Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 32

Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 32
slægjulönd, sem nýtt voru til heyskapar í þá daga. Guðmundur hafði vakandi auga á því hvar hestarnir héldu sig, og þegar að hann sá að þeir fóru að nálgast engjalandið, gekk hann upp á túnið með hrossabrestinn í hendinni og snéri honum af miklum krafti. Hrossabresturinn gaf frá sér ískrandi hvissandi hljóð með töluverðum hávaða. Þetta verkaði þannig á hrossin að þau tóku sprett og hlupu burt. Ég var stundum með honum í þessum ferðum. Fannst hálf ótrúlegt að hestar hræddust þetta litla áhald. Einnig þótti mér gaman að sjá hestana hlaupa. Guðmundur er fæddur 18. júní 1844 í Kálfavík í Ögurhreppi N-Isafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Bárður Jónsson bóndi þar og kona hans Steinunn Guðmundsdóttir, Sturlaugssonar. Guðmundur hóf búskap í Kálfavík árið 1867 og bjó þar til ársins 1882, en það ár flytur hann búferlum að Kollafjarðarnesi í Strandasýslu. Guðmundur var góður smiður bæði á tré og járn. Frægastur var hann fyrir bátasmíðar. Þær stundaði hann af miklu kappi alla ævi og smíðaði fjölda báta, enginn veit nú tölu þeim. Vitað er, að á meðan hann bjó í Kálfavík smiðaði hann allmarga báta. Fljótlega eftir að Guðmundur kom að Kolla- fjarðarnesi gerðist búskapur hans stór í sniðum og var Kolla- fjarðarnesið fullnýtt í hans höndum og það svo að hann varð að fá slægjur annarsstaðar. Talið er að hann hafi þá verið með næst stærsta bú í Strandasýslu, aðeins Tröllatungubúið var stærra. Hann stækkaði túnið og sléttaði, engin þúfa var til í Kollafjarð- arnestúninu þegar hann fór þaðan. Hann reisti kornmyllu á staðnum og gróf stóran og öflugan skurð ca. 1 km að lengd að ánni Hvalsá, veitti ánni eða hluta hennar í skurðinn og var kornmyllan drifin með vatnsafli. Út frá túninu í Kollafjarðarnesi að Hvalsá eru grundir og upp frá þeim mýrlendi. Á þetta land veitti Guðmundur vatni úr Hvalsá í því augnamiði að auka grasvöxt þar. Þetta land var farið að taka töluvert við sér áður en Guðmundur fór þaðan. Frammi á Hvalsárdal í landi Kollafjarðarness eru fúaflóar nokkuð grasgefnir en illvinnandi sökum bleytu. Guðmundur var byrjaður að ræsa þá fram áður en hann fór af jörðinni. Á Kollafjarðarnesi er lítill hólmi rétt undan landi. Nes liggur 30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.