Strandapósturinn - 01.06.1980, Page 136
með þeim, en menn gengu líka undir þetta með herðum og
höndum til aðstoðar. Þegar það svo komst á bryggjuna, þá varð
að velta því hverju á sinn stað.
Ekki ósvipað má segja um útskipun á vörum. Kjöttunnum var
velt fram á bryggjuna og a.m.k. neðsta lagið í bátinn var tekið á
böndum eða með aðstoð þeirra. En ef vel stóð á sjó og tveir
samhentir menn voru í bátunum, þá tóku þeir oft eftir það
tunnurnar af bryggjubrún á milli sín þar til báturinn var full-
hlaðinn. En allt var þetta léttara og þægilegra með minni
pakningar, s.s. gærur þar sem aðeins tvær gærur voru í búnti,
sem voru um 7—8 kg. Svo var og um fiskpakningar sem voru 50
kg. En þetta var nú aðalútflutningsvaran á þessum árum. En um
alla þessa vinnu mátti segja að hún væri erfið og átakamikil.
Hún fór líka fram hvenær sem var sólarhringsins, jafnt á nótt
sem degi og einnig þó að nokkur veðurrosi væri. Og öll skip varð
að afgreiða í einni lotu, þau mátti ekki láta bíða afgreiðslu. Ég
man nú orðið lítið eftir þessari vinnu umfram það sem ég nú hef
sagt um hana. En ég held að með sem fæstum orðum megi um
hana segja að hún var átaka- og erfiðisvinna og oft allt að
tuttugu tímum i einni lotu eða jafnvel meira.
Mér dettur í hug í þessu sambandi ein uppskipun sem ég var í
á áratugnum f920—Í930. Þetta var að vori til og það kom
saltskip, sem eingöngu var með laust salt í lestum. Það var
smalað saman mannskap úr sveitunum er næst lágu kauptún-
inu, til vinnu við þetta skip. Saltmagnið sem fara átti í land á
Hólmavík og Drangsnesi mun hafa verið óvenju mikið, og
bendir það til þess að nokkuð hafi verið liðið á þriðja áratug
aldarinnar. Setja varð um borð í skipið menn í lest, sem nokkuð
var óvenjulegt á þeim árum. Þessi mannskapur varð að moka
saltinu í poka, sem svo voru hífðir um borð í uppskipunarbátana,
en um þann þátt vinnunnar sáu skipsmenn. Ég var í einum
uppskipunarbátnum, sem og jafnan í þessari vinnu. Öllu þessu
urðum við sem í bátunum voru að henda úr þeim og upp á
bryggju, þar sem þeir menn er voru í landi tóku við þessu. Var
því ýmist ekið þaðan í hjólbörum eða borið á bakinu til salt-
hússins. Mig minnir að töluvert af þessu væri borið á bakinu, því
134