Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 42
Aðeins örfá orð til skýringar téðri mynd. Lydiana var eign
Ásgeirsverslunar á Isafirði. Skipstjóri á henni var Þorsteinn Sig-
urðsson Litlu-Ávík. Stýrimaður Ágúst Guðmundsson Kjós. Þeir
voru meðal þeirra mörgu sem hrepptu aftaka veður í maígarði
1897. Þá fórust mörg þilskip. En öðrum hlekktist á. Fjöldi skipa
leituðu inn á Hornvík. Þar á meðal Þorsteinn á Lydiana. Hans
gifta var að bera að landi á háflóði. Varð ekkert að mönnum, og
skipið náðist út óskemmt er veður lægði. Mun skipstjóri þó ekki
hafa verið lærður í siglingafræði. En einstakt lán fylgdi honum
alla hans skipstjórnartíð. Þorsteinn dó í Naustvík 30. september
1911. Áður var hann búinn að sjá á bak sonum sínum tveimur.
Árni drukknaði einn á báti, 6. júní 1900. Var þá að fara heim til
sín frá Norðurfirði að Litlu-Ávík. Veður var hið besta, en þoka
á, sem títt er á þeim slóðum. Hinn sonur hans, Jón, drukknaði í
fiskiróðri frá Gjögri, ásamt öðrum manni, Guðmundi Guð-
mundssyni, 8. október 1900. Jón Þorsteinsson var giftur Júlíönu
Guðmundsdóttur, föðursystur minni. Áttu þau einn son Árna
sem enn er á lífi, og dvelur nú á Hrafnistu, ásamt konu sinni, nú
á því ári 1982. Þótti mikill mannskaði að þeim bræðrum, sem
féllu svo óvænt frá á besta aldri. Og að Þorsteini þungur harmur
kveðinn, af völdum Ægis hins grimmlynda Ægis.
Að síðustu vil ég geta þess að órofin vinátta hélst með föður
mínum og Þorsteini alla tíð, uns yfir lauk.
Sveinsína Ágústsdóttir
frá Kjós.
40