Strandapósturinn - 01.06.1980, Blaðsíða 45
Valdimarssonar, er búsett voru í Reykjavík. Þar leið honum eins
vel og best varð á kosið og undi sér vel. Hjá þeim var hann þar til
hann veiktist og varð að fara á Vífilsstaðahæli þar sem hann
dvaldi til æviloka og varð háaldraður. Þar með var lokið göngu
manns sem í vöggugjöf hlaut rausnar- og höfðingslund sem
ættarfylgju, en örlögin sniðu þröngan stakk til athafna.
Jakob, sonur Ólafs, varð eftir þegar hann fór suður, fyrst til að
byrjað með var hann (að mig minnir) í Djúpuvík og átti alls staðar
góðu að mæta. Þaðan fór hann að Kambi til Guðlaugs Annas-
sonar og Guðbjargar Guðbrandsdóttur og leið þar vel. Þegar
Guðlaugur féll frá og kona og börn fluttu úr hreppnum fór hann
að Veiðileysu til Hallberts Guðbrandssonar og Sigríðar Þor-
leifsdóttur og með þeim til Djúpuvíkur, þegar þau fluttu þang-
að, er þar að öllu vel fyrir honum séð og hann ánægður. Ég var
búin að vera nokkur ár í Djúpuvík þegar Hallbert flutti þangað.
Jakob hafði ég þekkt allt frá því ég leit hann fyrst fyrir ofan
móður sína í rúminu, nú lágu leiðir okkar saman, sérstaklega
síðustu árin mín í Djúpuvík. Þá var orðið þar fátt um fólk og helst
til mikil einangrun. Hjá öllum var sérlega góðu að mæta, en allir
störfum hlaðnir svo tími gafst lítill aflögu, við hjón farin að
eldast og tvö ein í okkar húsi. Þá var það ekki svo sjaldan að
Jakob kom á sunnudögum, rakaður og reffilega klæddur að
heilsa upp á okkur og það sem meira var, hann er svo söng-
hneigður og hafði unun af að syngja, kunni svo mörg ljóð og lög
sem hann hafði lært sem barn þegar systir hans Betty söng og lék
á orgel. Lögin komu alveg til skila og textann kunni hann líka á
sínu barnamáli, sem stundum var dálítið erfitt að átta sig á í
fyrstu, en mér þó alltaf tókst. Fyrir kom að hann kom með vísur
sem ég hafði kunnað en voru mér úr minni liðnar, þannig vakti
hann upp hjá mér margt er ég hafði gleymt. Má af þessu sjá
hverjum hæfileikum hann hefur verið búinn frá skaparans hendi
ef heilsa og líf hefðu ekki þegar í bernsku hlotið þennan skapa-
dóm.
Oft kom ég til Ólafs og Elísabetar, alltaf var þar góðu að mæta
og risna að ég hygg í seinni tíð fram yfir það er efni leyfðu.
Gaman hafði ég af að koma upp á loftið og litast þar um, þó
43