Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 21

Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 21
beykisstörf hjá verslun R.P.Rís. Tímanlega á sunnudag stóð Brúnn hans afa, með hnakk og beisli, og beið þess að lagt yrði af stað. Við börnin fylgdum pabba upp í Kvíabrekkuna. Kvaddi hann okkur þar. Síðan smálengdist áfanginn sem við fórum með honum, næsta haust upp á Reiðholt, þar næst alla leið upp undir Hjalla. Þá var hámarkinu náð. Lengra fengum við ekki að fara. Brún hafði hann hjá sér, því hann strauk ekki, en kom honum fyrir hjá Magnúsi Lýðssyni, bónda og járnsmið í Kálfanesi. Þar gekk pabbi að hestinum vísum, þegar hann lagði af stað heim- leiðis, laugardaginn fyrir leitir. Svo fór hann aftur að afstöðnum fjallskilum. Þá var það Brúnka sem kjörin var til ferðarinnar. Hún strauk aftur norður. Faðir minn var öil haustin á Hólmavík við áðurnefnd störf. Ef um skipaferð var að ræða kom hann með því, annars gangandi yfir Trékyllisheiði, jafnt þó hún reyndist ill yfirferðar sem oft var á þeim tíma, ár ólagðar en uppbólgnar. Ýmislegt var sem pabbi keypti á Hólmavík sem til nýjunga taldist í þá daga. Skilvinda var frá því ég man fyrst til mín. Þær voru þá aðeins á örfáum bæjum í sveitinni. Kom tvennt til. Margir höfðu andúð á þeim og töldu skilda mjólk óholla. Berklar voru þá óðfluga að breiðast út um landið og býsna margir gátu þess til að samband væri þar á milli svo skilvindumjólk var alls ekki borðuð ósoðin. Þá var líka venja að borða bankabyggs- grauta kalda og flóaða mjólk út á og þótti lostæti. Enginn festi trú á þessu heima þar sem pabbi var með þeim fyrstu sem fengu þetta þarfaþing. Ekki þótti vandalaust að skilja. Þó var ég aðeins ellefu ára þegar mér hlotnaðist sá frami að teljast hæf til þess. Skilvindan var mjög seinvirk. Skálin tók sex merkur og var lengi að tæmast en óðar var hún fyllt aftur og aftur, þar til allri mjólk var lokið en hún var býsna mikil fyrst eftir fráfærurnar. Það tók því í litla handleggi en smá vandist. Skilvindan var mikið há- værari en þær sem síðar komu og öðru vísi að gerð. Símon, bróðir minn, var fyrst til að byrja með hræddur, líklega við urgið þegar skilið var. Pabbi sýndi honum fram á að ekkert væri að óttast. Endaði það með því að hann settist út í gluggatóft við búr- gluggann þegar verið var að skilja og tautaði: „Góð er við mig 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.