Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 102

Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 102
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Innan rétttrúnaðarkirkj- unnar er jóladagur þann 7. janúar. Í mörgum löndum, til dæmis Serbíu, er siður að halda jólin þann dag. Renata Zdravkovic flutti til Íslands 10 ára og heldur bæði íslensk og serbnesk jól. Renata segist elska bæði íslensk jól og serbnesk og heldur upp á hvor tveggja dóttur sinnar vegna. „Ég á dóttur með íslenskum manni og þegar við vorum saman héldum við fyrst upp á þeirra jól 24. desember og svo mín 7. janúar. Þegar við hættum saman þá hélt ég áfram að halda bæði jólin, ég vil að dóttir mín þekki bæði íslenskar og serbneskar jólahefðir,“ segir hún. Þar sem 7. janúar er ekki frídagur á Íslandi er Renata oftast að vinna þann dag, en hún undirbýr matinn að miklu leyti kvöldið áður og svo eru jólin haldin um kvöldið þegar hún kemur heim úr vinnunni. „Við gerum oftast purusteik, en úti í Serbíu er yfirleitt svín eða lamb á teini í jólamatinn, en við gerum það ekki hér. Ég geri puru­ steikina daginn áður og þá þarf bara að gera sósur salat og kart­ öflur á jóladag,“ segir Renata, en á þá við 7. janúar, sem er jóladagur hjá henni. „6. janúar er fasta. Þá má ekki Heldur jólin í janúar Renata hefur búið á Íslandi mestan hluta lífsins.Henni finnst mikilvægt að halda í hefðir og heldur bæði íslensk og serbnesk jól. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Serbneskt jólaborð hlaðið kræsingum. Jólabrauðið er serbnesk hefð sem Renata sleppir aldei. Ef þú færð klinkið þá færðu nógan pening á árinu eða þér gengur vel í vinnunni. Ég vil að dóttir mín þekki bæði íslenskar og serb- neskar jólahefðir. borða neinar dýraafurðir nema fisk. Við höfum oftast baunarétti og við borðum líka mikið af súru grænmeti, súrar gúrkur, súrar paprikur, súrt blómkál og þannig. Við erum að nýta grænmeti svo það eyðileggist ekki, það er sett í edik yfir veturinn og við borðum mikið af súru grænmeti á veturna.“ Fyrsti gestur fyrirboði um árið Í Serbíu ríkir sú hefð að fyrsta manneskjan sem kemur inn í húsið á jóladag 7. janúar fær gjöf. Það er sagt að fyrsti gesturinn spái fyrir um hvernig árið verður. „Við höfum yfirleitt valið hver kemur í heimsókn. Oftast veljum við börnin, þau labba þá kannski einn hring í kringum húsið og banka svo og fá gjöf. Börnin eru oftast heilbrigð og hraust svo ef þau eru fyrstu gestirnir mun árið ganga vel og smurt hjá okkur,“ útskýrir Renata og segir að dóttir hennar fái oft þetta hlutverk. „Hún þarf að segja ákveðna setningu og við svörum á móti og svo fær hún gjöfina. Þetta er voða gaman.“ Ein serbnesk jólahefð sem Renata heldur alltaf í er að baka stórt brauð með peningi í. „Þetta er stór brauðkaka. Það á í raun að borða hana fyrir hádegi, svo ef ég er í fríi þá borðum við hana þá. Hefðin er að hafa fjöl­ skylduboð og við sitjum saman og borðum hádegismat. Allir eiga að rífa af brauðinu, en áður en brauðið er bakað setjum við pening í deigið. Kannski einn hundraðkall og í Serbíu er sett ein grein af tré sem vex þar. Ef þú færð greinina þá er það fyrir því að allir verði hamingjusamir og hraustir og enginn verði veikur í húsinu, en ef þú færð klinkið þá færðu nógan pening á árinu eða þér gengur vel í vinnunni,“ útskýrir Renata. Borða saman eins og fjölskylda Renata á serbneska konu en ekki foreldra eða systkini á Íslandi. Þess vegna hitta þær vinkonur sínar á jólunum og borða með þeim. „Mér finnst æðislegt að eiga núna serbneskan maka sem vill halda bæði jólin með mér. Við erum svolítið margar hér sem erum einar, það er eigum ekki for­ eldra eða systkini hér. Við höfum verið allar saman og eldað og allar koma með eitthvað á borðið. Svo borðum við saman eins og ein stór fjölskylda. Það er miklu skemmti­ legra heldur en að vera kannski bara ein heima með börnunum,“ segir hún. Í Serbíu er venjan að opna gjafir um áramótin, en Renata hefur gert það 24. desember að íslenskum sið. „Ég hef líka haft þessa 13 jóla­ sveina fyrir jólin eins og gert er hér. Ég vil ekki að barnið mitt sé alveg út úr íslenskum hefðum. Gamlárs­ kvöld höfum við líka haldið upp á eins og gert er á Íslandi. Við höfum bara sambland af öllum hefðunum á þessum tíma, íslenskum og serbneskum,“ segir Renata. Dóttur Renötu finnst alveg æðis­ legt að halda jólin tvisvar, en finnst sumar serbnesku hefðirnar svolítið skrítnar, eins og að opna ekki gjafir á jólum. „Svo finnst henni svolítið skrýtið það sem hún þarf að segja þegar hún bankar á dyrnar á jóladag. En henni finnst það samt gaman. Það er gaman að halda í þessar hefðir. Maður er kannski á hlaupum allt árið og endalaust upptekinn, svo koma nokkrir dagar þar sem við söfnumst saman og höldum upp á jólin. Mér finnst það æðislegt.“ n Allar nánari upplýsingar um Jólamarkaðinn, Jólaskóginn á Hólmsheiði og jólatrjáasölu á Lækjartorgi er að nna á: heidmork.isVIÐ ELLIÐAVATNSBÆ 19. nóvember 2021 jól 2021 82 fréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.