fal- legt yfir hátíð- arnar. Birna Pálsdóttir er glæsileg með hátíðlega augnförðun og náttúrulegar varir. Þegar húð og augu eru fullkláruð bæti ég við kinnalit, bronzer og highlight og enda á vörunum. Að lokum spreyja ég yfir með setting spreyi, þá er ég hrifin af All nighter frá Urban Decay.“ Farðinn sem Anna notar er Double Wear frá Esté Lauder, augnskuggar eru frá MAC, kinna- litur, varalitir og blýantur eru frá L'Oréal, pigment og highlighter frá Nyx, bronzer frá Rimmel og eyeliner frá Kiko. Hún notar sápu frá Body Shop til að móta auga- brúnirnar. „Ég nota aðallega bursta frá Morphe og Real techniques til að farða. Punkturinn yfir i-ið er svo beautyblender sem blandar öllu svo fallega.“ Er jólaförðunin mjög ólík ára- mótaförðuninni? „Í rauninni ekki, þannig séð. Margir ganga þó aðeins lengra í förðuninni um áramótin með meiri glamúr og glimmeri.“ Eru einhverjar nýjungar í ár sem gaman er prófa í förðuninni um jólin? „Graphic liner hefur verið mjög vinsæll upp á síðkastið í hinum ýmsu litum og útfærslum. Jól og áramót eru líka tilvalin til að prófa sig áfram í glimmerinu, fyrir þá sem eiga það eftir.“ Mótunin fylgir andlitsfallinu Anna Dögg er 39 ára snyrtifræð- ingur og hefur starfað í bransanum í fjölda ára. Í starfi sínu hefur hún meðal annars mótað hundruð augnabrúna. „Áhugi minn á snyrti- fræði hófst um 12 ára aldur og þá byrjaði ég að snyrta fjölskyldu og vini. Ég ákvað að fara á snyrtifræði- braut í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti og útskrifast þaðan árið 2005. Tveimur árum síðar kláraði ég svo sveinsprófið og byrjaði að starfa við snyrtifræði. Árið 2013 stofnaði ég Snyrtistofuna Dagmar, sem ég nefndi í höfuð frænku minni heit- inni Dagmar, og hef rekið þá stofu i Bæjarlindinni í Kópavogi allar götur síðan,“ segir Anna Dögg. Hún tók sig til og litaði og mótaði auga- brúnirnar á fyrirsætunum áður en Anna Þorleifs farðaði. „Þegar ég móta augnabrúnir hjá konum eða körlum þá fer ég eftir andlitsfalli, augnlagi, met lit út frá háralit og húðlit. Að sjálfsögðu fer ég líka eftir óskum viðskiptavinar. Ég nota vax og plokkara til að móta augabrúnirnar. Eins og í tilfelli módelanna tveggja, þá er andlitsfall þeirra og húðtónn ólíkur. Ég mótaði þær því ekki eins og notaði ekki sama lit á augabrúnirnar. Á aðra þeirra notaði ég svartan lit og á hina blandaði ég saman dökkbrúnum og gráum.“ Þrátt fyrir að búið sé að lita og móta augnabrúnirnar segir Anna Dögg það mikilvægt að gleyma ekki augnabrúnunum í förðun- inni. „Það er gott að nota ýmsar augnabrúnavörur eins og augna- brúnablýant og augnabrúnagel. Í dag er vinsælt að skipta út gelinu fyrir augnabrúnasápu til að tryggja að hárin liggi nákvæmlega eins og maður vill hafa þau.“ Þú hefur verið í bransanum núna í þó nokkur ár og væntanlega séð ýmis tískutrend koma og fara í augnabrúnunum. Hvað vilja konur í dag? „Það sem konur vilja í dag eru vel mótaðar, þykkar og fallegar augna- brúnir. Það er ýmislegt í tísku í dag en það sem er ríkjandi er mikið þykkar og bústnar augnabrúnir. Því þykkari, því betri eiginlega.“ n www.galleriskart.is Skartgripir, Víkingaskart, Orkuskart, Lyklakippur, Barnavörur, Tarotspil, Rúnir, Draumfangarar, Reykelsi, Epsom salt og Saltkristalslampar. Gallerí Skart Kríulandi 8 250 Garði Sími 8652818 Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur JÓLASÖFNUN 19. nóvember 2021 jól 2021 80 fréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.