Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 60
fyrsta sinni fær hún ekki að vera með fjölskyldu sinni á jólanótt.
Inn úr hríðinni koma tveir menn, við erum komnir til að sækja
þig, ef þú treystir þér til að koma með okkur, veðrið er ákaflega
vont og óvíst að við komumst norður yfir aftur. Ljósmóðirin
svarar snöggt, „ég hef ekki vanrækt skyldustörf mín og mun ekki
gera það i þetta sinn. Ég kem með ykkur.“
Þessi kona lét ekki einu sinni æst náttúruöfl aftra sér frá að
gera skyldu sína, hvað um hennar eigin tilfinningar, heimilið,
börnin, eiginmanninn, og hún svo þreytt eftir undirbúning jól-
anna að leggja á erfiðan fjallveg í ófæru veðri til að hjálpa konu
sem hún þekkti ekki, ekkert af þessu gat breytt þeirri ákvörðun
að gera skyldu sína.
Fylgdarmennirnir voru harðjaxlar, ótrauðir og ötulir dugn-
aðarmenn, eflaust hefur reynt mikið á þrek þeirra og ratvísi, en
þessir karlar voru hertir í striti áranna og ýmsu vanir og engin
ástæða til að vorkenna þeim, en fjölskyldur þeirra sem heima
sátu hafa eflaust beðið í ótta og ofvæni eftir heimkomu þeirra,
ekki síst vegna þess að ferðalagið tók mikið lengri tíma en dæmi
voru til um. Það var ofdirfska að ætla að sækja ljósmóðurina yfir
erfiðan fjallveg í svona veðri, en guð var með í verki og allt fór
vel.
Þess má svo geta að lokum, að drengur sá er fæddist á Svans-
hóli þessa jólanótt árið 1906 lifir enn og hefur nú á seinni árum
kallað sig:: Jóhannes frá Asparvík.
58