Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 34

Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 34
skilningsríkur í þessum málum. Hvergi sést í bókum hreppsins að komið hafi til ágreinings við aðra hreppa um fátækramál, en það var ekki óalgengt á þessum tímum. Þá kemur Guðmundur við sögu í verslunarmálum Stein- grímsfjarðar. Sumarið 1894 auglýsti R.P. Riis kaupmaður að hann verslaði ekki lengur í Skeljavík. Voru þá sendir þrír menn, þeir séra Arnór Árnason Felli, Guðmundur Bárðarson Kolla- fjarðarnesi og Magnús Magnússon Hrófbergi vestur í Skarðstöð til þess að semja við Björn Sigurðsson kaupmann þar, um versl- un og byggingu á Hólmavík. Það samdist með þeim, en til framkvæmda kom ekki, þar sem Riis hóf þá verslunarrekstur á Hólmavík. Jafnframt þessari verslun starfaði deild úr Dala- félaginu, Steingrímsfjarðardeild, með aðsetri á Hólmavík, en það var aðeins pöntunarfélag. Hinn 29. des. 1898 er stofnfundur kaupfélags haldinn á Hey- dalsá og félagið nefnt Verslunarfélag Steingrímsfjarðar með að- setri á Hólmavík. I stjórn voru kosnir: Guðjón Guðlaugsson Ljúfustöðum formaður, Björn Halldórsson Smáhömrum og Guðmundur Bárðarson Kollafjarðarnesi. Guðmundur átti sæti í stjórn félagsins þar til hann flutti burt af félagssvæðinu. Guð- mundur hefur látið fræðslumál til sín taka og greinilega verið framúrstefnumaður á því sviði, sem fleirum. Áhugi vaknaði fyrir því í Kirkjubólshreppi að koma á fót unglingaskóla innan hreppsins. Staðarvalið var Heydalsá. Ein- hver dráttur varð á því að framkvæmdir hæfust og hefur það ekki verið að skapi Guðmundar, því hann tók sig til og byggði skólahúsið algerlega á eigin kostnað og var sjálfur aðalsmiður- inn. Árið 1896 kaupir Kirkjubólshreppur skólahúsið af Guð- mundi og þar með hefst starfsemi Heydalsárskólans. Guð- mundur gaf alla vinnu sína og sinna manna við byggingu skól- ans og aðdrætti á efni. Raunverulegt verð var því aðeins efni í húsið komið á staðinn. Framlag Guðmundar í sambandi við fræðslumál héraðsins er stórmerkilegt og ber glöggt vitni um framsýni og dugnað þessa athyglisverða manns. Mér býður í grun að mörgum Strandamönnum sé ókunnugt um þátt Guð- mundar í sambandi við Heydalsárskólans, en hans hlutur í þessu 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.