Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 16
Baðstofan í Kjós var fjögur stafgólf. Á timburstafni, fram á
hlaðið var sex rúðu gluggi uppi og tveir sex rúðu gluggar á stofu.
(Þeim var seinna breytt í einn stærri þrísettan glugga). Á
bæjardyrum var einn sex rúðu gluggi. Þar var gengið upp á
dyraloftið, sem aðeins var til geymslu, og inn í hlóðaeldhús þar
sem eldamennska fór fram fyrst þegar ég man til mín. Til hægri
var gengið inn í aðalbæinn. Hurð sú sem þar var fyrir nefndist
„gangahurð“. Þaðan var gengið upp í baðstofuna og inn á gólfið,
sem síðar varð eldhús þegar eldavélin kom og hlaut stöðu undir
stiganum því gólfrými var takmarkað. Til hægri handar var
gengið í stofu og var afþiljað búr til vinstri með þriggja rúðu
glugga sem og líka var á „kokkhúsi“ (sem kallað var fyrst til
aðgreiningar því gamla) þegar það leit dagsins ljós haustið 1908.
Pabbi hófst strax handa við smíði eldhúsborðs sem var undir
glugganum. Var það með tveimur skápum sem varðveittu það
nauðsynlegasta af áhöldum sem breyttri eldamennsku var sam-
fara. Tvær hornhillur voru yfir borðinu. Ekki man ég hvað sú efri
hafði að geyma en á þeirri neðri stóð kaffikvörnin, ein af mörgum
smíðisgripum listsmiðsins Þorsteins á Kjörvogi. Einnig var til
lítil „reisla“, smíðuð af honum, merkt kvinntum, lóðum og
pundum, sem lengi gegndi sínu hlutverki þó vog breyttist í
grömm og kíló. Svo var til sykurtöng sem ómissandi var á hverju
heimili, meðan kandís og toppasykur voru að mestu það sem
notað var. Hún mun líka hafa verið smíðuð af Þorsteini. Kista
var til að sitja á við borðsendann og náði hún næstum fram að
stofuhurð. Þrífættur, kollóttur stóll var í horninu við búrþilið og
borðið. Frá öllu var vel gengið svo að löngu, löngu síðar dáðu
þeir er smiðsauga höfðu og athygli veittu gömlum þiljum hvað
sérstaklega fágað handbragðið væri. Þar sást hvergi votta fyrir
samskeytum á fjölum, heldur slétt og hált sem spegill. Þannig
tókst pabba að vinna úr rekavið frá fyrstu hendi.
Hálftimburstafn var á þeim enda baðstofunnar er vissi úteftir.
Á honum var einnig sex rúðu gluggi sem sólin gyllti allt fram að
hádegi. Tvö rúm voru hvert á móti öðru. Upp að fótagafli afa
rúms lagðist hlerinn þegar upp stigann var gengið. Amma svaf í
rúminu á móti. Fjögur rúm voru undir vesturhlið og tveir hlið-
14