Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 120
bæinn, og voru þar tvær ær og þrjú lömb. Töldum við að hér
væru komnar kindurnar, sem þeir Kristinn og Magnús höfðu
misst í Drangaskörðin, að vísu vantaði enn fimm af þeim. Ekki
var gott að sjá, á hverju þær höfðu lifað hér, því hvergi var auðan
blett að finna, enda klakabrynja yfir öllu. Sennilega hafa þær þó
komist í fjöru. Við rákum kindurnar inn fyrir bæinn. Nú vildi
Kristinn, að við færum ekki lengra í dag, betra væri að taka
daginn snemma því enn vantaði fimm kindur, og veitti okkur
ekki af heilum degi til að fást við þær í Drangaskörðunum ef þær
væru þar.
Gengum við því í bæinn, og kveiktum upp í eldavélargarm-
inum. Þegar við höfðum komið okkur vel fyrir, hitað upp og
kveikt ljós, dró Kristinn upp bókina góðu, sem hann fann í
Ófeigsfiröi, og las hana til enda. En síðan byrjaði hann á henni
og las aftur að miðju, þar með var hann búinn að lesa hana alla.
Ég man ekki eftir að hafa séð bók lesna á þennan hátt fyrr.
Við vorum komnir út í Skörð um hádegi daginn eftir. Fórum
við gegnum næstlægsta Skarðið er Kálfsskarð heitir. Úr Skarð-
inu sáum við fjórar kindur á bökkunum að norðanverðu. Vant-
aði sem sé eina frá í haust. Fundum við hana ekki, þrátt fyrir leit.
Við rákum kindurnar upp í Skarðið, en þegar þangað kom,
hlupu þær í klettana að neðanverðu og út í mjóa hillu og stopp-
uðu þar. Hillan var mjög tæp og svelluð og var ekki þorandi að
fara mjög nálægt þeim, enda ekkert pláss nema rétt fyrir kind-
urnar. Við vorum að reyna að hrekja þær úr hillunni fram undir
rökkur, en urðum að gefast upp. Við ákváðum að fara norður að
Dröngum, en þangað er eins og hálfs tíma gangur þegar gott er
að fara um. En nú var komin mugga og orðið slæmt gangfæri
mjög launhált. Ekki var hlýlegt að koma að Dröngum, blautir og
þreyttir. Inngangurinn í bæinn hálffullur af klaka, hafði vatns-
leiðsla sprungið og vatnið runnið um ganginn og frosið. Þarna
var ljósavél, og settum við hana í gang. Höfðum við nú ljós og
var því allt vistlegra. Við suðum okkur saltkjöt, sem við höfðum
haft með okkur. Kristinn sagði, að til ætti að vera haframjöl og
væri því upplagt að búa til kjötsúpu. Við nafni athuguðum
118