Strandapósturinn - 01.06.1980, Qupperneq 129
stæðinu, þá boraði hann gat á þann tunnustafinn, sem mest vissi
UPP °g sem næst miðju hans. Var þetta kallað sponsgat og um
það var pækilvatnið á tunnurnar sett í gegn um trekt. Var síðan
trétappa stungið lauslega í þetta gat og hann aldrei sleginn
fastur í fyrr en vissa var fengin fyrir því, hvenær tunnurnar fóru í
skip. Pækillinn á tunnurnar var búinn til í stóru trékari. Var það
með sveifarás í miðju, sem var með spöðum í botni en handfangi
ofan brúna. í þessu kari var hrært saman salt og vatn, sem við
upplausn var kallað pækill eða pækilvatn. Þessi upplausn eða
pækill varð að hafa vissan styrkleika og var hann mældur með
þar til gerðum mæli.
Þegar þessi mælir sýndi þennan ákveðna styrkleika, þá fyrst
mátti fara með pækilinn á tunnurnar. Öll þessi vinna sem og
flest ef ekki allt á þessum tíma var framkvæmd með handaflinu
einu saman. Frá pækilkarinu var pækillinn borinn í fötum og
ausið úr þeim í trekt sem höfð var í sponsgatinu. Vanalega þurfti
ekki að fylla á tunnurnar nema einu sinni til tvisvar með nokk-
urra daga millibili. Eftir það héldust þær nokkuð fullar, nema þá
að um einhvem lekastað væri að ræða. En þá þurfti að finna
hann og gera við. Oftast fór kjötið fljótlega í skip að lokinni
sláturtíð, en væri svo ekki, þá þurfti að á m.k. viku til hálfsmán-
aðarfresti að fylgjast með því hvort tunnur héldust fullar með
pækil, og væri svo ekki, þá að sjálfsögðu að fylla á þær svo og að
leita að lekastað væri þess talin þörf.
Áður en sláturtíð hófst hafði Halldór Hjálmarsson verið viku
til hálfan mánuð við að setja saman tunnur, en þær komu
ósamsettar sem fyrr er sagt og í búntum. Hann setti og allmikið
saman í sláturtiðinni eftir því sem tími vannst til, frá því að
botna og ganga frá þeim tunnum, sem fylltust dags-daglega.
Tunnurnar voru þéttar með því að setja þær í trégirðingu, sem
bundin var við fremsta eða fremstu stólpa trébryggjanna sem þá
voru á staðnum og hver verslun notaði fyrir sig þ.e. kaupfélagið
og verslun R.P. Riis. Mun enn þann dag í dag hægt að sjá hvers
þessar bryggjur voru megnugar fyrir 50—60 árum, ef vel er að
gáð, þó að nú séu þær ekki nema svipur hjá sjón, sem ekki er að
undra. I þessari trégirðingu voru þær hafðar 2—4 sólarhringa,
127