Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 127

Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 127
Og svo mun hafa komið fyrir að þau væru notuð til pólitískra fundarhalda. Ég man a.m.k. eftir einum eða tveimur slíkum fundum í sláturhúsi Kaupfélagsins. Þegar ég byrjaði að vinna þarna urðu sláturstörfin að vinnast af fólki úr sveitunum í kring, og var svo lengi eftir það a.m.k. að verulegum hluta. Og enn þann dag í dag mun allmargt fólk úr sveitunum vinna þarna á haustin í þessum störfum, enda mun svo vera allvíða annars- staðar á landinu, því þessi störf þurfa að vinnast að mestu á ákveðnum og takmörkuðum tíma. Við sem unnum þarna á þeim tíma er ég var þar bjuggum flest í skúr sem byggður var áfast við kaupfélagshúsið. I kaupfélags- húsinu var verslunarbúð, ein skrifstofa og íbúð kaupfélagsstjóra og fjölskyldu. Kaupfélagsstjóri var Guðjón Guðlaugsson, sem oftast var kenndur við Ljúfustaði því þar var hann bóndi á tímabili æfi sinnar. Við urðum að hafa með okkur mat að heiman því ekkert mötuneyti var, né nein aðstaða til matar- gerðar, en kaffi hituðum við á prímus, sem svo var kallaður. Við fórum heim um helgar og komum þá með mat til næstu viku með okkur. Ég var settur í það starf að salta kjötið, en þá var allt kjöt saltað og selt þannig út úr landinu. Ég held að á þessum árum hafi allt kjöt héðan verið selt til Noregs og Danmerkur en þó mun eitthvað af því kjöti sem selt var til Danmerkur hafa verið selt þaðan til Þýskalands. Kjötið var saltað í tunnur og voru þær innfluttar. Tunnustafirnir komu í búntum, þ.e. hver tunna í einu búnti. Efnið í þessum tunnum var kallað brenni. Það var ekki þykkt, en vel unnið, slétt og áferðargott. Þessar tunnur voru nokkuð víðar um miðju en til endanna og þrjár gjarðir voru á hvorum enda. Allt virtist þetta passa og falla vel saman og því má segja að tunnurnar hafi verið vel unnar og efnið í þeim gott. Ákveðin þyngd af kjöti og salt var látinn í hverja tunnu, og var kjötþyngdin 112 kg. Um saltþyngdina man ég ekki því það var mælt í trékassa, sem til þess var smíðaður og hafður var slétt- fullur, var þetta gert til flýtisauka. Aftur á móti varð maður að vigta kjötið í hverja tunnu og hafði maður fasta vigt til þess. Lóð voru á vigtinni til jafnvægis á móti kjötinu og kassa sem maður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.