Strandapósturinn - 01.06.1980, Side 72
Eyjalandinu, myndast þar hvilft í fjallið sem nefnist Horn-
hvammur.
Þar er stórgrýtisurð og mætti halda að þar væri víða möguleiki
að tófur gytu, en svo er þó ekki. Aðeins innar og neðan til við
miðja urðina virðist gotstaðurinn vera. Ekki er gott að lýsa
staðnum nákvæmlega, enda sjálfsagt að leita allt svæðið sem
best.
í brúninni beint upp af Eyjabænum er grenstæði. Það er yzt á
hjalla þeim er gengur í sjálfheldu út í skriðurnar. Það er besta
grenstæðið í hreppnum, moldargreni er snýr mót suðri, hlýtt og
þurrt og fannlaust. Við þetta greni hef ég verið með að ná
flestum yrðlingum eða 9 alls. I þrjá áratugi hef ég veitt því
eftirtekt að yrðlingar hafa að jafnaði verið fleiri úr þessu greni en
öðrum í hreppnum.
Ólíkt þykir mér að í þetta greni veljist frjósömustu tófurnar,
heldur hitt, að þarna komast upp fleiri af þeim sem fæðast, en
víða annarsstaðar þar sem um blaut og köld grenstæði er að
ræða.
Asparvík
Skammt fyrir innan Asparvíkurbæinn og ekki ýkja langt upp í
brúninni frá alfaravegi, er langur og hár hjalli er liggur í stefnu
eins og brúnin.
Undir hjalla þessum nokkuð innarlega er sæmilegt grenstæði
er þornar snemma og snýr á móti suðri.
Brúará
Þegar innundir Brúará kemur og þaðan stefnt á Brúarárfell
þar sem það hæst ber, og fylgt er austurbrúninni á því þar til hún
endar, tekur við hjalli, er stefnir til norðurs. Víða með hjalla
þessum eru urðir, sérstaklega neðst, og mætti halda að þarna
væri gotstaður, en ég dreg í efa að þarna gjóti tófa, nema þá á
sérstaklega góðum vorum, því þarna eru snjóar yfirleitt langt
fram á sumar.
Sjálfsagt er þó að hafa vakandi auga með þessu svæði yfir