Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 19
aðeins sá vinstri hvíldi á fótafjölinni. Amma vildi heldur sinn
gamla söðul.
Eitt sinn fóru pabbi og mamma til kirkju með okkur Símoni.
Var þá djúpi söðullinn lagður á Jörp, við bæði sett í hann og
bundið vandlega svo okkur skyldi ekki saka sem og reyndist. Þó
datt Jörp á Hrafnabjargagrundinni á heimleiðinni en við högg-
uðumst hvergi. Símon hefur ekki verið nema þriggja ára þegar
þetta gerðist.
Á vetrum hituðu afi og amma miðaftanskaffið og komið gat
fyrir að halgdabrauð (kringlur) væri með ef afi hafði um daginn
farið út í kaupstað. Jafnvel kom hann stundum með rauða
sírópsflösku en hún var geymd þar til meira var við haft. Seinni
hluti dagsins var langur ef nefnt kaffi vantaði en yfirleitt máttu
ekki húsbændurnir sýna þá rausn að hita það nema gest bæri að
garði og nutu þá allir góðs af.
Eftir að voraði og farið var að vinna úti var alltaf miðaftans-
kaffi, allt fram á haust. Það var því stór fengur þar sem svo vildi
til að einhverjir voru þess megnugir að veita heimafólki þráðan
kaffisopa auk þeirrar ánægju er því var samfara að standa enn að
risnu, þó í smærri stíl væri en áður. Svo hafði amma það til að
seilast upp í rúmshornið sitt og koma með sokka eða vettlinga og
færa, ef svo bar undir, köldum og hrjáðum ferðamanni eða
smaladreng sem búinn var að „ganga sig upp að hnjám“ sem svo
var kallað. En þetta er nú liðin tíð, sem betur fer þó nú sé, öllu
meira en þá, rætt um alskyns „vandamál“ þeirra ungu svo og
annarra aldurshópa. Það skyldi þó ekki vera að dansinn kring
um gullkálfinn stæði þar að verki.
Amma var aldrei óvinnandi, aðeins á meðan húslestrar voru
lesnir lagði hún frá sér vinnu. Hún hafði á reiðu spakmæli sem
halda sínu gildi í tímans róti og koma fram í hugann undir
margskonar kringumstæðum.
Afi var sérlega barngóður, ekki eingöngu við okkur dótturbörn
sín, heldur við hvert barn sem varð á leið hans og þau voru býsna
mörg. Bæði ólu afi og amma upp börn frá unga aldri til fullorð-
insára. Þar að auki átti margur unglingur athvarf hjá þeim. Afi
var friðelskandi og gat ekki heyrt neinn misklíð. Hann fór oft
17