Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 26
fjörtjóni. Sóknarpresturinn, séra Böðvar Eyjólfsson, dó úr
lungnabólgu á síðasta vetrardag. Það var ekki eingöngu hin
unga eiginkona sem draup höfði í sorg, heldur hafði og sveitar-
félagið misst vel látinn prest og athafnasaman forystumann.
Sumri var því fagnað með tregablöndnum vorhug. Pabbi var á
heimleið frá Norðurfirði og kom í Arnes. Þá stóð svo á að það átti
að fara að kistuleggja prestinn og hjálpaði hann til við það. Að
svo búnu hélt hann leiðar sinnar heim. Engan grunaði þá hve
stutt reyndist stórra högga á milli. Heim að bænum á hólnum
var að þokast óboðinn gestur. Faðir minn kom inn á þeim tíma
dags sem hann var vanur að starfa úti. Það leyndi sér ekki að
eitthvað var að, hann var veikur. Brátt kom í ljós að um
lungnabólgu var að ræða og var þá strax farið að hyggja að
manni til að vitja læknis. Snemma næsta morgun lagði Sæ-
mundur Guðmundsson á heiðina, kvikur í spori að vanda. (Þessi
læknisferð var sú sjöunda sem hann fór þennan vetur, þá aðeins
15 ára að aldri.)
Það var ávalt lagt í vald læknis, Magnúsar Péturssonar, hvort
hann sendi lyf eða kæmi, gerðist þess þörf að hans dómi. Þegar
líða fór að þeim tíma að vænta mátti Sæmundar var títt litið upp
í Hjallann og að því kom að til hans sást og læknirinn kom líka.
Grunur um að það væri mikil alvara á ferðum gagntók lítt
þroskaðar barnssálir sem til þessa þekktu ekki vornæðinga lífsins.
Þeim tíma sem nú fór í hönd er ekki hægt að lýsa. Þeir einir
sem líka reynslu eiga að baki vita hvað gerist í sálarfylgsnum
konu og barna. Lengi lifði þó vonarneisti uns kvíðinn hafði að
öllu yfirtökin. Pabbi lést sunnudaginn 16. maí eftir 10 daga
stranga og kvalafulla baráttu sem fljótlega var séð að hlaut að
enda á einn veg. Þá var smyrsli á opna und að hafa numið og
lesið bænirnar sínar á rúmstokknum hjá henni ömmu sinni. Við
vorum fimm börnin, ég elst, nær 14 ára, og átti að fermast þetta
vor. Símon var 10 ára, Sigríður 7 ára, Sörli 5 ára og Guðmundur
2 og hálfs árs. Afi var nú orðinn einn um að sjá heimilinu
farborða að ógleymdri vinnukonunni, Kristínu Þorsteinsdóttur,
sem aldrei lét sitt eftir liggja og þá síst er á reyndi. Allt lagðist á
eitt að auka óviðráðanlega erfiðleika. Nú stóð líkið uppi en hver
24