Strandapósturinn - 01.06.1980, Qupperneq 135
vinnufélögum í sláturhúsinu, sem ég man vel enn þann dag í
dag. En það yrði of langt mál að segja frá þeim öllum og því
sleppi ég því nú.
Eg hafði á þessum árum verið nokkrar vertíðir við róðra frá
Isafjarðardjúpi. Ég fór þangað fyrst 16 ára gamall og var þar
nokkuð á vorvertíðum og í vinnu á þessu tímabili.
Eg hef áður skrifað smá grein í þetta rit um eina ógleymanlega
minningu, sem ég á frá vertíðum mínum þar vestra.
Á þessum árum var ég og allmikið í skipavinnu á Hólmavík,
þ.e. í út og uppskipunarvinnu. Þá var ekki kominn hafskipa-
bryggja á Hólmavík, og því þurfti að flytja allar vörur á bátum
til og frá skipi, sem stundum lá nokkuð djúpt frá landi. Mig
minnir að verslanirnar ættu sína tvo bátana hvor, þ.e. Kaupfé-
lagið og verslun R.P. Ríis. Þær voru líka með sína bryggjuna
hvor, sem þessum bátum var lagt að. Þessir upp og framskip-
unarbátar voru nokkuð stórir og þungir, enda sérsmíðaðir um
margt til þessara hluta, t.d. var allur miðhluti þeirra þiljaður yfir
þverbönd og aðeins var ein þótta í stafni og skut með ræðum
fyrir árar. Aldrei minnist ég þó þess að nema tveir menn væru
hafðir í hverjum bát í þessari út- og uppskipunarvinnu og voru
þeir því þungir í róðri á tvær árar a.m.k. fullhlaðnir, svo og ef
einhver vindstrekkingur var.
En væri um nokkuð vörumagn að ræða sem var að koma eða
fara, þá var oftast fenginn mótorbátur til þess að draga upp-
skipunarbátana á milli skips og lands. Hann var oftast þessi ár,
einn þama á staðnum, nema þá helst á haustin er hann var við
sjóróðra frá Hamarsbæli. En þessir mótorbátar munu hafa verið
orðnir tveir þarna þegar nokkuð kom fram á þriðja áratuginn.
Þegar uppskipunarbátarnir komu fullhlaðnir frá skipi að
bryggju, þá þurfti að lyfta öllu úr þeim á höndum upp á bryggju,
og var það erfiðisvinna a.m.k. þegar lágt var í sjó eða um fjöru.
Annars var öll þessi skipavinna erfið, sem og flest vinna á þeim
árum. Þegar varan var komin á bryggjuna, þá þurfti ýmist að
aka henni i hjólbörum eða bera hana á bakinu til vöruhúsanna.
Þunga kassa eða olíutunnur þ.e. olíukör sem svo voru kölluð,
varð að taka á böndum upp úr bátunum, eða a.m.k. að hjálpa til
133