Strandapósturinn - 01.06.1984, Qupperneq 65
18. öld, en frá árinu 1802 og allt til ársins 1947, það er um það bil
síðastliðna eina og hálfa öld, er samfellt búið í Drangavik og
Engines jafnframt nytjað þaðan til heyskapar og beitar. Stund-
um og ef til vill alloft voru höfð beitarhús á nesinu, þó að um
röskan klukkutímagang á auðri jörð (6—7 km) sé til að sækja frá
Drangavík. Hefur þá að líkindum verið mestmegnis um fjöru-
beit að ræða eins og víðar á Norður-Ströndum, þá er ísalög eigi
banna slíkar fjörunytjar.
Sunnan megin við Enginesið heita Nóntangar, eru það þó
nokkur klettagjögur og í þeim á einum stað örnefnið Kafteinsskúti.
Eru það mann fram af manni munnmæli kunnugs fólks, að í
skúta þessum hafi endur fyrir löngu orðið úti erlendur skipstjóri,
en skipverjar hans fundist dauðir uppi á nesinu, sumir í fjörunni
en aðrir á landi og jafnvel eitthvað lengra komnir út með
ströndinni. Enn fremur er í munnmælum, að þá er skipstjórinn
fannst helfrosinn í klettaskútanum hafi hann verið með leiðar-
bókina, farmbréf og ef til vill fleiri skjöl í fanginu. Til grund-
vallar þessum munnmælum, sem í ýmsu eru töluvert ítarlegri en
hér er skráð, liggur slys- og harmsaga er þarna gerðist fyrir
tæpum tvö hundruð árum. Samkvæmt annálum og öðrum
skráðum sagnaritum er sú saga í stórum dráttum á þessa leið.
Síðari hluta septembermánaðar árið 1787, lagði upp frá
Höfðakaupstað verslunarskipið Fortuna á leið til Kaupmanna-
hafnar, hlaðið íslenskum útflutningsvörum. Konungsverslunin
danska átti farminn, því að eins og alkunnugt er rak Danakon-
ungur fyrir eigin reikning (þ.e. ríkisins) fslandsverslunina frá
árinu 1774 til ársloka 1787, þegar einokunin var úr lögum numin
og verslunin við Island gefin frjáls öllum þegnum Danakonungs
frá 1. janúar 1788. Sumarið 1787 var mjög kalt á Vestfjörðum og
Norðurlandi, með hafís og hretviðrum sem ollu gróðurleysi og
grasbresti til landsins og ógæftum við sjávarsíðuna. Snemma í
ágústmánuði voru hríðar miklar, og frá miðjum september til
veturnátta afar óstöðug tíð, segir í Vatnsfjarðarannál hinum
yngsta.
Skömmu eftir að kaupfarið Fortuna lagði úr höfn gerði ofsa-
legt norðaustan áhlaup, með fannburði miklum og hörkufrosti.
63