Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 140

Fréttablaðið - 19.11.2021, Side 140
Okkar helsta sala hefur einmitt verið á fínni börum og veitinga- stöðum. Áfengisverslunin hóf framleiðslu á áfengum drykkjum 1935, en hætti framleiðslu 1992. Þá voru framleiðslu- tækin seld einkafyrir- tæki. Þekktasta teg- undin var Brennivín, sem frá upphafi var kallað Svarti dauði. Íslenska Brennivínið í jóla­ búningi þykir mikil lúxus­ vara úti í hinum stóra heimi. Á meðan aðeins 43 flöskur eru til í Vínbúðum ÁTVR er útflutningur að taka við sér ­ enda álitið lúxusmerki. benediktboas@frettabladid.is Á síðari hluta síðustu aldar voru ríkisstarfsmenn að Stuðlahálsi í svokölluðum þroskunaræfingum með brennivín og voru meðal ann­ ars að framleiða útgáfu sem hét ein­ faldlega Gamalt Brennivín og hafði legið á eikartunnum í 12 mánuði. Þessar æfingar voru svo endur­ vaktar undir aldamót með ágætis árangri, þá á frönskum eikar­ tunnum. „Við höfum verið í þessum tunnuþroskunarfasa með hið íslenska Brennivín síðan 2014 sam­ fleytt þegar fyrsta tunnuþroskaða Brennivínið kom út sama ár eftir að hafa þroskast á tunnum í sex mán­ uði. Það hét Brennivín Jólin 2014 sem er það nafn sem við notum enn í dag nema bara með nýju ártali, auðvitað. Það er óhætt að segja að það hafi strax slegið í gegn og vakti það umtalsverða athygli bæði hér heima en einnig á mörkuðum erlendis,“ segir Úlfar Árdal, framleiðslustjóri Brennivíns. Úlfar segir að jólaútgáfan af brennivíni þetta árið hafi fengið að þroskast í sérrítunnum í 18 mánuði, sem séu sérvaldar þannig að eigin­ leikar hverrar tunnu fyrir sig fái að njóta sín. „Eftir þroskunina má greina milda tóna sérrís og vanillu sem tunnurnar færa okkur og bland­ ast við létta kúmentónana ásamt því að gefa Brennivíninu þennan fallega gyllta blæ.“ Útflutningur á íslensku Brenni­ víni hefur verið í gangi í þó nokkur ár til markaða á borð við Banda­ ríkin, Kanada og Þýskaland. Þar er það álitið lúxusvara en aðeins voru 43 flöskur til í Vínbúðum ÁTVR í gær. „Okkar stærsti markaður er í Ameríku og stuttu eftir að faraldur­ inn fór á flug fórum við að fá fréttir af lokunum hjá mörgum af flottustu börum í helstu fylkjum og eigendur hreinlega vissu oft ekki hvort þeir myndu nokkurn tímann opna aftur. Okkar helsta sala hefur einmitt verið á fínni börum og veitinga­ stöðum þannig að þetta leit ekki vel út. Þegar leið á fór salan að færast yfir í fínni flöskubúðir að einhverju leyti auk þess sem netsala tók mikinn kipp. Þá hefur sala aukist í Þýska­ landi undanfarin tvö ár,“ segir Úlfar svolítið stoltur. Hann segir að það sé stórkostlega skemmtilegt að leika sér með jafn fornfrægt merki og íslenska Brenni­ vínið. Nú sé komin vörulína fyrir lengra komna enda verður næsta útgáfa sú fyrsta í svokallaðri „single barrel“­seríu sem hann er spenntur fyrir. „Þar blöndum við ekki saman tunnum eins og við gerum núna heldur veljum áhugaverðar tunnur úr tilraunaverkefnum okkar og leyfum þeim að njóta sín einum og sér.“ n Íslenskt jólabrennivín í lúxusbúðir Bragðlýsingin samkvæmt síðu ÁTVR er að Brennivínið sé ljósrafgullið, ósætt, kúmen, hnetur, þurrk- aðir ávextir, vanilla og tunna. Heitt eftirbragð. Engu logið þar. MYND/HARALDUR JÓNASSON odduraevar@frettabladid.is „Þetta verður ekki jólalegra,“ segir Pétur Ásgeirsson, hönnuður Íslenska jólasveinaspilsins. Hann segir spilið einfalt og skemmtilegt og hannað fyrir krakka á öllum aldri. „Í sumum spilum þarftu oft helst að vera kominn með háskólagráðu til að vita svörin en við fórum aðra leið,“ segir Pétur á léttu nótunum. Spilið er hugsað fyrir fjóra spilara í senn. „Hér velurðu þér jólasvein og markmiðið er að gefa þægum krökk­ um í skóinn. Þetta er mjög einfalt en samt alveg krefjandi. Það fylgja spurningaspil og spurningarnar eru til dæmis Hvað eru jólasveinarnir margir? Hver er þinn uppáhalds jólasveinn? Eru jólasmákökur góðar? Þannig að öll svörin geta verið rétt,“ útskýrir Pétur. Hann segir Grýlu, Leppalúða og Jólakettinum að sjálf­ sögðu bregða fyrir. n Þarf enga háskólagráðu til að verða jólasveinn Pétur segir spilið bæði einfalt en samt krefjandi. Spilið er hugsað fyrir krakka á öllum aldri. MYNDIR/AÐSENDAR Spilið inniheldur: 20 Grýluspjöld, 15 jólaböll, 20 spurningaspjöld, 1 trétening, 4 leikmannastanda og 13 jólasveina. App sem les á spjöldin á íslensku, ensku og pólsku. odduraevar@frettabladid.is AirPods­heyrnartólin þráðlausu frá Apple eru ekki lengur töff og stór­ stjörnurnar velja snúrur. Þessu er slegið upp í nýrri umfjöllun The Wall Street Journal. Þar segir einfaldlega að snúrur séu inni þessa dagana. Ástæðan er sú að of margir eiga AirPods­heyrnartól þessa dagana, að því er segir í umfjölluninni. Bent er á að stórstjörnur eins og fyrirsætan Bella Hadid, leikkonan Lily­Rose Depp og söngkonan Zoe Kravitz hafi allar verið myndaðar á víða­ vangi með heyrnartól með snúru í eyrunum. Þá ná vinsældirnar einnig til sam­ félagsmiðla þar sem Apple­heyrnar­ tólin með snúru hafa verið vinsæl á miðlum eins og TikTok. Í umfjöllun The Wall Street Journal er svo bent á að það auki vinsældirnar hvað þau eru ódýr miðað við þráðlausa arf­ taka þeirra. n Airpods úti, snúrur inni Bella Hadid. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY odduraevar@frettabladid.is Clayton Echard, næsti piparsveinn í bandarísku raunveruleikaþátt­ unum Bachelor, er staddur á Íslandi. Hann er hér við upptökur á loka­ hnykknum í nýjustu seríunni. Um er að ræða fyrstu seríuna í hartnær tvö ár þar sem keppendur ferðast út fyrir Bandaríkin en tökur hafa verið fyrir luktum dyrum undanfarið vegna heimsfaraldurs Covid­19. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru þrír keppendur staddir hér á landi með Clayton. Þau gerðu sér meðal annars dagamun í Sky Lagoon á Kársnesi og með því að borða í Hörpu að því er heimildir blaðsins herma. Clayton var þátttakandi í Bachel­ orette­seríu Michelle Young sem enn er í sýningu á Sjónvarpi Símans. Þrátt fyrir að þeir séu enn í sýningu bæði hér og erlendis hefur það kvis­ ast út fyrir margt löngu á erlendum slúðurmiðlum að Clayton sé næsti piparsveinninn. Glöggur íslenskur aðdáandi sá Clayton spóka sig um á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur í gær. Óhætt er að fullyrða að Clayton hafi litið glæsilega út og klætt íslenska veðrið af sér með leðurhönskum og fal­ legum jakka. n Bachelor-stjörnur í Sky Lagoon Clayton hefur aldrei verið betri. 28 Lífið 19. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 19. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.