Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 120

Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 120
bæinn, og voru þar tvær ær og þrjú lömb. Töldum við að hér væru komnar kindurnar, sem þeir Kristinn og Magnús höfðu misst í Drangaskörðin, að vísu vantaði enn fimm af þeim. Ekki var gott að sjá, á hverju þær höfðu lifað hér, því hvergi var auðan blett að finna, enda klakabrynja yfir öllu. Sennilega hafa þær þó komist í fjöru. Við rákum kindurnar inn fyrir bæinn. Nú vildi Kristinn, að við færum ekki lengra í dag, betra væri að taka daginn snemma því enn vantaði fimm kindur, og veitti okkur ekki af heilum degi til að fást við þær í Drangaskörðunum ef þær væru þar. Gengum við því í bæinn, og kveiktum upp í eldavélargarm- inum. Þegar við höfðum komið okkur vel fyrir, hitað upp og kveikt ljós, dró Kristinn upp bókina góðu, sem hann fann í Ófeigsfiröi, og las hana til enda. En síðan byrjaði hann á henni og las aftur að miðju, þar með var hann búinn að lesa hana alla. Ég man ekki eftir að hafa séð bók lesna á þennan hátt fyrr. Við vorum komnir út í Skörð um hádegi daginn eftir. Fórum við gegnum næstlægsta Skarðið er Kálfsskarð heitir. Úr Skarð- inu sáum við fjórar kindur á bökkunum að norðanverðu. Vant- aði sem sé eina frá í haust. Fundum við hana ekki, þrátt fyrir leit. Við rákum kindurnar upp í Skarðið, en þegar þangað kom, hlupu þær í klettana að neðanverðu og út í mjóa hillu og stopp- uðu þar. Hillan var mjög tæp og svelluð og var ekki þorandi að fara mjög nálægt þeim, enda ekkert pláss nema rétt fyrir kind- urnar. Við vorum að reyna að hrekja þær úr hillunni fram undir rökkur, en urðum að gefast upp. Við ákváðum að fara norður að Dröngum, en þangað er eins og hálfs tíma gangur þegar gott er að fara um. En nú var komin mugga og orðið slæmt gangfæri mjög launhált. Ekki var hlýlegt að koma að Dröngum, blautir og þreyttir. Inngangurinn í bæinn hálffullur af klaka, hafði vatns- leiðsla sprungið og vatnið runnið um ganginn og frosið. Þarna var ljósavél, og settum við hana í gang. Höfðum við nú ljós og var því allt vistlegra. Við suðum okkur saltkjöt, sem við höfðum haft með okkur. Kristinn sagði, að til ætti að vera haframjöl og væri því upplagt að búa til kjötsúpu. Við nafni athuguðum 118
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.