Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 49
Með því það er öllum augljóst, að peningar hafi hingað í
landið gefnir verið til eyðijarðabyggingar bæði að húsum og
lifandi peningi, en ég á eina jörð, 16 hdr. að dýrleika, Þrúðardal,
liggjandi hér í Broddanesþingsókn i Strandasýslu, sem hefur
legið í eyði síðan hordauðaárið 1784 og mætt miklum yfirgangi
af peningsbeit nábúa, hverja ein forstöndug og drífandi, þó
fátæk, ekkja fæst til að taka með þeim skilmála, að hún fái
nauðsynlega hjálp þar til. Þess vegna er mín auðmjúk bón, að
þessari konu, Þórdísi Loftsdóttur, mætti veitast nokkuð af því-
líkum gjafapeningum.
Skriðningsenni, d. 4. maí 1790
Andrés Sigmundsson"
(Þjsks. Vesturamt, Journ. O nr. 1000).
Sama heimild sýnir, að þetta frumkvæði Andrésar bar þann
árangur, að Þórdísi var veittur 6 rd. styrkur. Hún var ekkja eftir
Hákon Jónsson í Þorpum og bjó síðan í Þrúðardal 1791—1794.
Fram hefur komið, að Andrés var í röð þeirra bænda í
Strandasýslu, sem voru afkastamestir við jarðabætur 1786—-
1787, og vann meira að gerð túngarða en tilskipunin frá 1776
kvað á um. Slíkum mönnum var gefið fyrirheit um umbun í
tilskipuninni. Mun sú orsök eftirfarandi skjals (lausl. þýtt):
„Ég lét gera 30 faðma grjótgarð árið 1787 á bæ mínum
Skriðningsenni í Strandasýslu umhverfis túnið og 24 faðma
torfgarð á árinu 1788, hvorttveggja garðurinn hefur þau mál,
sem kveðið er á um í tilskipuninni frá 13. maí 1776, en hafði á
þessum árum aðeins einn vinnufæran karlmann í þjónustu
minni. Því fer ég fram á að fá þau laun, sem fyrrnefnd tilskipun
gefur fyrirheit um.
Skriðningsenni, d. 18. maí
Andrés Sigmundsson
Undirritaðir, sem staddir eru á fyrrnefndum bæ, votta, að
þetta er sannleikanum samkvæmt.
Guðmundur Jónsson
hreppstjóri
47