Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 39
stöðina að vetrinum. Allstór kvistur var á húsinu með góðu
útsýni yfir plan og bryggju og hvað eina, sem og yfir sjálfan
fjörðinn, höfuðprýði staðarins, að meðtöldum fossbúanum sem
frá ómunatíð hefur þulið óð sinn, misháværan eftir orku þeirri er
honum til lést hverju sinni. Kvistinum var skipt í tvö herbergi.
Loks var geymsla á framlofti. Eitthvað þessu líkt var húsið upp-
haflega en á seinni árum var það stækkað og því breytt að innan.
Inn í bakaríið var gengið í suðurenda hússins. Undir háum
steintröppum, þar sem gengið var upp á hæðina, í lítið anddyri
og þaðan í skrifstofu til hægri handar að neðanverðu og með það
útsýni sem á hefur verið drepið. Að ofanverðu var svefnherbergi
Indriða. Á þeim tímum þóttu þau allstór. Ég man bara upp-
haflega gerð þess húss og læt því staðar numið. Að vísu eru húsin
uppistandandi ennþá en eru aðeins svipur af sjón þess sem var og
minna ótvírætt á fallvaltleik mannlegra athafna.
Vorið 1919 lét Elías Stefánsson rífa síldarstöð, sem hann átti á
Oddeyri við Eyjafjörð, og flytja efnivið til Djúpuvíkur og byggja
úr því hús það er síðar var „matsalan“ með endurbótum og
viðbyggingu sem þurfa þótti í umsvifum síðari ára er síld kom að
nýju. Það heyrðist sagt að Elías Stefánsson hefði haft mestar
mætur á þessari síldarstöð. Aldrei kom hann þó til að líta hana
eigin augum. Indriði Gottsveinsson var samviskusamur og vildi
ekki vamm sitt vita í neinu og var vinur vina sinna. Einnig var
hann sérstakur dýravinur. Sumarið 1919 var hans síðasta sem
hann var í Djúpuvík, enda leið þá að því að halla tók undan fæti
í þeim atvinnurekstri. Þó var síldarsöltun sumarið 1920. Næsta
ár var ekki gert út enda Elías Stefánsson þá látinn. Lítilsháttar
söltun var sumarið 1922. Það voru tveir bræður, Jón og Grímur
Guðmundssynir, sem höfðu umsjón með því. Þar með var lokið
síldarsöltun í Djúpuvík um margra ára bil, eða þar til nýtt
blómaskeið hófst er síldarverksmiðjan var reist þar 1934 sem
mörgum er enn í fersku minni.
Hverf ég nú aftur í tímann til ársins 1917. Þær breytingar
gerðust að það vor kemur Jón Daníelsson, vel þekktur maður,
eyfirskur að ætt og uppruna, að Kjós. Hafði hann dvalið á
ísafirði en síðustu árin á Suðureyri í Súgandafirði og þaðan kom
37