Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 34
skilningsríkur í þessum málum. Hvergi sést í bókum hreppsins að
komið hafi til ágreinings við aðra hreppa um fátækramál, en það
var ekki óalgengt á þessum tímum.
Þá kemur Guðmundur við sögu í verslunarmálum Stein-
grímsfjarðar. Sumarið 1894 auglýsti R.P. Riis kaupmaður að
hann verslaði ekki lengur í Skeljavík. Voru þá sendir þrír menn,
þeir séra Arnór Árnason Felli, Guðmundur Bárðarson Kolla-
fjarðarnesi og Magnús Magnússon Hrófbergi vestur í Skarðstöð
til þess að semja við Björn Sigurðsson kaupmann þar, um versl-
un og byggingu á Hólmavík. Það samdist með þeim, en til
framkvæmda kom ekki, þar sem Riis hóf þá verslunarrekstur á
Hólmavík. Jafnframt þessari verslun starfaði deild úr Dala-
félaginu, Steingrímsfjarðardeild, með aðsetri á Hólmavík, en
það var aðeins pöntunarfélag.
Hinn 29. des. 1898 er stofnfundur kaupfélags haldinn á Hey-
dalsá og félagið nefnt Verslunarfélag Steingrímsfjarðar með að-
setri á Hólmavík. I stjórn voru kosnir: Guðjón Guðlaugsson
Ljúfustöðum formaður, Björn Halldórsson Smáhömrum og
Guðmundur Bárðarson Kollafjarðarnesi. Guðmundur átti sæti í
stjórn félagsins þar til hann flutti burt af félagssvæðinu. Guð-
mundur hefur látið fræðslumál til sín taka og greinilega verið
framúrstefnumaður á því sviði, sem fleirum.
Áhugi vaknaði fyrir því í Kirkjubólshreppi að koma á fót
unglingaskóla innan hreppsins. Staðarvalið var Heydalsá. Ein-
hver dráttur varð á því að framkvæmdir hæfust og hefur það
ekki verið að skapi Guðmundar, því hann tók sig til og byggði
skólahúsið algerlega á eigin kostnað og var sjálfur aðalsmiður-
inn. Árið 1896 kaupir Kirkjubólshreppur skólahúsið af Guð-
mundi og þar með hefst starfsemi Heydalsárskólans. Guð-
mundur gaf alla vinnu sína og sinna manna við byggingu skól-
ans og aðdrætti á efni. Raunverulegt verð var því aðeins efni í
húsið komið á staðinn. Framlag Guðmundar í sambandi við
fræðslumál héraðsins er stórmerkilegt og ber glöggt vitni um
framsýni og dugnað þessa athyglisverða manns. Mér býður í
grun að mörgum Strandamönnum sé ókunnugt um þátt Guð-
mundar í sambandi við Heydalsárskólans, en hans hlutur í þessu
32