Fréttablaðið - 19.11.2021, Page 110

Fréttablaðið - 19.11.2021, Page 110
 Ég horfi alltaf á Christmas Vacation. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr @frettabladid.is Leikarinn og rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson er sannkallaður kvikmynda- áhugamaður og nýtir jóla- fríið til að glápa á vel valdar kvikmyndir og sjónvarps- þætti sem honum finnst eiga við á þessum árstíma. Ævar segist vera jólabarn, en að hann reyni að hafa hemil á því þangað til á aðventunni. „Ég leyfi mér ekki að detta í stuðið fyrr en á aðventu,“ segir hann. „Í morgun kveikti ég til dæmis á bílnum og það var óvart stillt á jólastöð og þá varð smá panik. Ég vil ekki verða þreyttur á stemn- ingunni of snemma. Kannski þýðir það samt að ég sé ekki alvöru jólabarn, mig grunar að þau fagni jólatónlist töluvert fyrr en ég.“ Ævar hefur ekki mikið af jóla- hefðum því hann hefur venjulega lítinn tíma fyrir þær. „Fyrir mig snúast jólin mikið um vinnutörn því síðustu árin hef ég alltaf verið með bók í jólabóka- flóðinu, þannig að alveg fram á aðfangadag er maður á fullu við hluti tengda því; fylgja bókinni eftir, árita, skjótast hingað og þangað með eintök og svo fram- vegis. En svo bætist auðvitað allt hefðbundna jóladútlið við,“ segir Ævar. „Þetta eru að vísu áttundu jólin í röð sem ég er með bók, svo þetta stúss er eiginlega orðið hluti af hefðinni. En við fjölskyldan erum líka með litlar hefðir sem við höldum í á milli ára. Oftast kaupum við jólatréð okkar á Jólamarkaði Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur í Heið- mörk, við kíkjum alltaf til foreldra minna úti í sveit milli jóla og nýárs og síðan strákurinn okkar fæddist höfum við konan mín haldið jólin okkar heima, bara við þrjú. Jóla- tónleikar Baggalúts eru líka hluti af jólaundirbúningnum og það stendur að sjálfsögðu líka til núna. Ég held samt að aðalþemað þessi jólin verði að huga að sóttvörnum, fara varlega, vera ekki að þvælast að óþörfu, panta allt sem maður getur mögulega pantað á netinu og horfa á eitthvað skemmtilegt heima,“ segir Ævar. Sækir í þessar gömlu góðu „Ég er mikill kvikmyndaáhuga- maður og bæði horfi ég mikið á kvikmyndir og hlusta á hlaðvörp tengd kvikmyndum og því sem gerist bak við tjöldin,“ segir Ævar. „Ég hef mikinn áhuga á fólki sem skapar og finnst áhugavert hvernig bækur, kvikmyndir og þættir verða til.“ Gaman að hafa gláphefðir um jólin Það eru nokkrar myndir sem Ævar Þór Benediktsson horfir reglu- lega á um jólin. Þetta eru bæði hefðbundnar jólamyndir og myndir sem honum finnst bara huggulegt og viðeigandi að horfa á í fríinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Það eru nokkrar myndir sem Ævar horfir reglulega á um jól. „Ég horfi alltaf á Christmas Vacation. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Hún er líka svo dásamleg að maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í henni,“ segir hann. „Í henni er líka eitt flottasta leiklistaraugnablik sögunnar þegar Chevy Chase er uppi í stiga utan á húsinu sínu að hengja upp ljósaseríu, er kominn öfugu megin við stigann og getur ekki ákveðið hvernig hann eigi að ná taki á honum til að komast aftur á réttan kjöl. Ótrúlega mennskt og satt augnablik, óað- finnanlega leikið. Margar af þeim myndum sem maður sækir í yfir hátíðirnar eru myndirnar sem maður sá þegar maður var yngri, eins og Home Alone og Nightmare Before Christ- mas,“ segir Ævar. „Elf er reyndar mynd sem ég kom að seinna en mér finnst samt mjög skemmtileg. Svo er það Die Hard. Fólk rífst um hvort það sé jólamynd eða ekki en mér er alveg sama, mér finnst afar kósí að horfa á hana um jólin. Svo eru líka myndir sem maður tengir aðallega við að vera í fríi og að geta gefið sér tíma til að horfa. Þá koma Lord of the Rings og Harry Potter myndirnar sterkar inn,“ segir Ævar. „Ef útreikningar mínir reynast réttir er komið að Potter þessi jólin. Svo er maður auð- vitað alltaf að leita að nýjum kvikmynda- bálki til að sökkva sér í. Apollo 13 er líka mynd sem við horfum oft á um jólin. Það er eitthvað við hana sem er mjög kósý og jólalegt, finnst mér,“ segir Ævar. „Það eru einhverjir töfrar í þeirri mynd.“ Hasar og huggulegheit „Svo er líka ein mynd sem við horfum stundum á milli jóla og nýárs, en það er hin stórkostlega The Rock,“ segir Ævar. „Leikararn- ir, söguþráðurinn, tónlistin - það er allt frábært við hana. Ætli það sé ekki þannig að fyrir jól tekur maður jólalegustu myndirnar, svo taka LOTR eða Potter við og svo þegar áramótin eru handan við hornið fer maður meira í hasarinn. Maður leitar samt líka í kósý myndir um jólin og Ghostbus- ters og Groundhog Day. Þetta eru myndir sem maður hefur séð endalaust oft en getur einhvern veginn alltaf horft á einu sinni enn. Já, og ef The Grinch með Jim Carrey er í sjónvarpinu sest ég líka niður og horfi á að minnsta kosti 15 mínútur og hristi hausinn yfir því hvernig Carrey fer eiginlega að þessu,“ segir Ævar. ,,Stundum finnst mér líka huggulegt að horfa á sérstaka jóla- þætti úr sjónvarpsseríum eins og That 70‘s Show, Friends, Brooklyn 99 eða Scrubs,“ segir Ævar. Ævar segist almennt vera lítið fyrir nýjar jólamyndir. „Ég sæki allavega mest í það sem ég horfði á þegar ég var yngri. Maður er alltaf að leita að þessari gömlu góðu tilfinningu. Það er eins með jólalögin, maður hlustar alltaf á sömu gömlu jólalögin. Nýju venjast, en það tekur alltaf smá tíma,“ segir Ævar. „Sama gildir um nýjar jólamyndir, það tekur alltaf nokkur ár að taka þær í sátt. Á listanum fyrir þessi jólin er teiknimyndin Klaus á Netflix sem er nokkurra ára gömul og ég veit fyrir víst að á að vera stórkostleg. Ég hlakka til að kíkja á hana.“ Ný bók og glæpasería Það er annars nóg um að vera hjá Ævari þessa dagana. „Ég er með bók fyrir jólin sem heitir Þín eigin ráðgáta og er hluti af „Þín eigin“ bókaröðinni. Henni hefur verið tekið gríðarlega vel og er enn sem komið er ein af vin- sælustu bókunum í f lóðinu þetta árið,“ segir hann. „Svo er ég að leika í Svörtu söndum, nýrri glæpaseríu frá Baldvin Z og Glassriver, sem verður frumsýnd á Stöð 2 milli jóla og nýárs. Það verður gaman að fylgjast með viðbrögðunum við henni. Ég er náttúrulega leikari í grunninn, en þar sem ég hef verið að skrifa svo mikið síðastliðin ár hefur sá vöðvi ekki verið mikið notaður. Við tókum þættina upp í sumar og ég er ekki frá því að Baldvin sé einn besti leikstjóri sem ég hef unnið með. Hann er algjör leikarahvíslari.“ n 19. nóvember 2021 jól 2021 90 fréttablaðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.