Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 37

Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 37
við Bólstað, og þaðan var lagt á heiðina. Allt gekk ferðalagið vel og að Kjós komið áður en fór að bregða birtu en þetta var um miðjan febrúar. Mennirnir fóru auðvitað ekki lengra þennan dag. Ekki minnist ég þess að vera þreytt eða með harðsperrur daginn eftir. Að sjálfsögðu greiddi ég kostnað þann er nám- skeiðið hafði í för með sér en Gunnlaugur tók ekki eyris virði fyrir uppihald og alla fyrirgreiðslu mér viðkomandi. Alla tíð átti ég sérlega góðu að mæta á þessu gestrisna myndarheimili, sem og aðrir vegfarendur. Fátt bar til tíðinda það sem eftir var vetrar. Tíðarfar var fremur gott að undanskildu hastarlegu áhlaupsveðri, síðla dags, laugardaginn fyrir páska. Óveður þetta gekk víða yfir og varð þeim minnisstætt sem í því lentu á ferðalögum, hvort heldur var á sjó eða landi. Það voraði snemma svo útivinna hófst með fyrra móti. Við Stína vorum að ausa yfir þúfurnar, ofanvert við götustíginn sem lá út að Bæjarlæknum sem vatnið var sótt í til heimilisins, og vonuðum við að farið yrði að kalla á okkur í miðaftanskaffið. Trogin voru nokkuð þung, þó var verkið síst leiðinlegt. Af til- viljun var okkur litið út á Kjósarnesið. Sjáum við þá hvar maður kemur gangandi og fer greitt. Þegar hann nálgast ber fyrir augu mann í ljósum frakka, með hatt á höfði. Hver gat þetta verið þannig klæddur. Við höfðum enga tilhneigingu til að flýja af hólmi og fara inn í bæ, heldur taka því sem að höndum bæri. Senn er maðurinn kominn til okkar, heilsar og segir til nafns síns og spyr eftir húsbændum. Gefum við honum greið svör því viðkomandi og bjóðum honum í bæinn. Vorum við auðvitað óhreinar og með okkar strigasvuntur, sem við tókum af okkur, og héldum svo heimleiðis. Afi var inni á Húsatúni en mamma bauð gesti til stofu og sendi eftir afa. (Það var engin nýjung að ókunnuga, heldri menn bæri að garði, en þeir komu af heiðinni.) Mamma og afi ræddu við Indriða Gottsveinsson, en svo hét komumaður. Var hann fyrsti íslenski togaraskipstjórinn (á skip- inu Coot) en var nú hættur sjómennsku. Hafði hann þær fréttir að færa að nú yrði tafarlaust hafist handa í Djúpuvík við bygg- ingu á íbúðarhúsi, bryggju, plani og öðru er að síldarsöltun liti. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.