Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 22
skilvinda, ekkert hræddur við hana.“ Þar með var óttinn horf-
inn.
Svo kom „taðkvörnin“. Áður var áburðurinn barinn sem var
bæði seinlegt og erfitt verk. Mig minnir að kvörnina smíðaði
Halldór Jónsson frá Tindi, sem þá mun hafa verið bóndi í
Miðdalsgröf. Hann var orðlagður hagleiksmaður (bróðir Níelsar
Jónssonar á Grænhól, Gjögri) sem allt lék í höndunum á. Líka
var fræðimennskan þeim í blóð borin.
Mikil voru umskiptin. Nú stóð tvennt að verki og skipst var á
að láta í kvörnina og mala. Gekk það fljótt og vel væri áburður-
inn ekki of blautur en þá vildi mykjan klessast um möndulinn og
takkana og varð þá verkið í senn erfitt og seinlegt. Best var að
mala jafnótt og hlössin þornuðu. Kvenfólk jós svo vel og vand-
lega yfir þúfurnar. Trogið studdist við vinstri mjöðm. Haldið var
með vinstri hendi á því en ausið með þeirri hægri. Þar sem var
slétt í túnum var slóðadregið og klárbreitt.
Einn góðan veðurdag kom hakkavélin. Við krakkarnir vorum
látin merja og berja í trogi, með þar til gerðum hnalli, alla þá
kindalifur sem fara átti í lifrapylsu á haustin. Nú var því aflétt.
Auk þess var fljótlega komist upp á lagið með að nota hana til
ýmislegs annars eins og löngu er ljóst orðið. Meira að segja er hún
búin að ljúka sínu hlutverki í þeirri mynd sem hún upphaflega
var nema hjá einstöku konu sem kann ekki við að henda gömlu
hakkavélinni sinni, svo lengi sem hún var búin að létta henni
störfin.
Okkur börnunum leiddist oft eftir pabba þegar hann var að
heiman öllum haustum. Við eldri vissum að hann var að vinna
til að bæta hag heimilisins. Ef yngri systkini okkar voru stúrin og
spurðu því pabbi kæmi ekki heim tók afi þau á kné sér og kvað:
„Bráðum kemur babbi heim/ búinn er hann að smíða./ Hampar
Valda á höndum tveim:/ honum lofar að ríða.“ Nafninu í vís-
unni var hagað eftir því sem við átti, hverju sinni, svo þeim
fannst hún eiga við sig og ljómuðu þau þá af tilhlökkun og gleði.
Þannig liðu þessi áhyggjulausu bernskuár, óvitandi þess að al-
vara lífsins beið á næsta leiti. Þegar ég lít um öxl finnst mér að
20