Strandapósturinn - 01.06.1980, Síða 137
hjólbörur mun hafa skort. Ég man og að sumir af þessum
mönnum gáfust upp áður heldur en að uppskipun lauk, en
uppskipunin stóð yfir í tvo sólarhringa á Hólmavík og Drangs-
nesi. Sem áður segir, þá var ég í uppskipunarbát í þessari vinnu
og einhvern veginn druslaðist ég við að halda þetta út til loka
ásamt ýmsum fleiri. Þess vil ég og geta að mótorbátur dró upp-
skipunarbátana á milli skips og iands. Hann dró og uppskip-
unarbátana til Drangsness og svo að lokinni uppskipun þar aftur
til Hólmavíkur. Ekki fóru nærri allir, sem að uppskipuninni
unnu á Hólmavík til uppskipunar á Drangsnesi, enda sumir
þegar uppgefnir, sem fyrr segir. Eitthvað var bætt við mannskap
á Drangsnesi eftir því sem til náðist. Allt komst því í land sem
átti að koma í land á þessum stöðum.
Eg hef nokkuð velt fyrir mér, hvort ég ætti að segja frá þessu
þannig að það færi á prent. Eg veit að nútímafólk mun telja
þetta mjög ótrúlegt og jafnvel lýgilegt. En ég bið þá þetta sama
fólk að hafa í huga, að á þessum árum var mannsorkan næstum
eina orkan sem við höfðum, og hún varð að notast og hún var oft
notuð ef á þurfti að halda, þar til hana þraut. Á þessum árum var
verið að berjast fyrir vökulögum togarasjómanna. Á togurunum
duttu menn niður í fiskkasirnar, yfirkomnir af svefnleysi og
þreytu. Þetta er því ekki nema mynd vinnuálags frá þessum
tíma.
Mér dettur í hug í þessu sambandi að vorið 1927 var ég á
vertíð frá Hnífsdal, sem og oft áður. Vorvertíð stóð yfir frá
páskum og fram til um helgina í tólftu viku sumars. Þetta var
hefðbundinn vertíðartími á þeim árum. Ég var á landróðrarbát,
enda voru flestir bátar á þeim árum gerðir þannig út. Á þessari
vertíð var aðeins einn rúmhelgur dagur sem frídagur hjá okkur á
þessum bát, og þessi frídagur var vegna smá vélarbilunar, sem
aftur var komin í lag að kveldi. Á þessari vertíð var nokkuð föst
regla hjá okkur að sofa 3—4 tíma og stundum minna, eftir því
hvernig á stóð. Þannig var nú vinnuálagið á öðrum og þriðja
áratug þessarar aldar. Nú er vinnan miklu jafnari, hvert heldur
er á sjó eða landi. Þess utan er svo ýms orka, sem léttir miklu af
manninum frá því sem áður var og þar á meðal flestum erfiðustu
135