Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 22

Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 22
skilvinda, ekkert hræddur við hana.“ Þar með var óttinn horf- inn. Svo kom „taðkvörnin“. Áður var áburðurinn barinn sem var bæði seinlegt og erfitt verk. Mig minnir að kvörnina smíðaði Halldór Jónsson frá Tindi, sem þá mun hafa verið bóndi í Miðdalsgröf. Hann var orðlagður hagleiksmaður (bróðir Níelsar Jónssonar á Grænhól, Gjögri) sem allt lék í höndunum á. Líka var fræðimennskan þeim í blóð borin. Mikil voru umskiptin. Nú stóð tvennt að verki og skipst var á að láta í kvörnina og mala. Gekk það fljótt og vel væri áburður- inn ekki of blautur en þá vildi mykjan klessast um möndulinn og takkana og varð þá verkið í senn erfitt og seinlegt. Best var að mala jafnótt og hlössin þornuðu. Kvenfólk jós svo vel og vand- lega yfir þúfurnar. Trogið studdist við vinstri mjöðm. Haldið var með vinstri hendi á því en ausið með þeirri hægri. Þar sem var slétt í túnum var slóðadregið og klárbreitt. Einn góðan veðurdag kom hakkavélin. Við krakkarnir vorum látin merja og berja í trogi, með þar til gerðum hnalli, alla þá kindalifur sem fara átti í lifrapylsu á haustin. Nú var því aflétt. Auk þess var fljótlega komist upp á lagið með að nota hana til ýmislegs annars eins og löngu er ljóst orðið. Meira að segja er hún búin að ljúka sínu hlutverki í þeirri mynd sem hún upphaflega var nema hjá einstöku konu sem kann ekki við að henda gömlu hakkavélinni sinni, svo lengi sem hún var búin að létta henni störfin. Okkur börnunum leiddist oft eftir pabba þegar hann var að heiman öllum haustum. Við eldri vissum að hann var að vinna til að bæta hag heimilisins. Ef yngri systkini okkar voru stúrin og spurðu því pabbi kæmi ekki heim tók afi þau á kné sér og kvað: „Bráðum kemur babbi heim/ búinn er hann að smíða./ Hampar Valda á höndum tveim:/ honum lofar að ríða.“ Nafninu í vís- unni var hagað eftir því sem við átti, hverju sinni, svo þeim fannst hún eiga við sig og ljómuðu þau þá af tilhlökkun og gleði. Þannig liðu þessi áhyggjulausu bernskuár, óvitandi þess að al- vara lífsins beið á næsta leiti. Þegar ég lít um öxl finnst mér að 20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.